Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 525 myrkursins. Þeir voru með plöntu, sem þarf níu stunda myrkur. Henni var það nóg, ef aðeins hluti af einu blaði fekk þann myrkurtíma. Þá þroskaðist hún eðhlega, alveg án tillits til þéss hve langur birtutími var á hinum blöðunum. Þetta var talin sönnun þess að á hæfilegum myrkurtíma er eitt blað, eða hluti úr blaði, nægilegt til þess að færa allri jurtinni þann kraft, sem hún þarf til þess að geta blómgvazt. Eins og nærri má geta þykir nátt- úrufræðingum nú mikið undir því komið að geta uppgötvað hvaða kraftur er hér að verki, og hvaða efni það er, sem jurtirnar draga í sig meðan myrkt er. Væri hægt að framleiða slíkt efni, þá væri hægt að fá jurtir til að blómgvast á hvaða tíma árs sem er. Og þá væri hægt að rækta slíkar jurtir langt frá þeim stöðum þar sem þær eru upprunnar. Þá væri einnig hægt að fá tvenns konar jurtir til að blómgvast samtímis og kynblanda þær, þótt slíkt sé nú ekki unnt vegna þess að þær blómgvast á misjöfnum tíma. Enda þótt vitneskjan um það að jurtir dragi í sig frjókraft í myrkri sé tiltölulega ný, þá er það löngu kunnugt, að með ýmsum efnum er hægt að hraða vexti róta, blaða og jafnvel blóma. Þessi efni hafa ver- ið nefnd jurtahormónar, en réttara væri að nefna þau gróðurhjálp. — Með slíkum efnum úða menn sum- ar jurtir til þess að þær blómgist ekki, en aðrar jurtir eru úðaðar til þess að flýta fyrir að þær beri blóm og að blómin verði stærri en venju- legt er. Á Hawai-eyum eru miklar anan- as-ekrur. — Venjulega blómgvast trén misjafnlega snemma og ávext- irnir þroskast því ekki samtímis. En ef í garðana er borið efni, sem nefnist „naphthalene-acetic acid“, þá blómgvast trén öll í einu svo sem 6—8 vikum seinna. Með þessu móti þroskast ávextirnir jafn snemma og þess vegna getur upp- skeran farið fram í einu lagi. Þarna fara nú einnig fram til- raunir með að fá litchi-tréð til þess að blómgvast betur en áður. Þetta er ávaxtatré, sem ber framúrskar- andi gómsæta og ilmandi ávexti, en þeir hafa aldrei orðið verslunar- vara að neinu ráði, vegna þess hve erfitt hefur reynzt að fá trén til að blómgvast. Það voru ekki nema svo sem 4 tré af hundraði, er báru ávöxt. En síðan farið var að bera „napthhalene-acetic acid“ í aldin- garðana, þá hefur brugðið svo við, að nær 9 af hverjum tíu trjám blómgvast nú og bera ávöxt. Þessi uppgötvun verður til mikilla hags- bóta fyrir Hawai-eyar og máske mörg önnur lönd. En mestar framfarir verða þó þegar efnafræðingum tekst að finna hvaða efni það er, sem allar jurtir þurfa á að halda til þess að blómgvast og bera fræ. Nú sem stendur afla þær sér þessa efnis sjálfar meðan myrkt er. En þegar efnið er fundið, þá er gróðurinn ekki lengur háður myrkrinu, því að þá má koma því til jurtanna á annan hátt. Og þetta getur haft hina allra stórkostlegustu þýðingu fyrir þau lönd, þar sem bjartar sumarnætur eru. Þau mundu þá geta ræktað ógrynni nytjajurta, sem nú þrífast þar ekki vegna birt- unnar. í seinasta heftinu af „The Geo- graphic Magazine" er einnig minnzt á þetta málefni og sagt frá tilraunum, sem nú er verið að gera í Beltsville tilraunastöðinni í Mary- land. Þar hefur það komið í ljós, að ef brugðið er upp Ijósi um miðja nótt, þótt ekki sé nema andartak, þá ruglast sumar jurtir í ríminu og er sem þær haldi að þær hafi þá lifað tvær nætur stuttar í staðinn fyrir eina langa. Gróðurhúsaeig- endur eru nú farnir að hagnýta sér þessa uppgötvun til þess að hamla jurtum að blómgvast fyr en á þeim tíma, þegar mest er eftir- spurn að blómunum, t. d. rétt fyrir jólin. Svo eru þeir að gera þarna ýms- ar tilraunir um hver áhrif mismun- andi ljós hafi á þroskun jurta. Eru þar höfð ýmis blóm í pottum og brotnu ljósi beint á þau til skiftis. Hafa menn komizt að því að mis- munandi sveifluhraði ljósgeislanna hefur mismunandi áhrif á blómin. Með því að beina á þau sérstökum lit ljósrófsins í nokkrar mínútur, taka nokkur þegar að blómgvast, en sé beint á þau öðrum lit Ijóss- ins, þá geta þau alls ekki blómgv- azt. Segja vísindamennirnir þarna að það sé eins og eitthvert litar- efni í jurtunum sjálfum sé að verki og taki ekki við áhrifum geisla nema þeir hafi ákveðinn sveiflu- hraða. En hvernig þetta verði og hvernig það orsaki að jurtirnar blómgist, hafi menn enn enga hug- mynd um. Hitt vita menn að þessi „photo- periodism" gildir einnig gagnvart ýmsum dýrum og fuglum og er þess valdandi að þau skifta um háralit og fjaðralit eftir árstíðum. Hún kom æðandi inn til beztu vin- konu sinnar og hrópaði: — Alveg er hann Jón að gera út af við mig! í nótt dreymdi mig að ung gála var að gera gælur við hann og hann malaði eins og kettlingur. — Settu það ekki fyrir þig, þetta er aðeins draumur. — Þú segir það-------en þegar hann dirfist að láta svona' í mínum draum- um, hvernig heldurðu að hann láti þá í sínum draumum? — u — — Hvaðan skyldi hún hafa fegurð- ina? — Frá föður sínum. — Er hann svo fallegur? — Nei, en hann er efnafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.