Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Side 1
A NIRÆÐISALDRI KOMST EG FYRST í SKEMMTIFERÐ TIL ÚTLANDA STEFÁN FILIPPUSSON er nú 83 ára. í sumar var hann svo hepp- inn að fá vinning í happdrætti Sjálfstæðisflokksins — ókeypis far með einhverju skipi Eimskipafélagsins til útlanda. Ýmsum á hans aldri mundi nú hafa fundizt það kaldhæðni forlaganna að fá slíkt tækifæri, og ekki treyst sér til þess að nota farseðilinn. En Stefán varð himinlifandi glaður. Nú rættist langþráð ósk hans að fá að koma til útlanda og kynnast háttum annarra þjóða. Og svo valdi hann sér far’ með Goðafossi í júlí, vegna þess að þá átti skipið að fara svo víða að honum gafst kostur á að sjá fimm lönd, írland, Belgíu, Holland, Þýzkaland og England. Hygg ég að mörgum þyki gaman að vita hvað svo gömlum sveitarmanni hafi þótt nýstárlegt við þetta ferðalag og bað hann því að segja mér frá því. Og hér kemur svo frásögn hans. VIÐ lögðum á stað frá Hafnarfirði Úsólskini og blæjalogni og sigldum austur undir Færeyar. Þar var breytt stefnu og stefnt á norður- odda írlands. Eitthvað fór þá að gutla í sjó svo að blessaðar ungu konurnar, sem með skipinu voru, tóku sjósótt, en ég gaf þeim góðar pillur og hresstust þær svo að dag- inn eftir voru þær allar kátar og brosandi út að eyrum. Sjálfur fann ég ekki til sjóveiki. Um nóttina vaknaði ég klukkan 3, en brá held- ur í brún, því að þá var kolamyrk- ur. Ég hafði einsett mér að fara á fætur fyrir kl. 9 til þess að koma nógu tímanlega í morgunteið, en A. Ó. hefði orðið of seinn ef blessuð þernan hefði ekki sótt mig. Sagði hún mér það í fréttum, að klukk- unni hefði verið flýtt um klukku- stund. Er nú allt að ganga af göfl- unum, hugsaði ég með mér, nóttin orðin dimm um hásumarið og tím- inn orðinn vitlaus. NÁGRENNI BELFAST SKOÐAÐ Nú var kominn 10. júlí og þegar ég kom upp á þiljur sá ég margar eyar í suðaustri, stórar og smáar. En kvöldið eftir komum við til Bel- fast á Irlandi. Þá var komið myrk- ur og alstirndur himinn. Stefán Filippusson. Daginn eftir buðu þeir mér yfir- vélstjóri og fyrsti stýrimaður með sér í bíl til að skoða borgina, sýndu mér ráðhúsið og ýmsar aðrar stór- byggingar. Þarna í borginni var allt með hátíðarsvip, því að Elísa- bet Englandsdrottning hafði verið þar í heimsókn. Fánar voru út úr öllum gluggum og á ráðhústorginu stór blómabreiða og í hana letrað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.