Lesbók Morgunblaðsins

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinseptember 1953næsti mánaðurin
    mifrlesu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011
Útgáva
Main publication:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 439 Úr gamalli prentsniiðju: Setjari og bullari reið af Alþingi austur til Hlíðar- enda og krafðist þess að fá prent- smiðjuna samkvæmt erfðaskrá Guðbrands biskups. En það fekkst ekki. Hitt vannst á, að hann fekk prentsmiðjuna keypta fyrir 500 rdl. Lét hann svo flytja hana á 16 hest- um norður að Hólum þá um sum- arið, setti hana þar niður og byrj- aði að prenta á jólaföstu um vet- urinn. Hið fyrsta, sem þar var prentað, var kvæði, er fagnaði því að prentsmiðjan væri endurheimt að Hólum, og fylgdi þessi formáli: „í Jesú nafni. Herra Guðbrandur Þorláksson, herra Þorlákur Skúla- son, herra Gísli Þorláksson, herra Þórður Þorláksson, fjórhjólaður vagn prentverksins að nýu upp- reistur af Mag. Birni Þorleifssyni Sup. Hólastiftis". Nú var þessi prentsmiðja tekin af Hólum öðru sinni, þrátt fyrir konunglega tilskipan og úrskurð 1789 um að dómkirkjan á Hólum væri réttur eigandi prentsmiðjunn- ar. Fannst Norðlendingum nú sem þeir hefði verið rændir öðru sinm. Undu þeir prentsmiðjuleysinu svo illa, að þeir stofnuðu nýa prent- smiðju 1852. En það er að segja af flutningu prentsmiðjunnar suður, að þá týndist mikið af letri, bókahnútum og myndaplötum, „sem ýmsir fundu og notuðu í ýmsa smíðis- gripi“. Margt af þessu hafði Guð- brandur biskup sjálfur gert, því að hann var hagleiksmaður mikill og bjó til bæði skrautstafi og bóka- hnúta.' Síðan hefur eflaust mikið farið forgörðum meðan prentsmiðj- an var á Leirárgörðum, Beitistöð- um og í Viðey, en Jón Borgfirð- ingur segir að meðan prentsmiðjan var enn undir stjórn stiftsyfirvald- anna, hafi verið þar nokkrar leifar af stólum, bæði frá Hólum og Hrappsey „sem mega teljast minja- gripir“. Um húsakynni prentsmiðjunnar í Leirárgörðum höfum vér frásögn Mackenzie, sem kom þangað 1810. Hann segir svo frá: — Við heimsóttum einustu prent- smiðjuna, sem til er á íslandi. Hún er rétt hjá Leirá í lélegum timb- urkofa, sem stendur þar úti í mýri. Stofnunin er nú rekin af Lands- uppfræðingarfélaginu, en Magnús Stephensen er forstjóri þess. Hann ræður prentsmiðjunni algjörlega og er svo hrifinn af sjálfs sín verk- um, að fáir komast þar að: menn kæra sig ekki um að hætta rit- smíðum sínum undir gagnrýni hans. Þetta er slæmt fyrir bók- menntir í landinu. Tveir menn starfa við prentsmiðjuna. Þeir hafa þar pressu af algengri gerð og búa sjálfir til svertu úr feiti og sóti. Þar eru 8 leturtegundir, sex gotneskar og tvær latneskar, auk nokkurra grískra stafa. Við sáum þar nokkrar bækur, sem prentaðar höfðu verið seinustu árin, og voru þar til sölu. — í vetur sem leið lá við að vatnsflóð sópaði prentsmiðj- unni burt með öllu, sem í var. Og nú sem stendur er húsið hrör- legt.----- Þar sem Mackenzie talar um timburhús (wooden building) á hann sjálfsagt við það, að húsið hefur verið þiljað innan, því að samkvæmt öðrum heimildum var þetta moldarkofi. Hooker fór þarna um og segir í ferðabók sinni: — Skammt frá veginum sáum við lít- inn torfkofa. Var okkur sagt að þar væri prentsmiðja, hin eina á ís- landi. / Oháð vísindastofnun Nokkru áður en þetta gerðist höfðu fyrstu stofnendur Landsupp- fræðingarfélagsins ákveðið að gera félagið að opinberri vísindastofnun, sjálfseignarstofnun, frá 1. okt. 1798. Lögðu þeir hinni nýu stofnun 1000 rdl. í peningum, prentuðum bókum og prentunaráhöldum, sem félagið átti. Þessi nýa stofnun átti svo smám saman „að leysa til sín prentsmiðjuna í Leirárgörðum af eiganda hennar, Birni Gottskálks- syni, eftir því sem efni hennar og Úr gamalli prentsmiðju: prentari og profarkalesari

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar: 35. tölublað (06.09.1953)
https://timarit.is/issue/240771

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

35. tölublað (06.09.1953)

Gongd: