Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Blaðsíða 8
ÚR SPANARFÖR MEÐAL ZIGAIIMA 1 ALFRÆÐIOKÐABOKUM segk svo um Zigauna: Þeir munu vera upprunnir i Ind- landi, á það bendir tungumál þeirra. En hvers vegna þeir haía farið þaðan og hvenær, er alveg hulið. Þeir koma fyrst til Litlu- Asiu og þaðan til Balkanskaga, og þar er þeirra fyrst getið á 14. öld. Nú eru þeir dreifðir um alla Ev- rópu, um mikinn hluta Asíu og Siberiu, Egyptaland, Norður- Afriku, Ameriku og jafnvel Ástra- liu, — Á 15. öld tók sig upp stór hópur þeirra á Balkan, undir for- ystu „hertoga“ og flakkar vestur á bóginn. Þóttust þeir vera frá „Litla-Egýptalandi“ og væri dæmd- ir til að flakka í 7 ár, vegna þess að forfeður þeirra hcfði úthýst Jesúbarninu á flóttanum til Egyptalands. Vöktu þcir samúð manna með þessu og greiddu þjoð- liöfðingjar götu þeirra. Annar lióp- ur, scm seinna kom, þóttist eiga að bæta fyrir syndir sinar með þvi að fara á fund páía og ílakka síðan i 7 ár. Þóttust þeir hafa fundið páí- ann og hann hefði gefið sér einka- leyfi á að stela. Þegar fram í sótti urðu þeir öllum leiðir og hóíust þá ofsóknir gegn þeim í öllum löndum og viða voru þeir gerðir útlægir. En þrátt fyrir allt heldust þeir við þar sem þeir voru komnir og hafa af borið allar ofsóknir. Er talið að nú muni vera um milljón aí þcim i Evrópu- Zigaunar haía alls staðar íengið bað orð, að vera svikulir, lygnir, lic tezg'jáixnr, huglausir og þo „Drottningin“ sem dansaði fyrir oss i hellinum. ósvífnir. Karlmennirnir hafa lielzt ofan af fyrir scr með málmsmíðum eða hestaprangi, konurnar fremja galdra, spá og dansa, en krakk- arnir betla. Á þessu lifa þeir aðal- lega, því að þeim þykir minkun að því að vinna. Öllum eru þeir leiðir. Einn hæíileika haía þeir í nkum mæli. Þeir eru framúrskarandi „músikalskir“ og nokkrir meðal .þeirra haía orðið frægir sem hljómsveitarstjórar. En þrátt fyrir þetta hefir aldrei tekizt að mennta þá, enda þótt alvarlegar tilraunir væri gerðar til þess t. d. i Austur- rih:- f-fc-r þykjast fylgja truar- brögðum þess lands, sem þeir eiga heima í, en hafa auk þess allskon- ar hjátrú og hindurvitni, og sið- gæði þeirra er ekki á háu stigi. ----o----- Áður en lagt væri á slað t Spán- arferðina, var gert ráð fyrir því, að þegar ferðafólkið kæmi til Granada, mundi það eiga þess kosl að koma i byggð Zigauna og sjá þá dansa. Munu margir hafa lilakk- að til þcss og þótt það girnilegt til fróðleiks að kynnast fólki af þessum flökkulýð, er hvergi á neitt föðurland. Fæstir höfðu séð Zigauna áður, því þeir hafa sjaldan lagt leið sína til íslands, sem betur fer, enda gæti þeir ekki þrifizt hér. Vér komumst fyrst í kynni við Zigauna í Barcelona. Vér vorum að koma af nautaatinu og urðum að ganga nokkurn spöl þangað sem bíllinn beið. Engin umferð var á götunni og vér gengum í hnapp. En allt í einu kemur á móti oss litil stúlka og það þurfti ekki annað en lita íraman í hana til þess að sjá, að hún var af öðru mannkyní en því, sem landið byggir. Hún var mjög hörundsdökk, augun stór og dökk, meö gróft, blásvart hár, bjúgncfjuð og andlitsfallið yfirleitt annað en á Spánverjum. Hún var í einum rifnum og ótrúlega óhrein- um kjólgopa, sem náði ekki nema niður ó hné. Berfætt var hún og fæturnir og leggirnir svo ohrcin- ir að hvergi sá hörundslit á. ífún var a stærc \io J-Mj ara gauait

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.