Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 331 skilningi á þeim hveríula heimi, sem ég hef hugsað upp. Sé heimur- inn án Guðs, mannkynið án sálar, virðist mér það, sem eftir er, einkis vert eða öllu heldur óraunverulegt, bókstaflega án tilveru. Þetta gerir mcr kleift að skilja, að einmitt vegna þessa kafnar guðlcysinginn i andrúmslofti vcrka minna. Hljóti óg ámæh hans vegna aðfcrða minna, stafar það af þvi, að hugur hans vcrður aldrei gripinn af sög- um, þar sem allar persónurnar falla undir eina söguhetju, en hann trúir ekki á tilveru hennar, því að hún er engin önnur en mannssálin, syndug og endurleyst". Þannig skilgreinir Mauriac andrúmsloft verka sinna um leið og hann rétt- lætir form þeirra. Er nú samt víst, að listamaðurinn, rithöfundurinn hafi ckki brugðizt hinum kristna siðameistara? Búast licfði mátt við að finna i sögum Mauriacs minnistæðar sann- kristnar persónur. En svo undar- íega bregður við, að Mauriac hefur ckki kunnað að skapa hjartahrein- ar persónur til mótvægis við þær söguhctjur, sem háðar eru freist- ingum sínum og löstum. Aðeins ein pcrsóna, alger aukapersóna, Marie Ransinangue í Le Fleuve de feu liggur á bæn í klaustri og þjáist til að afplána syndir þess manns, sem hún ann. Allar aðrar persónur rcttlæta þessi ummæh Mauriacs um vcrk sitt: „Skáldsögurnar voru samdar á timum óróa og, cins og Pascal sagði, mikils vonleysis, hvað guðstrú áhrærði". Ennfremur: ..Ég hugði, að Mozart, sem opnaði mér dyr paradísar sinnar, mundi skyndilega sleppa inn í vcrk mitt cnglum, sem ckki væru svartir. En jafnskjótt sem ég tek aó vinna, tekur allt á sig pcrsónulcgan blæ tnitm. Fegurs^U pcrucnuf niinar UUgast tr^niivfefjU br#mistein^1jófa, sem mér er eiginlegt og ég ætla ekki að verja — en er blátt áfram mitt". Brigitte Pian, Thérése Des- queyroux, Blaise Coúture, hin öm- urlega fylking í „Les Anges noirs" og „Les Mal-aimés", aumir synd- arar, skera sig aðdáunarlega úr hcildarmyndinni, scm á slær vítis- bjarma. Trúin dugir þeim skammt, og aldrci sjást þeir að baráttu fyrir hjálpræði sínu. Á lifsferli sínum standa þeir undir oki örlaganna. Ekki verður fylgt neinni innri þró- un með þeim. Þeir eru staðnað þjóðfélag, þar sem persónulegt frelsi er ekki til. Sartre hefur sundurgreint vægð- arlaust „aðferð" Mauriacs og álasað honum ákaflega fyrir að hafa svipt persónur sínar frelsi. Ilann bendir á, að þær i"áði scr aldrci sjálfar. Þær ráðast allt af fyrir afskipti höfundar af samvizku þeirra. „Við viljum sjá persónurnar i verkum sínum. Viljið þið, að persónur yðar verði lifandi? Sjáið þá um, að þær verði frjálsar___ Ekki skal skil- greina, því siður útskýra, .... að- eins sýna ástríður og athafnir, sem ekki var unnt að sjá fyrir...." En Mauriac ann ekki persónum sínum þessa frelsis. Rétt í upphafi leiks eru endalokin ákveðin. Þetta kem- ur þegar ljóslega fram í Génitrix, þar sem Mathilde á enga framtíð, en er sem dauð, þar sem Félicité Cazenave „finnur, að það er gott, að hún kveljist fyrir son sinn", og Mauriac bætir við til að gera sig skiljanlegan: „en hún veit ekki, að hún cr krossfcst." Arangur þessarar utanað komandi ákvörðunar per- sónanna sviptir okkur þeirri ánægju að sjá þær birtast smám saman, taka, eftir þvi scm á verkið h'ður, á sig þá mynd, scm við geym- um síðan af þeim. Þær eru aldrei „summa cigin óhappa sinna" eins og persónur Faulkn.ers, sem Sartrc vitriar i Aldrei virðu>t i;em þær noti frtiia: hd'o, sem kiistíaxua er ve:tt að velja á milh góðs og ills. Þar sem þær neyta aldréi hins frjálsa vals, eru þær í raun ekki í samraemi við kristilegan skilnihg á manuin- um. Þessi er skýringin á einu af éin- kennum skáldsagna Mauriacs. — Söguhétjumar cru kunnar þegar í upphafi og brcyta 'þannig, að þær séu í samræmi við þá skilgrein- ingu, sem þær hafa þegar hlotið. Ef til eru tvær undantekningar, samsvara þær einmitt þeim tveim ritum, sem bezt eru talin. Thérése Desquevroux og aðalpersónan í „Le Noeud de vipéres" þola rauhir, sem breyta þeim. Hinir þróast aft- ur á móti svo lítið, að sinnaskipti þcirra á síðustu stundu koma okk- ur alveg á óvart. F-kkert hafði búið okkur undir þau, og við tökum þeim mcð slíkum cfascmdum, að allar skýringar Mauriacs vcrða máttlausar. Þó að ekki bcri að neita siðrænum tilgangi ritanna, má telja að hjá Mauriac hafi rit- höfundurinn, listamaðurinn, borið siðameistarann ofurliði. //=// Mauriac cr frábær listamaður. Skáldið kcmur stöðugt upp í hon- um, og mál hans, skýrt og tært, á hljóma, sem honum einum eru cig- inlegir. Stílhnn fær verkinu sér- stakan heildarsvip. Hann er ekki margslunginn, en nær stundum fyllingu, sem einstæð er í lausu máli nú á tímum. Átakanlegum þjáningum cr lýst af samræmi í miklu ljóói, óbundnu i máli. Að hljömíalli málsins minnir Mauriac oft á Clintcaubriand, einu hinna miklu meistara I'rakka i lausu máli. Mauriac hcfur náð shku valdi ;i mál og stil, að honum hefur verið kleift að draga upp óvíðjafhanlegar persónumyndir, s'cm greinast frá dökkuH' bakgriinn! 'tiííelii^iar sté:;af, bctga.td$i^a£sé&J-.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.