Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1953, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 475 guðspjali er skrifað, er dómur genginn yfir frumsöfnuðinn í Jerú- salem, og það hefur áhrif á hina endanlegu gerð ritsins. Virðist höf- undurinn líta svo á, að Gyðingar hafi alltaf verið Jesú fjandsamleg- ir. Þeir eru vondu vínyrkjarnir, sem fá makleg málagjöld (Mk. 12, 1—9)? Guðspjallið litast af þessu heiðinkristna sjónarmiði þó að frá- sögurnar séu að kjarnanum komn- ar frá trúboði gyðingkristinna manna. Þetta er ástæðan til þess að ým- islegt virðist rekast á í guðspjöll- unum, að í þeim mætast andstæðir straumar. Að meginmálinu til er frásagan komin frá trúboði hinna gyðingkristnu, þó að heiðingkristn- ir menn gangi frá ritunum að lok- um. Höfundurinn hyggur að Lúk- asarritin eigi uppruna sinn í Anti- okkíu en Matteusarguðspjall í Alexandríu. — Eru gyðingkristnu áhrifin sterkust í hinu síðastnefnda guðspjalli, enda má gera ráð fyr- ir að straumur gyðingkristinna manna hafi einkum leitað til Alex- ' andríu og sennilegast sé, að þang- að hafi Pétur farið. Og hafi ein- hverjar leifar safnaðarins í Jerú- salem komizt undan, þá séu miklu meiri líkindi tii að þær hafi leitað suður á bóginn en norður á við til Pella, beint á móti herskörum Cestíusar Gallusar og Vespasían- usar. Var kristindómur Páls „annað fagnaðarerindi“? Eftirtektarverðust er greinar- gerð höfundarins fyrir því, að kristindómur Páls hafi í raun og veru verið annað fagnaðarerindi en það, sem frumsöfnuðurinn í Jerúsalem boðaði. Hefur það löngum valdið guð- fræðingum miklum heilabrotum, hversu bréf Páls, sem rituð eru tuttugu til þrjátíu árum á undan guðspjöllunum eru sagnafá um æviatriði Jesú. Ef ekkert væri nú til um uppruna kristindómsins nema þessi bréf, mundum vér nú vita sáralítið um ævi höfundar hans. Vegna þess hve hér er allt á huldu um jarðneska ævi Jesú, hafa sumir tekið að ímynda sér, að Páll hefði raunverulega í huga ein- hverja austurlenzka goðsögn, en ekki sanna sögu af lifandi persónu, sem nokkru sinni hefði stigið fót- um á jörðu. Sumir hafa að vísu reynt að út- skýra þetta þannig, að bréfin séu tækifærisbréf, sem ekki gefi til- efni til slíkra upplýsinga, og muni Páll hafa vitað meira en hann læt- ur í ljós. En mjög er það óvíst. — Undir öllum kringumstæðum verð- ur það að teljast harla undarlegt, hve bréfin eru snauð af beinum tilvitnunum í dæmisögur Jesú, kenningar hans og kraftaverk. — Aitur á móti er í bréfunum mikið af tyrfnum háspekilegum kenn- ingum frá eigin brjósti Páls. Nú er það auðsætt, að gyðing- kristnir menn hafa einmitt borið Páli það á brýn, að hann hefði aldrei þekkt Jesú, og hefði því litla þekkingu á, hvað hann væri að tala um, heldur prédikaði hann sjálfan sig (2. Kor. 4,5). En Páll ver sig með því, að það hafi litla þýðingu, hvort menn hafi þekkt Krist eftir holdinu eða ekki, og ekkert hirði hann um að þekkja Jesú þannig. Hrósar hann sér bein- línis af því að hafa ekki sótt kenn- ingar sinar til annarra postula, heldur hafi hann hana beint frá andanum. Hafi guði þóknazt að út- velja sig frá móðurlífi og kalla sig af náð til að opinbera son sinn. Af mörgu verður það ljóst, að Páll styður ekki trúboð sitt við neinar heimildir frá frumsöfnuð- inum, enda vill hann sem minnst af honum vita. Segist hann ekki vera sendur af mönnum né að til- hlutun Jesú Krists og guðs^föður. Er það því auðsjáanlegt, að hér er um guðfræðilegt hugmyndaflug Páls að ræða, sem orðið hefur til í höfði hans utan við rúm og tíð, en hann síðan að hætti allra heittrú- armanna og vitranamanna fyrr og síðar ímyndar sér að komið sé beint frá hinum æðstu máttarvöld- um. Svo gallharður er hann í þess- ari ímyndun sinni, að hann lýsir bölvun sinni yfir öllum, sem ann- ars konar fagnaðarerindi flytja jafnvel þó að það væri „engill frá himni“. Öll líkindi eru til, að þeir menn, sem postulinn bölvar mest, séu engir aðrir eh nánustu lærisvein- ar Jesú sjálfs, þeir sem setið höfðu við fætur meistarans og hlustað höfðu margsinnis á orð hans með- an hann gekk um kring og kenndi í Galíleu. Er það ekki nema eðli- legt, að slíkir menn hafi talið sig vita talsvert meira um kenningar Jesú heldur en Pál, sem aldrei hafði séð hann eða heyrt, og lýsti því jafnvel yfir, að hann hirti ekki um að vita neitt um Jesú eftir holdinu. Hlaut Páll því að vera í augum frumsafnaðarins í Jerúsal- em hinn mesti vingltrúarmaður og ævintýrapersóna og það því frem- ur sem guðfræði hans, að því leyti sem nokkur botnaði í henni, bar meiri svip af heiðnum launtrúar- brögðum þeirra tíma en hin- um ströngu eingyðistrúarbrögðum Júðanna. Það er í raun og veru Páll, sem gerir Krist að öðrum guði, eða einkasyni himnaföðurins, sem skreppur niður á jörðina til að frelsa hina útvöldu undan ánauð heimsvættanna. En svo mjög er öll trúarboðun hans uppi í skýjunum, að ekkert hirðir hann um að kynna sér orð og kenningar þessa drott- ins meðan hann gekk um á jörðu, heldur einblínir hann á dauða hans og upprisu. Og jafnvel þetta á í huga hans lítið skylt við hina raun-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.