Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Blaðsíða 6
492
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
flutt prentsmiðjuna í land. Senni-
lega hefur hún verið flutt í upp-
skipunarbáti og pressan verið tekm
sundur. til þess að hún væri þægi-
legri í meðtörum.
Mikið varð að gera við husið áð-
ur en prentsmiðjan gæti flutt inn
í það. Var } rð kom'ð í mesíu nið-
urníðslu og undirlregjur farnar að
fúna „vegna vatnsaga".
Nýa „járnpressan", sem stjórnin
hafði keypt handi prentsmiðjunni
kom hingað í jú’í og var flutt í
húsið hinn 20. júlí.
Prentsmiðjan átti þá tvær „press-
ur“, en sú gamla var miög léleg
og yfirleitt var prentsmiðjan held
ur léleg. Stiftamtmaður skrifar því
stjórninni á öndverðu árinu 1845
og spyrst fyrir um hve mikið kapp
eigi að leggja á prentun Alþingis-
tíðindanna. Eins og prentsmiðjan
sé nú, sé eigi hægt að afkasta meira
en 2 örkum á viku, en eigi að hraða
prentuninni meira, þá sé nauðsyn-
legt að fá betri áhöld og fleiri
prentara. Þá spyrst hann og fyrir
um hvernig eigi að fara um borgun
fyrir prentun Alþingistíðindanna.
Stiórnin svaraði því að prent-
smiðjan yrði að afkasta 3 örkum
á viku og hefði þegar verið gerðar
ráðstafanir til þess að hún hafi næg
áhöld og letur til þess. Ekki hafi
þótt ráðlegt að kaupa hraðpressu,
en „járnpressa“ hafi verið keypt,
sem hæfa muni og auk þess 400. pd.
af nýju letri. Réttast sé að Alþingi
greiði sjálft fvrir hverja fullprent-
aða örk og auk þess pappír, en sér-
stakan pappír þurfi að panta til
Alþingistíðindanna, eða sams kon-
ar pappír og sé í þingtíðindum
stéttaþinganna í Danmörku.
Ekki var hægt að fá nægilega
marga prentara hér á landi til þess
að anna svo miklu starfi sem
prentsmiðjunni var ætlað, og voru
þá fengnir þrír setjarar frá Dan-
mörku til þess að annast setningu
á fyrstu Alþingistíðindunum.
Fyrstu árin í Reykjavík
í „Nýum tíðindum“ 1852 er til
stutt skýrsla um hag prentsmiðj-
unnar fyrstu árin í Reykjavík og
þyki rétt að birta hana hér:
1845 voru fengnir prentarar og
setjarar frá Danmörku, seni kost-
r'“u æ_na peningr,. Voru útgjöld
prentsmiðjunnar um árslokin 1845,
bæði fyrir pressuna, laun prentara
frá Danmörku, fyrir nýtt letur til
þingtíðindanna, húsaleigu og ann-
að íleira 781 rdl. 20 sk. meiri en
tekjurnar.
1346 þurfti prentsmiðjan enn að
kaupa nýtt letur til viðbótar því,
er hún hafði keypt hið fyrra ár, og
var þá einnig leitazt við að gera
við skárra pressu9kriflið frá Viðey
og hefur aðgerð sú, að því er séð
verður, kostað um 150 rdl. Útgjöld
prentsmiðjunnar fyrir letur og
pappír, sem keypt var í Kaup-
mannahöfn, hafa það ár verið um
2000 rdl. Urðu þv4 útgjöld prent-
smiðjunnar við árslok 1846, enda
þótt teknir hefði verið 1600 rdl. af
höfuðstól prentsmiðjunnar, 544 rdl.
26 sk. meiri en tekjurnar.
1847 þurfti ekki að kaupa nema
pappír og annað smávegis og að
launa starfsmönnum. Átti hún því
við árslokin 297 rdl. 8 sk. í sjóði
hjá stiftamtmanni og höfuðstól,
sem var að upphæð 2100 rdl. Það
ár skerti hún höfuðstólinn um 1050
rdl.
1848 var keypt hús i.yrir 2400 rdl.
og borgað þá þegar af kaupverðinu
þriðjungur, eða 797 rdl. 32 sk. Gert
var talsvert við húsið og kostaði
aðgerðin liðuga 400 rdl. Skerti hún
þá höfuðstólinn um 550 rdl. og
voru við árslokin tekjur hennar
331 rdl. 58 sk. minni en útgjöld
höfðu verið.
1849 hafði prentsmiðjan talsverð-
an tilkostnað, einkum hvað papp-
írskaup og erfiðislaun snertir, og
voru útgjöldin það ár hér um bil
900 rdl. meiri en tekjurnar.
1850 gekk prentsmiðjan betur og
voru aðeins við árslokin liðugum
100 rdl. minni tekjurnar en útgjöld-
in höfðu verið það ár. Þess ber og
að geta, að bæði þau seinast töldu
ár, einkum 1849, hafði verið gert
talsvert að prentsmiðjuhúsinu.
1851 hefur prentsmiðjunni geng-
ið allvel og hefur nú, enda þótt
hún hafi þurít að kaupa nýtt letur
og kosta upp á húsið hátt á íjórða
hundrað dali, auk pappírskaupa og
annarra nauðsynlegra útgjalda, við
árslokin 1851 100 rdl. minni inn-
gjöld en útgiöld, og get ég þess
einungis að síðan hafa komið ýms-
ar tekjur, svo prentsmiðjan er nú
skuldlaus sem stendur, og á þar að
auki svo mikið hjá öðrum, að það
eru öll líkindi til að hún þetta ár
geti lagt upp.
Dönsku prentararnir
og húsakaupin
Til skýringar því, sem hér er
sagt um rekstur prentsmiðjunnar,
er rétt að bæta þessu við:
Þegar gerður var upp reikningur
fyrir prentun Alþingistíðindanna
1845, taldist prentsmiðjustjórninm
svo til að hann hefði orðið 1574
rdl. 47 sk., og sundurliðast það
þannig, að pappír og prentun hefði
kostað 957 rdl. 34 sk., en kostnaður
við að fá hingað þrjá prentara frá
Danmörku hefði orðið 615 rdl. 13
sk. Ekki vildi forseti Alþingis sam-
þykkja þann reikning og kvað
þinginu ferðakostnað prentar-
anna óviðkomandi. Stiftsyfirvöldin
lögðu þá til, að Alþingi greiddi
helming þessa kostnaðar en prent-
smiðjan hinn helminginn, þar sem
hún hefði haft meiri vinnu fyrir
prentarana en Alþingistíðindin ein.
Ekki vildi forseti fallast á það. Þá
leituðu stiftsyfirvöldin úrskurðar
stjórnarinnar, og varð hann á þá
leið, að þar sem prentararnir hefði
verið sendir gagngert til íslands
vegna þingtíðindanna, þá sé ekki