Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Blaðsíða 11
L LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 337 en sundtök um hljómanna síkvika vog eru svanbjörtu armanna dúnmjúku tog. Og hann klykkir kvæðið út með þessum hendingum: En eitt man ég þó allra lengst mitt líf, hi5 lokkdökka, föla, unga víf, sem steig mér þinn tryllta og stolta dans eina stund — eins og dís þíns haf- bundna lands. Lýsingin á dansinum er mark- viss og aðdáunin efalaus og sterk. Maður finnur að kvæðið er orkt meðan hrifningin var enn á há- stigi. Dans Zigaunanna er talinn einstæður, og þess vegna er það, að Zigaunastúlkur eru fengnar til þess að dansa í helztu skemmti- 'stöðum Spánar, og Ameríkumenn sækja þær jafnvel til þess að láta þær sýna list sína í helztu skemmti- stöðum vestra. Var oss tjáð, að ný- lega væri ein úr þessum helli far- in vestur um haf til þess að dansa fyrir auðmennina þar. Hitasvækja er í hellinum og þeg- ar dansinn stendur sem hæst, fer að koma hreyfing á tjaldið öðr- um megin í hellinum, og gægjast þar fram úr svefnherberginu nokk- ur andlit barna og unglinga- Þau höfðu ekki haft eirð í sér, urðu að horfa á dansinn, eða bjó það með- fram undir að þeim mundi kannske áskotnast eitthvað? Að minnsta kosti tóku þau fegins hendi við sígarettum, sem þeim voru réttar. Allar skemmtanir taka enda og eins þessi. Fólkið fer að tínast út. En það er ekki greitt um útgöngu. Fyrir dyrum standa dansmeyarnar og heimta skatt af fólkinu, sígar- ettur, sælgæti eða peninga. Allt kemur þeim vel. Vér brjótumst ein- hvern veginn í gegn um þennan ásóknarlýð og göngum niður bratt- an stíginn. Og þá skeði sá atburð- ur er slökkti hjá mér ævintýra- Ijómann af þessari sýningu. Kem- ur hún þá ekki þarna á móti oss hin tígulega drottning mín, sem dansað hafði rétt áður í gullsaum- uðum silkikjól. En nú var hún orðin önnur. Hún var í argvítugum lörfum og sá varla í hið fagra and- lit hennar og hendur fyrir óhrein- indum. Á handleggnum helt hún á litlu og óþrifalegu barni, rétti fram skítugan lófa þess og bað: „Una peseta“.-------- ---o----- Þegar heim á gistihúsið kom urðu menn þess varir að einn manninn vantaði í hópinn. Og menn heldu að hann hefði einhvern veginn vilzt frá oss í Zigaunahvérfinu. Landar töldu svo sem sjálfsagt að öllu væri óhætt og hann mundi skila sér. En leiðsögukonu vorri brá. — Var hann með mikla peninga á sér? spurði hún af ákefð. Henni var svarað því að hann mundi hafa verið peningalaus. Þá létti henni stórum og hún sagði þessi athyglisverðu orð: — Hamingjunni sé lof, þá er honum óhætt! Mikið var rætt um skemmtunina í Zigaunahellinum og var auðheyrt að allir höfðu skemmt sér vel. Þótti sumum þó ljóður á, að hafa ekki skilið söngvana, sem fylgdu dans- inum og sungnir voru af svo mik- illi ákefð og hugaræsingi. — Ég get sagt ykkur það, sagði leiðsögukonan. — Allir söngvarnir voru um ástir fyrir peninga. Á. Ó. Gömul frænka hafði keypt gullfisk til að gefa litlu frænku sinni í afmælis- gjöf. Og svo spurði hún kaupmann- inn hvað ætti að gefa gullfiskum að eta. — Mauraegg, sagði hann. — Mauraegg. Alveg rétt. Og hvort eiga þau þá heldur að vera linsoðin eða harðaoðin? (SarnaLjal ÞAÐ er von á prestinum í hús- vitjun og mamma var að búa litlu dóttur sína undir það. — Presturinn mun spyrja þig hvað þú heitir og hvað þú sért gömul. Og þá áttu að segja hon- um að þú heitxr Anna og sért fjög- urra ára. Og ef hann skyldi svo spyrja þig hver hafi skapað þig, þá mundu að segja að það hafi guð gert. Presturinn kom og tvær fyrstu spurningamar voru eins og mamma hafði búizt við, og Anna svaraði þeim rétt. Svo spurði hann hver hefði skapað hana. Þá komu vöflur á Önnu litlu, en svo sagði hún frómt frá: — Mamma sagði mér hvaða maður hefði gert það, en ég hefi steingleymt því hvað hann hét. — Pabbi, hér stendur að hver dragi dám að sínum sessunaut. — Já, það er alveg satt, dreng- ur minn. — Verður þá góður maður vondur ef hann situr hjá vondum manni ,eða verður vondur maður góður ef hann situr hjá góðum manni? Stina litla kom ekki í skólann, en skrifaði þetta bréf: — Ég gat ekki komið í morgun vegna þess að það fjölgaði heima hjá okkur, en það var samt ekki mér að kenna. Mamma hafði sent Kalla til ! frænku sinnar svo að hann skyldi i leika sér við drengina hennar. j Hann kom að vörmu spori aftur ; og mamma vildi fá að vita hvern- j ig á því stæði. • — Mér fannst hún frænka ekki j vilja hafa mig, sagði Kalli. — Sagði hún það? — Ónei, ekki sagði hún það, ! en hún flevgði mér út og skellti | hurðinni í lás. j i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.