Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 439 Úr gamalli prentsniiðju: Setjari og bullari reið af Alþingi austur til Hlíðar- enda og krafðist þess að fá prent- smiðjuna samkvæmt erfðaskrá Guðbrands biskups. En það fekkst ekki. Hitt vannst á, að hann fekk prentsmiðjuna keypta fyrir 500 rdl. Lét hann svo flytja hana á 16 hest- um norður að Hólum þá um sum- arið, setti hana þar niður og byrj- aði að prenta á jólaföstu um vet- urinn. Hið fyrsta, sem þar var prentað, var kvæði, er fagnaði því að prentsmiðjan væri endurheimt að Hólum, og fylgdi þessi formáli: „í Jesú nafni. Herra Guðbrandur Þorláksson, herra Þorlákur Skúla- son, herra Gísli Þorláksson, herra Þórður Þorláksson, fjórhjólaður vagn prentverksins að nýu upp- reistur af Mag. Birni Þorleifssyni Sup. Hólastiftis". Nú var þessi prentsmiðja tekin af Hólum öðru sinni, þrátt fyrir konunglega tilskipan og úrskurð 1789 um að dómkirkjan á Hólum væri réttur eigandi prentsmiðjunn- ar. Fannst Norðlendingum nú sem þeir hefði verið rændir öðru sinm. Undu þeir prentsmiðjuleysinu svo illa, að þeir stofnuðu nýa prent- smiðju 1852. En það er að segja af flutningu prentsmiðjunnar suður, að þá týndist mikið af letri, bókahnútum og myndaplötum, „sem ýmsir fundu og notuðu í ýmsa smíðis- gripi“. Margt af þessu hafði Guð- brandur biskup sjálfur gert, því að hann var hagleiksmaður mikill og bjó til bæði skrautstafi og bóka- hnúta.' Síðan hefur eflaust mikið farið forgörðum meðan prentsmiðj- an var á Leirárgörðum, Beitistöð- um og í Viðey, en Jón Borgfirð- ingur segir að meðan prentsmiðjan var enn undir stjórn stiftsyfirvald- anna, hafi verið þar nokkrar leifar af stólum, bæði frá Hólum og Hrappsey „sem mega teljast minja- gripir“. Um húsakynni prentsmiðjunnar í Leirárgörðum höfum vér frásögn Mackenzie, sem kom þangað 1810. Hann segir svo frá: — Við heimsóttum einustu prent- smiðjuna, sem til er á íslandi. Hún er rétt hjá Leirá í lélegum timb- urkofa, sem stendur þar úti í mýri. Stofnunin er nú rekin af Lands- uppfræðingarfélaginu, en Magnús Stephensen er forstjóri þess. Hann ræður prentsmiðjunni algjörlega og er svo hrifinn af sjálfs sín verk- um, að fáir komast þar að: menn kæra sig ekki um að hætta rit- smíðum sínum undir gagnrýni hans. Þetta er slæmt fyrir bók- menntir í landinu. Tveir menn starfa við prentsmiðjuna. Þeir hafa þar pressu af algengri gerð og búa sjálfir til svertu úr feiti og sóti. Þar eru 8 leturtegundir, sex gotneskar og tvær latneskar, auk nokkurra grískra stafa. Við sáum þar nokkrar bækur, sem prentaðar höfðu verið seinustu árin, og voru þar til sölu. — í vetur sem leið lá við að vatnsflóð sópaði prentsmiðj- unni burt með öllu, sem í var. Og nú sem stendur er húsið hrör- legt.----- Þar sem Mackenzie talar um timburhús (wooden building) á hann sjálfsagt við það, að húsið hefur verið þiljað innan, því að samkvæmt öðrum heimildum var þetta moldarkofi. Hooker fór þarna um og segir í ferðabók sinni: — Skammt frá veginum sáum við lít- inn torfkofa. Var okkur sagt að þar væri prentsmiðja, hin eina á ís- landi. / Oháð vísindastofnun Nokkru áður en þetta gerðist höfðu fyrstu stofnendur Landsupp- fræðingarfélagsins ákveðið að gera félagið að opinberri vísindastofnun, sjálfseignarstofnun, frá 1. okt. 1798. Lögðu þeir hinni nýu stofnun 1000 rdl. í peningum, prentuðum bókum og prentunaráhöldum, sem félagið átti. Þessi nýa stofnun átti svo smám saman „að leysa til sín prentsmiðjuna í Leirárgörðum af eiganda hennar, Birni Gottskálks- syni, eftir því sem efni hennar og Úr gamalli prentsmiðju: prentari og profarkalesari

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.