Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1953, Blaðsíða 8
478 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um það hvernig á þessari útgeislan stendur. — ★ — Með því að sprengja frumeinda- kjarna losnar óstjórnleg -orka úr læðingi. Nokkrar líkur eru til þess, að slíkar sprengingar eigi sér stað í sólum úti í himingeimnum. Stjörnurnar geisla frá sér ógur- legum krafti, og menn hafa verið að reyna að komast eftir hvaðan þessi kraftur kemur. Hann er svo geipilegur, að mestar líkur eru tii þess að einhvers staðar fari fram gjöreyðing efnis. Sól vor eyðir til dæmis 360.000 milljónum tonna af efni á hverjum degi, en hún er svo stór, að hún getur haldið þessu áfram í 15 miljónir miljóna ára. Þessi kenning kemur vel heim við það, að heimurinn sé nokkurra miljón miljóna ára gamall. En hixi nýa kenning um útþennslu heims- ins, gerir þetta tortryggilegt. Þá er líklegra að reikna megi aldur heimsins í þúsundum miljóna ára í stað miljóna miljóna ára. Og þá getur það vel verið að krafturinn utan úr geimnum komi af því að nýsköpun fari þar fram. Ef vetnis- eindir breytast í helíumeindir, þá gæti stafað af því samsvarandi kraftur og af gjöreyðingu. En fer þá fram nýsköpun eða gjöreyðing í geimnum, eða hvort tveggja sam- tímis? Það er ekki hægt að gefa neitt ákveðið svar við þessari spurningu, og skoðanir vísinda- manna eru mjög skiítar í þessu efni. Nokkru eftir aldamótin urðu menn varir við mjög sterka geislan utan úr himingeimnum. Hún kom ekki frá sólinni, því að hún var jafn sterk á nótt sem degi. Og úr því að hún kom ekki þaðan, var engin ástæða til að ætla að hún kæmi frá neinni annarri sól í vorri vetrarbraut. Hún kom einhvers staðar utan úr geimnum. Af hverju stafaði hún? Slíka „geimgeisla“, eins og þeir eru kallaðir, er ekki hægt að fram- leiða með neinum þeim náttúru- krafti sem oss er kunnur. Hinir sterkustu geislar, sem vér þekkj- um, eru X-geislar og gamma-geisl- ar af radíum. X-geislar geta farið í gegn um fáeina millimetra af blýi. Gamma-geislar geta farið í gegn um nokkra þumlunga af blýi. En þessir geimgeislar geta flogið í gegn um 16 feta þykkt blýlag. Ef þessir geislar eru líks eðhs og X-geislar eða gamma-geislar, þá gæti þeir stafað af tortíming efnis úti í geimnum. Millikan heldur þó að þeir stafi fremur af því að ný sköpun fari þar fram. En ef þessir geislar eru ekki bylgjur, eins og X-geislarnir, heldur rafeinda- straumur líkt og Beta-geislar, þá hljóta þeir að hafa svipaðan hraða og ljósið, vegna þess hvað þeim er auðvelt að brjótast í gegn um hindranir. — ★ — Fram að árinu 1925 heldu menn að rafeindin væri nokkurs konar öreind. En síðan hefir komið í ljós, að hún heíir einnig annan eigin- leika. Hún hefir sama eiginleika og bylgjur, og er því bæði eindir og bylgjur. Þegar svo var komið var algjörlega loku fyrir það skotið að menn gæti gert sér í hug neina mynd af raíeindinni. Stærðfræð- ingurinn gugnaði þó ekki á þessu. Hann finnur upp aðíerð til að reikna út það sem hann þarf að vita um raieindina. En ekki eru allir stærðfræðingar, ekki einu sinni vísindamennirnir, og þeir eru á þrotum með skilning. Og þegar menn skilja ekki eitthvað, þá biðja þeir oftast um mynd af því. En það er hægar sagt en gert þegar um það er að ræða, sem er hvort tveggja í senn, eindir og bylgjur. Hér rekur þess vegna að því, að annaðhvort einangrast vísinda- mennirnir með sína þekkingu, þeg- ar þeir geta ekki lengur skýrt hana fyrir almenningi með skiljanlegum dæmum, eða þá að almenningur verður að tileinka sér „abstrakt" hugsun. Stærðfræðingarnir segja, að rúmið sé endalaust, en sé þó að þenjast út, vegna þess að þetta kemur bezt heim við útreikninga þeirra. En það væri algjörlega þýð- ingarlaust að reyna að gera mynd af þessu rúmi. Það mundi ekki leiða til annars en að spurt væri: „Út í hvað þenst rúmið, ef það er að þenjast út?“ * '——» BIUDGE í KREML MALENKOV og þrír helztu ráðherr- arnir komu sér saman um að taka sér nokkurra mínútna hvíld frá stjórnar- störfum og spila bridge. Sá, sem gaf, athugaði spil sín vandlega og sagði svo: „Þrjá tigla“. „Fjóra spaða,“ sagði sá næsti. „Fimm tigla,“ sagði sá þriðji. Malenkov virti spil sín fyrir sér einu sinni enn og sagði svo með áherzlu: „Ég held að ég segi ekki nema eitt lauf.“ „Pass.“ „Pass.“ „Pass.“ KOSNINGARRÉTTUR ÞESSI saga er frá þcim árum þegar kvenfólkið barðist sem ákafast fyrir þvi að íá kosningarrétt. Þá ferðaðist kvenréttindakona nokkur sveit úr sveit og prédikaði fyrir kvenfólkinu að standa nú saman og krefjast rétt- indanna einhuga. Allar tóku henni vel, nema ein bóndakona. Hún lét sér fátt um finnast. Og þegar kvenréttinda- konan spurði hana hvernig á því stæði, svaraði hún blátt áfram: „Ég lit svo á, að ef það er eitthvað, sem karlmennirnir geta gert hjálpar- laust, eins og til dæmis að kjósa, þá sé bezt að láta þá eina um það.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.