Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Blaðsíða 1
FYRSTA PRENTSMIÐJA ÁRNI ÓLA: í REYKJAVÍK FYRSTA prentsmiðja í Reykjavík var Landsprentsmiðjan, eign lands- ins og undir yfirstjórn stiftsyfir- valdanna. Er forsaga hennar all- merkileg og skal nú rakin hér í stuttu máli. Landsuppfræðingarfélagið Landsuppfræðingarfélagið var stofnað á Alþingi á Þingvöllum árið 1794 og stóðu að því helztu menn þjóðarinnar svo sem Magnús Stephensen, Ólafur Stefánsson stiftamtmaður (er varð forseti þess), Stefán amtmaður Þórarins- son, Hannes biskup Finnsson, Stefán Stephensen síðar amtmað- ur og Markús Magnússon prófastur í Görðum. Var tilgangur félagsins að gefa út ýmis konar fræðslurit handa almenningi. Varð þetta mjög vinsælt og gerðust svo marg- ir til þess að ganga í félagið, að þegar á fyrsta ári urðu félagar þess nokkuð á annað þúsund. Auðvitað þurfti félag þetta nauð- synlega að styðjast við prent- smiðju. Þá voru til tvær prent- smiðjur í landinu. — Önnur var prentsmiðjan á biskupssetrinu Hól- um, sem með konunglegri tilskip- an Kristjáns VII. hafði verið úr- skurðuð eign dómkirkjunnar þar 1789, og þar svo ákveðið að hún skyldi framvegis rekin á kostnað dómkirkjunnar. Hin prentsmiðjan var í Hrappsey á Breiðafirði. Hafði Bogi Benediktsson rekið hana í mörg ár með miklum dugnaði og miklum kostnaði, svo að hún var orðin honum ofurefli. En þetta sama ár og Landsuppfræðingar- félagið var stofnað, keypti Björn Gottskálksson, tengdasonur Boga, prentsmiðjuna af honum, og var það ráðið að félagið styddist við hana. Fekk Björn þá jafnframt um haustið úrskurð frá Kansellí um að Hrappseyarprentsmiðja mætti þar eftir prenta alls konar bækur, gamlar og nýar og á öllum tungu- málum og um alls konar vísindi án þess að vera að neinu háð því einkaleyfi, er Hólaprentsmiðja hafði haft um útgáfu sérstakra bóka. Magnús Stephensen Það kom nú fljótt í ljós, að mikil vandkvæði mundu á því vera fyrir stjórnendur Landsuppfræðingar- félagsins að nota prentsmiðju, sem var á ey úti á Breiðafirði. Réðist því svo, að árið eftir flutti Björn prentsmiðjuna að Leirárgörðum í Leirársveit og leigði hana félaginu. Var þá byggt þar mikið hús fyrir prentsmiðjuna og bókbindara hennar. Jafnframt var aukið við nýum letrum af mismunandi gerð og ýmsum áhöldum til þess að gera

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.