Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Blaðsíða 12
498 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - :cP<Q=*<í^<i=*CP<Q==© raumar Mig dreymir oft, er daginn styttir og dimman vex á ný, að langt í norðri ljósið vaki og ljómi þar við ský. Að blómagrund og bláu sundin mér birtist enn sem fyr. Hve gjarna þar ég gengi inn um gleði minnar dyr. Og hlýddi þar á hörpur djúpsins við heiða, sendna strönd. Sem barn ég fleytti báruskeljum unz birtust hulin lönd. I f f J r En æskan geymir ævintýrin og óskalöndin sín. Þau vitja mín sem vökudraumar og verma ljóðin min. Það húmar senn og haustið kalda um haf og landiö fer. En blómagrund og bláu sundin þau bíða eftir mér. INGÓLFUR JÓNSSON frá Prestsbakka. 5 >“=0© milli klúbbanna. í þeim fyrsta þykir mér nóg um, músíkin þar er svo hávaðasöm og dansinn og látbragð fólksins æðisgengið. í hinum klúbbunum er aftur á móti gaman, þótt Parísardömurnar dansi léttklæddar og finni upp á allskonar kúnstum, eins og t. d. þegar ein hélt sýningu á sér í brúðarskartinu og það endaði með því, að fararstjórinn okkar varð að afklæða hana svo að segja frá hvirfli til ilja úti á miðju gólfi. Hvarf hún svo bak við tjöldin, en hann sat eftir (sennilega þó með sárt ennið) og varð íslenzka kven- fólkið því fegið. Ýms önnur skemmtiatriði eru á dagskrá, t. d. sýnir svertingi einn akrobatic af ótrúlegri leikni og gamanleikari hermir sniðuglega eftir Englend- ingnum sem kemur í heimsokn til Parísar. Yfir öllu er léttur gleði- blær. Ekki sér vín á nokkrum manni. Kl. 2 um nóttina erum við á leiðinni heim í gistihús. Lentum í verkfallinu Þann 13. ágúst ætlum við að skoða listasafnið í Louvre, en þeg- ar þangað kemur er það lokað. Eig- inlega eru þetta fyrstu vonbrigðin í ferðinni, en önnur bíða á næsta leiti: Við höfðum hugsað okkur að fara í óperuna, hún er einnig lokuð í kvöld. Þetta reynum við að bæta okkur upp með því að fara í búðirnar þar sem margt fallegt fæst, en allt er dýrt. Og í stað óperunnar förum við á franskan kabarett, skrautlega sýn- ingu, sem mörg okkar hafa gaman af að sjá. Brottfarardagurinn rennur upp, við ætlum að fljúga til London kl. 9, en vegna verkfallsumbrota seinkar flugvélinni til kl. 12. Til öryggis hafði fararstjórinn gert þannig ráðstafanir, að við gætum komizt með bíl til Calais og á bát yfir Ermarsund ef illa færi, en þess þurfti ekki með, við fljúgum sem sagt kl. 12 áleiðis til London aft- ur ,en förum þaðan sama kvöld, og með svefnvagninum til Glas- gow. Daginn eftir að við yfirgáfum Frakkland berst okkur sú fregn, að franskir bifreiðarstjórar (og prent- arar) séu komnir í verkfall; en við hrósum happi yfir að hafa slopp- ið yfir landamærin áður en það skeði. Við komumst svo klaklaust leiðar okkar það sem eftir er, alla leið til íslandsstranda. Lánið hefir yfirleitt leikið við okkur sem á- hyggjulaus tökum þátt í þessari hópferð til London og Parísar. Ég þakka að lokum forsjóninni og íararstjóranum fyrir að hafa leitt okkur þessa stuttu, en skemmtilegu vegferð. (féarnaliial Gunna var 4 ára og Nonni o ára. Gunna var að leika á píanó- ið. — Nú spila ég „Gamla Nóa“, sagði hún. — Þetta er ekki „Gamli Nói“, sagði Nonni. — Jú, á dönsku, sagði Gunna. Það lét Nonni sér vel líka. ★ J?ési, fimm ára, hefir verið ó- þekkur og mamma skipar honum að fara í skammarkrókinn, en það er klæðaskápur. Rétt á eftir kemur Pési bros- andi út að eyrum til mömmu og segir: — Það var svo mikið af föt- um í klæðaskápnum að ég gat ekki skammast mín. ★ Rúna, fimm ára gömul, kemur heim í æstu kapi. — Hvernig stendur á því mamma, að þú bauðst Dóru frænku í brúðkaupsveizluna þína en ekki mér? — Elskan mín, þú varst ekki fædd þá, sagði mamma. — Ég held að þú hefðir getað beðið eftir mér. ★ Mamma hafði keypt sér nýan borðdúk. Hún varð að vikja sér frá stundarkorn og skildi Stínu litlu eftir inni í stofu. Stína var ekki nema fimm ára. Þegar mamma kemur aftur, hefir Stína klippt stórt gat á dúkinn. Mömmu varð skapbrátt: — Stína, gerðirðu þetta með fullu viti, hrópaði hún. — Nei, ég gerði það með skær- um, sagði Stína. ★ Jónsi, þriggja ára, fekk að fara með afa þegar hann fór að gefa hænsunum. En svo vildi Jónsi ekki koma heim með hon- um aftur, hann vildi horfa á hænsin. Þá varð afi reiður og sagði: — Jæja, það er þá bezt að ég loki þig inni hjá hænunum. — Þú mátt það, en ég verpi ekki fyrir þig, sagði Jónsi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.