Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Blaðsíða 2
32» LESBÓK MORGUNBLADSINS síðan" og kynstur af ljóðum. Sögn- in um Atys, unglinginn fagra, sem elskaður var af Cybeles og Seifur breytti í sígrænt tré, orkaði svo fast á hann, að löngu seinna má finna þess menjar í ritinu „Les Chemins de la mer". Mauriac sótti menntaskóla og lauk síðan embættisprófi frá bók- menntadeild háskólans í Bordeaux. Þar las hann Baudelaire, Rimbaud og Verlaine og dáðist að þeim eins og fyrri eftirlætishöfundum sínum, Racine, Pascal og Maurice Guérin. Ekki þótti honum mikið djúp stað- fest milli útskúfuðu skáldanna og rithöfundanna helgu. Nú varð hann að halda burt frá Bordeaux til þess að geta orðið skáldsagnahöfundur Bordeaux-borgar. Hann fór til Par- ísar, gekk í l'Ecole des Chartes, en átti þar skamma dvöl, því að dyra- vörðurinn var sá eini, sem honum líkaði við. Helgaði hann sig nú köllun sinni til ritstarfa. Honum mistókst ekki. Árið 1909 birti hann litla ljóðabók, „Les Mains jointes" (spenntar greipar) og sendi hana eldri rithöfundum þeim, sem hann hafði mætur á, nema þeim, sem hann dáði mest, Maurice Barrés. En Paul Bourget kom ljóðunum á framfæri við Barrés. Barrés sendi þá unga skáld- inu langt bréf með þessum loka- orðum: „Verið rólegur; verið viss um, að framtið yðar verður auð- veld, opin, örugg, dýrleg; vcrið hamingjusanit barn." Mauriac hlotnaðist í emkaltfi þessi hamingja, sem Barrés óskaði honum til handa. Hann hefur ekki þolað sjálíur þá harma, sem sögur hans greina frá, og sagan „Le Mist- ére Frontenac'" er óður, þrunginn blíðu og heimilisást. Mauriac hefur ritað margt skáldsagna, leikrita og ritgcrða við mikinn orðstír. Aðal- sqgu*; baW" cxu. Le Baber au lé- p*reoz (1922V Gésátcix f 1923") Lt ¦ fleme de feulsama arVLa'robe og hann er kaþólskur. Til þessara þriggja einkenna má rekja frum- leik rita hans. Þó að Mauriac héldi ungur frá Bordeaux til Parísar að vinna sér skáldfrægð, hefur hann reynzt trúr héraðinu, þar sem hann sá dagsins ljós fyrst. Þar finnur hann efni í sögur sínar. Frakkland utan París- ar kallar hann „jörð innblástursins, uppsprettu alls konar baráttu!.... Ágirndin, drambið, hatrið, ástin, sem stöðugt er verið að njósna um, hlaupa í felur og eflast af viðnám- inu,sem þeim er veitt...." Landes- svæðið með sandflákum sínum, heiðum, skógum og vínekrum sunnan við Bordeaux er það um- hverfi, sem persónur hans hrærast í. Auðugt land og erfitt, lítt aðlað- andi. Það er ekkert vinalegt við sumrin í þessum suðvesturhéruð- um, þar sem skógurinn tærist í hit- anum og titrar í miskunnarlausri sólsterkju, en niðri við jörðina und- ir trjánum er sem í glóðhituðum ofni, og einn neisti getur breytt öllu í ofsabál. Enginn hefur kunnað eins og Mauriac að lýsa hinni kæf- andi, hryggilegu fegurð þessa hluta Frakklands: „Anna reis við og við á fætur til að sjá, hvort dregið hefði úr hitanum. En við minnstu rifu á gluggahlerunum spratt Ijósið fram cins og vcllandi, bræddur málmur og virtist brenna gólf- ábrciðuna. I">aö varð að loka að nýu og hajda scr í hnipri. Jafnvcl í Ijósaskiptunum, þegar sólin roðaði ckki lcngur nema neðsta hluta furutrjánna og síðasta tístið heyrð- ist í bjöllunum á jörðinni, var hit- inn kæfandi undir eikitrjánum". Þannig lýsir hann heiðarhorni: „Argelöuse er vissuíega hjari ver- aldar, einn þessara staða, þar sem ekki verður lengra haldið. Þarna eru nokkur býli án kirkju né kirkjugarða. á dreif i kring uni rúg- héraðs. Haaa er úr borgarastétt,, ¦ >orp:nu Saúit-Cla-r, . ea- jangaö prétexte (1925), Thérése Desqueyr- oux (1927), Le Noeud de vipéres (1932), La Fin de la nuit (1935), Les Anges noirs (1936), Les Chem- ins de la mer (1939), La Pharisi- enne (1941), Galigai (1952). Af leikritum hans má nefna Asmodée (1937) og Les Mal-aimés (1945). Ýmis rit eins og Ævi Jesú, Ævi Jean Racines, Blaise Pascal og systir hans, Jacqueline og hin fram- úrskarandi Dagbók hans hafa stuðlað að kjöri hans í frönsku Akademíuna árið 1933 eða réttlætt það. Á erfiðum árum styrjaldar og hernáms kom Mauriac fram af virðuleik og hugrekki, svo að allir dáðust að honum, jafnvel andstæð- ingar hans í stjórnmálum. Honum má þakka ásamt mörgum öðrum, að franskar bókmenntir héldust þjóðlegar og óháðar. Undir nafn- inu Forez ritaði hann á laun stutta frásögn, sem vakti mikla athygli, því að hann hélt þar á loft fram- komu verklýðsstéttarinnar, ,.einu stéttarinnar, sem reynzt hafði Frakklandi trú í heild, er þrengt var kosti þess". Mauriac er nú einn þeirra manna, sem glæsilegast rita um stjórnmál á Frakklandi. í blaðinu „Le Figaro" tekur hann til athugunar á viku hverri vandamál mannlegrar sam- vizku, cins og hann skilur hana. Og svo vel bíta honum vopnin á þessum vettvangj, að hann cr í fremstu röð þeirra, sem bcrjast gcgn kommúnisma. Þeir, sem hann vegur að, geta ekki kvartað undan því, því að þeír krefjast þess, að rithöfundar skipi sér í fylkingar, og Mauriac gerir það ótrauður. Þessi afstaða hans hefur beint að honum athygli, en gæti ekki rétt- lætt bókmenntafrægð hans. Hún rekur rætur til skáldverka hans. r t ¦311»*-1 U*~ Ct* VI +-Vl«-»fl tVH-lllf. 6*aV

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.