Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Blaðsíða 16
1 502 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS GIRÐINGAR RIFNAR NIÐUR. Á undanförnum árum hefur nokkuð kveðið að þvi að girðingar hafi verið rifnar niður í Reykjavík. Sums staðar er það gert til þess að gera umferð á götunum hættuminni. Hefur þá verið um að ræða háar girðingar á götuhornum, er skyggðu á umferð svo að bílar rákust þar á þráfaldlega. En viðar hefur þessa gætt. Girðingin, sem var umhverfis Austur- völl, er horfin fyrir löngu og eins girðingin sem var umhverfis gamla kirkju- garðinn. Nú i sumar hefur verið unnið að því að brjóta niður steinsteypta garða hjá Templarahöllinni og Kvennaskólanum. Þessir garðar voru upphaflega hið mesta mannvirki, sérstaklega gárðurinn umhverfis lóð Templarahallarinnar. — Þennan garð lét Thor Jensen gera þegar hann átti þessa eign og var grafið fyrir undirstöðu hans niður á fast berg, svo að hann átti að geta staðið um aldur og ævi. Myndin er tekin þegar verið var að brjóta garð þenna niður. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. geislarnir hafa ekki nein áhrif á ágæti matvælanna. Er nú farið að gera tilraunir með þetta, og heppn- istþær eftir vonum, þá verður þess ekki langt að bíða. að á markaðinn komi matvæli í glæpappírs um- búðum og haldist þar óskemmd tímunum saman. Það er langt síðan að menn kom- ust upp á lag með að kynbæta plöntur og dýr með víxlfrjóvgun. En þetta gengur seint og engar stökkbreytingar verða. Með kjarna- geislum er hæ^t að hafa áhrif á erfðaeiginleika, þannig að fram komi nýar tegundir, sem aldrei hafa sézt fyr og mundu ekki koma fram að öðrum kosti. Hollenzkur kaupmaður hefur nýlega framleitt margar nýar tegundir af túlípönum á þennan hátt. Nýar tegundir af korni hafa líka komið fram, en reynslan á eftir að skera úr hve hagkvæmar þær reynast og hvort eíginleikar þeirra haldast til lang- frama. Jörðin er alltaf geislavirk, og þótt lítið beri á því, er samt hægt að mæla það. í einni ferhyrnings- mílu af landi, sem er fet á dýpt, er talið að til jafnaðar sé þrjár smálestir af úraníum og í því eitt gramm af radíum. Af ýmsum teg- undum af grjóti stafa mismunandi geislar og mismunandi sterkir, eftir því hver uppspretta þeirra er. — Þannig er hægt að finna olíunám- ur vegna þeirra geisla, sem stafa úr jarðveginum. í mörgum olíu- brunnum, sem taldir voru tæmdir, hefur með sérstökum mælingum fundizt að lokaðar olíulindir voru þar undir eða til hliðar.---- Eins og ég hef áður sagt eru litlar líkur til þess að kjarnorkan geri byltingu í lífi voru sem nú lifum. En eftir því sem tímar líða verður hún notuð meir og meir og á marg- breyttari háttogmun valda miklum breytingum- En ekki er hægt að sjá fyrir hverjar þessar breytingar verða. En svo mikið má þó fiill- yrða, að börn vor, og þó einkum barnabörn, munu notast við kjarn- orkuna á margvíslegan hátt, og bá er rétt að tala um kjarnorkuöld. Reiðhestar. Ágæti ganghesta vorra get ég ekki nógsamlega lofað, því að útlendingar, svo sem Bretar og Danir, finna það, að vit þessara dýra og dugnaður til hlaupa gengur kraftaverki næst. En nú eru frábærir hestar orðnir sjald- gæfir hjá oss, bæði vegna árlegrar ófrjósemi náttúrunnar og hagleysis. Annars voru fyrir vorn aldur ungir hestar aðdáanlega vel vandir, bæði við ýmiskonar gang og frábær stökk; kalla ég það, þegar þeir annaðhvort stökkva yfir tvö skref (s. s. 10 fet) í einu stökki með reiðmanninn á baki, eða ganga léttilega yfir tvær tunnur eða þrjár (ein sett ofan á) o. s- frv. — (Gísli biskup Oddsson). Jón Arnórsson varð sýslumaður í ísafjarðarsýslu 1774. Árinu áður hafði honum verið falið að standa fyrir saltverkinu á Reykjanesi. „Honum fóru embættis- verk vel úr hendi og var talinn í mörgu mætur maður“. (Æviskrár). Dóttir hans var Kristín, er átti Jó- hannes bóndi í Reykjarfirði. Önnur dóttir Jóns sýslumanns var Rannveig, er átti Friðrik á Eyri, bróðir Jóhann- esar. „Þær voru báðar merkiskonur. Friðrik heyrði þær systur segja frá því, að þá faðir þeirra var í banalegu sinni, hefði úr hans hangið á veggn- um fyrir ofan rúmið og gengið þar. En þegar Jón Arnórsson tók andvörp- in, heyrðu menn, að það hringdi þrisvar hátt í úrinu. En þá að var gáð, sáu þeir að keðjan hafði slitn- að“. (Fr. Eggerz).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.