Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Blaðsíða 14
r 500 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um eins og eðlilegt var. Þessi tvö skiptin voru einu skiptin, sem nokkur lykill eða lyklar fóru af hring þessum, og hafði ég þó notað hann í mörg ár og notaði hann mörg ár eftir þetta. Ég gat ekki og get ekki hugsað mér, að ég hafi í einhverri leiðslu og óafvitandi tekið lykilinn af hringnum. Ég held ekki heldur, að nokkur maður, sem hefði verið í mínum sporum, hefði litið svo á. Það verða þeir að gera, sem reyna í lengstu lög að komast hjá því að trúa því, sem er jafn óvenjulegt. Ég fór að leita, eða að reyna að leita, skýringar á þessu. Svo stóð á í þetta sinn, að ég var af sér- stökum ástæðum mjög á báðum áttum um hvort ég ætti þá að fara til Hafnar í sumarleyfi mínu. Kona mín, sem var rúmföst vegna veik- inda, hvatti mig til fararinnar en ég latti, og vorum við að tala um þetta rétt áður en ég fór niður á skrifstofuna. Skipsferðin var að fáum dögum liðnum. Þegar ég fór í þessi ferðalög var ég ávallt vanur því að skilja einmitt þennan lykil, peningaskápslykilinn, eftir í hönd- um þess skrifstofumanns, sem tók við sjóði embættisins og hafði fjár- reiðurnar með höndum í fjarveru minni. Það er sjálfsagt vegna þess, að ég er ekki uppnæmur fyrir því þó sitthvað „dulrænt“ hafi komið fyrir mig eða aðra, að ég leit svo á og lít svo á enn, að þetta að pen- ingaskápslykillinn fór með þessum undarlega hætti af hringnum hafi átt að skilja sem hvatning til mín að fara í þetta ferðalag. Verður hver svo að trúa því, sem honum þykir trúlegast. En áður en ég skil við þessar frásögur ætla ég að reyna að gera þessa skýringartil- raun mína eitthvað skiljanlegri. "k "k "k Efnið er orkusveiflur eða gerð þess stafar af þeim. Breytist þessar sveiflur breytist efnið og getur orð- ið þannig að vér skynjum það ekki. Vér vitum um margvíslega orku, sem dynur á líkama vorum án þess að vér skynjum hana eða verðum varir við hana, enda þótt hún sé furðulega aflmikil. Til dæmis má nefna útheimsgeislana. Þetta eyk- ur nokkuð skilning vorn á viðbær- unum, er ég sagði frá, þegar lykl- arnir fóru af hringnum og þegar úr Þórðar losnaði af ásnum. Sveiflu- hraði efniseindanna breyttist snögg lega og svo mjög, að það varð ekki fast í vorum skilningi. Þetta er í raun og veru ekkert óskiljanlegra í sjálfu sér en er vér t. d. bræðum fast efni eða ís verður að gufu vegna hita. Menn sjá ekki heldur t. d. hinn venjulega viðburð, að sjórinn gufar upp daglega. En vér fáum séð þetta þegar mikið frost er. Þá sjáum vér ef logn er sjóinn rjúka, gufan streymir frá honum upp í loftið eins og verið sé að kynda undir honum. Vér byggjum og verðum að byggja á orsakalögmálinu. Og vér greinum milli vitrænna og óvit- rænna orsaka. Þegar kynt er undir katli, sem vatn er í og gufa mynd- ast, teljum vér víst, að vitsmunir vorir eða annarra manna hafi stjórnað þessu. Orsökin er vitræn. En þegar gufuna leggur upp frá sjónum teljum vér orsökina óvit- ræna, sem sé, að þá hafi náttúru- lögmálin ekki verið tekin í þjón- ustu mannlegra vitsmuna. Það sem kallað er tilviljanir á sér auðvitað orsakir, en þær eru óvitrænar. Vér miðum allt í ríki náttúrunnar við oss sjálfa. Mannlegi mælikvarðinn er ávallt notaður, hvort sem er um hæð, breidd eða lengd að ræða. Svo er einnig um hinar andlegu gáfur, vitsmunina. Vér miðum við mann- , lega vitsmuni, er vér leggjum dóm á hvort eitthvað sé vitsmunum gætt, og um það á hve háu eða lágu stigi þeir vitsmunir sé, er vér athugum, eða hvort vitsmunir sé á bak við eitthvað, sem gerist eða hefur gerzt. Þegar vér teljum, að stefnu sé haldið að ákveðnu marki, erum vér vissir um, að þar sé áform, tilgangur á bak við, er vits- munir stjórni. Vér dæmum frá reynslu sjálfra vorra. Það er mann- legi mælikvarðinn. Er ég svo með þetta fyrir augum vík að viðbærunum þremur, sem ég sagði frá hér að framan, þá tel ég víst, að breyting hafi af ein- hverjum orsökum orðið á sveiflu- hraða efnisins í lyklahringnum og ásnum eða króknum, sem úrið hekk á. Einnig tel ég víst, að um þetta, sem þar var lýst, hafi engin tilvilj- un, óvitrænar orsakir, ráðið. Þetta álykta ég af því, að þar hafi verið tilgangur á bak við, vitrænar or- sakir, vitsmunir verið að verki. Hitt legg ég engan dóm á hverjir þeir vitsmunir voru. Þeir, sem leggja trúnað á að þessir óvenjulegu atburðir hafi gerst verða að velja milli þess, að dulvitundin, þessi lítt þekkti þátt- ur vitundar mannsins sjálfs, sem óneitanlega ræður yfir ýmsum gáf- um öðrum en þeim, sem dagvitund- in er gædd, hafi verið þarna að verki, eða að öðrum kosti einhver utanaðkomandi vitsmunavera. Mér virðist augljóst samband milli þess- ara þriggja viðbæra. Þau eru svo svipuð, sama eðlis og miða að mér sjálfum. Þess vegna hallast ég fremur að síðari tilgátunni. í innsta eðli sínu eru öll fyrir- bæri í ríki náttúrunnar jafn dular- full, jafn óskiljanleg. Það sem vér teljum oss skilja er það, sem sam- rýmist heimsmynd vorri eins og hún er — oftast eins og vísindin á hverjum tíma kenna oss, að hún sé. En heimsmyndin hefur breyst, eftir því, sem nýar og nýar athug- anir eru gerðar, sem vísindin taka til greina. Því meira, sem hinar nýu athuganir raska hinni ríkjandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.