Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1953, Blaðsíða 6
524 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Skemmtilegt er myrkrið' Jurtir þuría myrkur til að geta blómgast ■ EF jörðin nyti ekki sólarljóssins, mundi enginn gróður þr'fast á henni. Og þá mundi ekki vera hér neitt dýralíf heldur, því að undir- staða dýralífsins er jarðargróður. Hér væri því ekkert líf. En nú kemur hið einkennilega upp úr kafinu að jurtir geta ekki þrifizt nema því aðeins að þær fái hæfilega mikið myrkur. Til þess að jurtirnar geti afkomendur, verða þær að bera fræ, en fræin koma venjulegast af blómum. En það er undir myrkrinu komið hvort jurt- irnar geta blómgvazt. Það eru nú 33 ár síðan að menn komust að þessu, að lengd dags og nætur hefur úrslitaþýðingu fyrir allan jurtagróður. Menn hafa kall- að þetta fyrirbæri „photoperiod- ism“, en eru enn engu nær um hvernig á þessu stendur. Sumar jurtir blómgvast á vorin, þegar daginn fer að lengja. Aðrar þurfa á meira náttmyrkri að halda og blómgvast ekki fyr en á haustin. Hver tegund þarf sinn vissa myrk- urtíma til þess að geta blómgvazt. Þetta er svo lögmálsbundið, að heilbrigðar jurtir blómgvast ekki nema því aðeins að þær fái hæfi- legt myrkur. Og þegar þær geta ekki blómgvazt, þá bera þær heldur ekki fræ, og svo deya þær út á þeim stað. Og þetta ræður öllu um það hvar á hnettinum hver jurt getur þrifizt. Sumum henta stuttar nætur, aðrar þurfa langar nætur. í hitabeltinu er ekki mikill mun- ur á lengd dags og nætur. Allan ársins hring, svo að segja, er bjart hálfan sólarhringinn, en dimmt hinn helminginn. Öðru máli er að gegna þegar sunnar eða norðar dregur. Þá verða sumardagarnir langir en næturnar stuttar og sums staðar er engin nótt vikum saman. Á þeim slóðum geta þess vegna að- eins þrifizt þær jurtir, sem þuría skamman myrkurtíma til þess að geta blómgvazt. Sykurreyrinn þarf 12 stunda myrkur á sólarhring til þess að þroskast og þess vegna þrífst hann hvergi nema í hitabeltinu. Sé hann fluttur til tempruðu beltanna deyr hann út, vegna þess að hann fær ekki nógu mikið myrkur þar. Aftur á móti eru svo aðrar jurtir, sem ekki þurfa nema níu stunda myrk- ur. Þær geta tímgazt alla leið norð- ur (eða suður) á 50 br.gr. vegna þess að þar kemur níu stunda nótt í ágúst og jurtirnar hafa því nægan tíma til að blómgvast og bera fræ áður en frostin koma. En þar fyrir norðan (eða sunnan) kemur níu stunda nóttin svo seint, að fræin ná eigi að fullþroskast. Jurtir, sem vaxa villtar í heimskautslöndun- um, þurfa aftur á móti ekki nema á rökkri að halda til þess að geta blómgvazt og borið fullþroskað fræ. Prófessor A. W. Naylor við há- skólann í Yale hefur nýlega ritað grein um þetta og er efni hennar tekið upp í blað, sem Sameinuðu þjóðirnar gefa út í París (Unesco Courier), og segir þar meðal ann- ars svo: Það var furðuleg uppgötvun er menn fundu að það er náttmyrkrið og lengd þess, sem ræður því að jurtir bera blóm og fræ. Og þá lá fyrir að rannsaka hvernig á því getur staðið áð myrkrið hefur svo mik'a þýðingu fyrir allan jarðar- gróður. Myrkrið er í sjálfu sér ekki annað en skortur á ljósi. En hvað er það, sem fer fram í myrkrinu og fær jurtir til þess að blómgvast og bera fræ? Gróður er ekki annað en efna- breyting. Getur myrkrið þá valdið þeirri efnabreytingu í jurtunum að þær fari að blómgvast? Spurning- in þótti í fyrstu nokkuð hjákátleg, en þessu er þó þann veg farið. Hitt vita menn ekki, hvaða efni er hér um að ræða, en það er enginn efi á að það er til. Prófessor Knott við Cornell há- skólann í Bandaríkjunum komst fyrstur manna á snoðir um þetta. Hann hafði verið að gera tilraunir með spinatplöntur, sem blómgvast á sumrin þegar dagur er langur og nóttin stutt. Hann skyggði á plönt- urnar nokkra stund á hverjum degi, hafði þær í myrkri, og breytti þannig hlutfalli dags og nætur. — Þetta hafði engin áhrif. Plönturn- ar þroskuðust jafn eðlilega og áður. Þá tók hann það til bragðs að lengja birtutímann með ljósum, og þá hættu plönturnar að þroskast. Á þessu mátti sjá, að áhrif myrk- ursins ná aðeins til jurtablaðanna, en ekki til fræberanna nema í gegn um blöðin. Prófessorarnir Hamner og Bonn- er við háskólann í Chicago gerðu frekari tilraunir í þessa átt og þeir komust að raun um, að það er ekki nauðsynlegt að öll plantan njóti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.