Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ..-SJ 491 Allir töldu sjálfsagt, að prent- smiðjan yrði að flytjast til Reykja- víkur vegna prentunar þingtíðind- anna. Kom þá fram sú uppástunga að kóngsjörðin Rauðará væri keypt handa prentsmiðjunni. Ekki leizt stjórninni á það, vegna þess að húsakynni þar væri í mestu niður- níðslu og gjörsamlega óhæf. Áhinn bóginn þótti henni það grunsam- legt, að Ólafur Stephensen skyldi nú ekki bjóða nema 8 rdl. leigu á ári, þar sem hann hefði sótt það fast áður að fá fyrri leigumáia framlengdan um lífstíð sína, en samkvæmt honum var leigan 160 rdl. á ári og viðhald að hálfu, eins og áður er sagt. Stjórnin leit svo a, að þar sem hann hafði þá haft prentsmiðjuna á leigu um 10 ára skeið, mundi honum vera manna Mynd úr Guðbrands biblíu, sem Guðbrandur biskup hefur sjálfur skorið í tré, og er með fangamarki hans. kunnugast hvers virði hún væri, og frá því sjónarmiði kæmi ekki til mála að líta við þeim tilboðum, er nú hefði komið fram. Bókmenntafélaginu (hinni ís- lenzku deild þess) var nú gert til- boð um að taka prentsmiðjuna á leigu, en er það vildi ekki sinna því tilboði, skipaði stjórnin stifts- yfirvöldunum að láta flytja prent- smiðjuna frá Viðey í fardögum 1844. Væri ekkert hentugt hús hægt að fá í Reykjavík, skyldi byggt sérstakt hús handa prent- smiðjunni og stakk stjórnin upp á að það yrði keypt frá Noregi. En þangað til húsið væri komið upp skyldi stiftsyfirvöldin sjá um að prentsmiðjan væri geymd á góðum stað. Það væri nú ráðið að Alþingi kæmi ekki saman fyr en sumarið 1845 og þess vegna væri nægur tími til þess að byggja og koma prentsmiðjunni fyrir áður en prentun Alþingistíðinda hæfist. Með þessari ákvörðun var þá lokið veru prentsmiðjunnar í Við- ey, en þar hafði hún verið rekin um aldarfjórðung. Biblían var ein af seinustu bókunum, sem þar voru prentaðar. Prentsmiðjan flutt til Reykjavíkur Prentsmiðjan var nú flutt til Reykjavíkur. Horíið var frá því að byggja sérstakt hús handa henni. Var henni nú komið fyrir í suður- endanum á Bergmannsstofu (þar sem nú er Aðalstræti 9). Þetta hús var upphaílega byggt handa for- stjóra verksmiðjanna, en þegar Ulstrup varð hér land- og bæar- íógeti, var húsið keypt handa hon- um og var því opinber eign. Stjórn- in hafði íalið stiftsyfirvöldunum að ráða forstjóra prentsmiðjunnar. Var Ólafi Stephensen boðin staðan, en hann vildi ekki. Var þá Helgi Helgason, er verið hafði yfirprent- ari hjá honum, gerður að for- stjóra. Ekki hef ég getað íundið neinar heimildir um það hvernig flutn- ingi prentsmiðjunnar frá Viðey til Reykjavíkur heíur verið hagað. En hann heíur farið fram seinast í júlí 1844. Meðal reikninga prentsmiðj- unnar frá því ári er reikningur frá Teiti Finnbogasyni járnsmið, dag- settur 25. júlí: Fyrir ferð inn í Við- ey og taka niður pressuna og letur- kassa 2. rdl.64 sk. — Síðar í sama reikningi stendur ágúst, en engin dagsetning: Fyrir að taka á móti sömu á bryggju 64 sk. og fyrir að setja upp pressu og leturkassa 2 rdl. 48 sk. Seinast stendur sv,o und- ir 15. ágúst vinna við ýmsar við- gerðir í prentsmiðjunni. 1 reikningi prentsmiðjunnar stendur ekkert um það hver haíí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.