Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 477 Viðfangsefni vísindanna Hinn furðulegi efnisheimur Á ÁRUNUM 1895—1900 hófust þær rannsóknir, sem hafa gjör- breytt skoðunum manna á efnis- heiminum og hafa einnig gjör- breytt hugmyndum vorum um kjarna og tilgang eðlisfræði-vís- inda. Önnur eins bylting í vísind- um hefir ekki skeð síðan Coperni- cus kom fram með kenningu sína, að jörðin gengi umhverfis sólina. Fyrsta sporið í þessa átt var það, er menn fundu að til eru örlitlar rafeindir, allt að því þúsund sinn- um minni heidur en vetnis-frum- eindir. í fljótu bragði virtist ekk- ers sérlega merkilegt við þetta. Frumeindirnar voru minni, en menn gátu gert sér í hugarlund, og mönnum brá því ekki þótt þeim væri sagt að enn smærri eindir væri til. En það sem mönnum kom helzt á óvart, var að þessar öreind- ir skyldi vera hlaðnar rafmagni. En nánari rannsóknir á þessu koll- vörpuðu algjörlega þeim hugmynd- um, sem menn höfðu haft um efn- isheiminn. Með stærðfræðilegum athugun- um höfðu menn komist að þeirri niðurstöðu að hlutir virtust vaxa við það að fá í sig rafhleðslu. Þess vegna lék mönnum forvitni á hve mikinn þátt rafhleðslan í þessum öreindum ætti í stærð þeirra. Og þá komust menn að þeirri furðu- legu niðurstöðu, að fvrirferð þess- ara öreinda væri ekki annað en rafhleðsla. Rafeindin var ekki „venjulegt efni“, hún var ekki annað en rafhleðsla. Þetta var mjög merkileg uppgötvun og hafði alveg sérstaka þýðingu, því að þetta var fyrsta bending vísind- anna um það, að efnisheimurinn er ekki jafn staðgóður og menn höfðu ætlað. Efnið leystist upp og varð svo að segja að engu. Þetta kom yfir menn sem þruma úr heið- skíru lofti. Mörgum fannst það þvílík fjarstæða að segja að hið fasta efni væri ekki annað en raE- hleðsla, að eins vel mætti tala um hreyfingu, þar sem enginn hlutur væri til að hreyfast. Það lá því næst fyrir að reyna að gera sér hugmynd um hvernig efnið gæti verið samsett af raf- eindum, eða öllu heldur hvernig hinar ýmsu frumeindir væri skap- aðar af tómum rafeindum. Þá kom fljótt í ljós, að rafeindir voru ekki einfærar um að mynda frumeind. Allar rafeindir eru með samskonar hleðslu — svokölluðu „neikvæðu" rafmagni. En frumeindir eru ekki rafmagnaðar í eðli sínu. Þess vegna varð það augljóst, að hver frum- eind varð að hafa hleðslu af „já- kvæðu“ rafmagni, nægilega sterka til þess að vega upp á móti hinu neikvæða rafmagni rafeindanna. Það tók nokkurn tíma að ganga úr skugga um þetta. Fyrst kom mönnum til hugar að hin jákvæða hleðsla væri eins og hnöttur, og innan í honum væri hinar nei- kvæðu rafeindir. En Rutherford komst fljótt að því, að þetta gat ekki verið. Hann komst að þeirvi niðurstöðu, að hin jákvæða raf- hleðsla væri eins og kjarni innan í frumeindinni, en neikvæðu raf- eindirnar gengi í kring um þennan kjarna eins og jarðstjörnur um- hverfis sóL En með þessu varð frumeindin lítið annað en tóm. Þvermál einnar rafeindar er svo sem 1/50.000 af þvermáli frumeind- ar, mælt frá yzta hringbraug er rafeind "fer umhverfis kjarnann. Þvermál kjarnans er hér um bil hið sama og rafeindarinnar. Og samkvæmt þessu er hið „fasta efni“ þá heldur en ekki laust í sér. Þessi kenning hefir staðist reynsluna. En frumeindirnar eru mismunandi. Radíum frumeind er mjög þung, og því þyngri sem frumeind er, því margbrotnari er hún. í þungri frumeind eru marg- ar rafeindir. Léttasta frumeind og einfaldasta er vetnis-frumeindin. I henni er einfaldur kjarni og um hann snýst aðeins ein rafeind. Hinn jákvæði einfaldi kjarni er nefndur foreind og hann er þyngri miklu heldur en rafeindin. Yfirleitt ligg- ur þungi frumeinda í foreindinni. í öllum frumeindum öðrum en vetniseind, er kjarninn samsettur af foreindum og rafeindum, og þó svo að foreindirnar sé yfirgnæf- andi. í þyngstu frumeindum er kjarninn svo rnargbrotinn, að hann verður að teljast óstöðugur, enda geislar hann sér út og eyðist. Þessi útgeislun er sérstaklega mikil hjá radíum, og menn vita ekkert er geti heft hana, því að þar dugir hvorki þrýstingur né mismunandi hitastig. Um leið og radíumkjarninn eyðist þannig, sendir hann frá sér þrenns konar geisla, sem venjulega eru nefndir alfa-, beta- og gamma-geislar. Alfa- geislarnir eru samsettir af straum öreinda, en hver öreind er samsett af fjórum foreindum og tveimur rafeindum. Beta-geislarnir eru ein- tómar rafeindir. Gamma-geislarn- ir eru alls ekki samsettir úr eind- um, heldur eru þeir X-geisla stutt- bylgjur. Allir þessir geislar koma frá hinum samsetta kjarna radí- ums, en vér erum enn engu nær

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.