Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1953, Blaðsíða 10
528 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kvennavinnu, þá er farið að venju, sem ef til vill er ekki rétt að öllu leyti því að áreiðanlega hafa ver- ið til „oddhagar“ konur á öllum tímum, og eins er það vitað að karlmenn hafa jafnan ofið hér á landi að minnsta kosti til jafns við konur, og er þá ekki ólíklegt, að sumir hafi fengizt eitthvað við það, sem nú mundi vera kallaður list- vefnaður, og verður hér á eftir bent á eitt dæmi því til sönnun- ar. Útsaum, flosvefnað og spjald- vefnað, verður líklega að láta kon- unum einúm eftir og eins knipl- ingana ,en meðal þess, sem finnst prjónað, gætu karlmenn átt ein- hvern hlut, því að þeir hafa verið til, sem voru hreinir snillingar með prjónana sína. — Ekki má skilja þessa athugasemd svo, að verið sé að gera hlut kvennanna minni, heldur þannig, að bæði kynin muni hafa hjálpast að við þessi verk eins og flest önnur, og að ekki sé auðvelt — eða jafnvel rétt — að gera þar upp á milli. Eitt er það í þessu sambandi, sem vakið getur nokkra umhugsun, en það er sú staðreynd, að þessi heim- ilisiðnaður íslendinga, sem oftast ber vott um mikla menningu og fágaðan smekk, er að mestu verk alþýðunnar og tilorðinn einmitt á þeim öldum, sem fræðimönnum nútímans er svo gjarnt að kalla „niðurlægingartímabil“ í þjóðlíf- inu. Verkin, þessi tiltölulega fáu, sem varðveitzt hafa, virðast þó með tilveru sinni einni saman bera þögult en ómótmælanlegt vitni um, að þessi margumtalaða niðurlæg- ing hafi kannske ekki verið alveg eins ægileg og af er látið. Fólk, sem er að veslast upp af kúgun, sulti, fáfræði og allskonar óáran, skapar ekki svona hluti, til þess útheimtist meiri lífsgleði, þróttur, ímyndun- arafl og sjálfstraust, en hægt er að búast við hjá menningarsnauðum og örvingluðum hungurlýð. Engum mundi detta í hug að kalla t. d. öndvegisskáld 17. aldarinnar „nið- urlægingar-skáld“, en verkmenn- ing alþýðunnar frá sama tímabili ber ekki á sér merki niðurlæg- ingar frekar en skáldskapur þeirra, að svo miklu leyti, sem hægt er að dæma af hlutum þeim, sem vér enn höfum fyrir augum, en vitan- lega er það ekki nema örlítið brot af því sem tímabilið hefur fram- leitt. 2. Salurinn, sem tekur við, næst fyrir innan „Fornöldina“, hefur hlotið nafnið „Vefjarstofan“, eftir hinum forna kljásteinavefstól, sem þar er til sýnis að vestanverðu við inngangsdyrnar. Ekki verður sagt með vissu hversu gamall hann er. Hann hefur verið gerður upp að nokkru leyti. Og stendur nú með voðinni í, eins og hann hefur verið, þegar hann enn var í notk- un, en brekánin og reflarnir, sem hanga á veggjunum, sýna, hvað hægt var að framleiða með þessu frumstæða áhaldi, því að gerð hans er sú sama og verið hefur til forna, er vaðmálin voru aðalgjald- miðill landsmanna, og síðar allt fram til um 1800. En seinunnið verk hefur vefnaðurinn verið. Sagt er að vefarinn hafi orðið að ganga eina þingmannaleið kringum vef- stólinn fyrir hverja alin, sem hann óf, og þó það kunni að vera eitt- hvað orðum aukið, þá er það víst, að verkið hefur útheimt mikla þolinmæði og erfiði. í nánd við vefstólinn eru önn- ur tóvinnuáhöld, eins og hala- snældur, rokkar, togkambar, kembulár o. fl. — Á veggnum, austan megin ingangsins hanga tvö stór brekán með brekánsvefnaði. Þau eru þverröndótt og gefa ágæta hugmynd um gerð þessara ábreiða, sem sjálfsagt hafa verið algengast- ar á rúmum alþýðunnar áður fyrr. — Á austurveggnum hanga 7 kross- ofnar ábreiður. Sú fyrsta er talin vera frá fyrri hluta 19. aldar, ofin af Ólöfu Jónsdóttur, móður séra Þórarins Erlendssonar á Hofi í Álftafirði, þrjár eru ofnar af Guð- rúnu, konu Rustikusar bónda Björnssonar á Fossvöllum í Jökuls- árhlíð um 1780, hinar þrjár eru frá svipuðum tíma, er ein úr Húna- þingi, úr búi Björns Olsens á Þing- eyrum, önnur er úr Breiðafirði og sú þriðja af Vestfjörðum. Á vesturveggnum eru fyrst tvær ábreiður salonsofnar, líklega frá fyrri hluta 19. aldar, þá er gömul og slitin glitofin ábreiða, sem Jón Sigurðsson forseti átti og hafði bak við skrifborð sitt, þá krossofin á- breiða með ártalinu 1839, sú næsta, líka krossofin, og með fangamörk- um Stefáns amtmanns Stephensens á Hvítárvöllum og konu hans, Guðrúnar Oddsdóttur. En Þórður Sveinbjörnsson, ritari amtmanns, síðar sýslumaður og háyfirdómari, óf ábreiðuna. Þar næst koma tvær ábreiður, útsaumaðar með augn- saumi, hinir beztu gripir, eru þær báðar úr Eyjafirði. í þá stærri er saumað „Dómhildur Eiríksdóttir 1751“. En sú Dómhildur var síð- asta kona Þorsteins prófasts Ket- ilssonar á Hrafnagili og dó 1805. — Auk þessa hanga á veggjunum nokkur sessuborð, ýmist með krossvefnaði eða krosssaum o. fl. smávegis. Yfir innganginum að næsta sal er rekkjurefill, glitofinn frá 17. öld. Hann er frá Þorbergs- stöðum í Dölum. Af tréskurði eru hér svo margir hlutir, að ekki er hægt að benda á nema tiltölulega örfáa. — Við vegginn að austan við innganginn stendur útskorinn rúmstokkur með ártalinu 1746, frá Laufási, og er sagt, að Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og Þórhallur biskup séu báðir fæddir í því rúmi. Stólp- arnir (mararnir) eru mikið út-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.