Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Page 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
553
gleymt þessu versi í 8. Passíusálm-
inum: ,
Minnztu að myrkra maktin þver
þá myrkur dauðans skalt kanna,
í yztu myrkrum og enginn sér
aðgreining höfðingjanna.
Rímsnillingarnir voru einnig ljós í
myrkrinu. Hvaða nöfn á ég þar að
nefna? Bjarna Jónsson skálda, sem
orkti Aldasöng og Rímur af Flores
og Leo, en Hallgrímur þó seinustu
9 rímurnar. Eða á ég að minnast á
sálmaskáldið Einar Sigurðsson, Jón
Þorsteinsson, eða þá þann er mér
finnst taka öllum fram, Jón Halls-
son, hann sem orkti Ellikvæði. Það
er prentað í Vísnabókinni, en er í
handriti frá hans tíma í Árnasafni.
Hér skal staðar numið, en það eru
þessi skáld, sem eiga að fara heim.
Ljóð þeirra hafa ekki hlotið heims-
frægð eins og sögurnar og Edda,
en þeir hjálpuðu þjóðinni á neyð-
artímum. Hér þarf bókmenntalega
rannsókn, og hana geta engir gert
nema íslendingar. í stuttu máli:
Allt Árnasafn á að fara heim, bæði
vegna norrænna vísinda og vegna
íslenzku þjóðarinnar. Og ég vil
bæta við: vegna hinna mörgu
þekktu og óþekktu rímnahöfunda.
Hvers vegna eiga handrit þeirra
eða aírit af þeim að geymast í er-
lendu bókasafni og liggja þar að
mestu ónotuð? Er það nokkur ann-
ar en Jón Þorkelsson sem nokkuð
hefur skift sér af þessum fjársjóði
í Árnasafni?
- Jt -
Er ég kominn út fyrir efnið?
Jæja, ég á við það, að þessir áköfu
prófessorar, sem vilja halda í safn-
ið, viti sjálfir sáralítið um það hvað
í því er. Þeir eru alltaf að tala um
„oldnordisk“. Sannleikurinn er, að
Edda, fornsögurnar og rímurnar
eru þjóðlegar íslenzkar bókmennt-
ir, alíslenzkar bókmenntir. Edda er
bókmenntalegt listaverk, alveg
eins og „Nordens Guder“ eftir
Oehlenschleger.... nei, ég skal
ekki tala meira um Eddu....
Spurningin er þessi: Hvað á að
gera og hvað er hægt að gera til
að koma íslenzku handritunum
heim?
Það verður að skapa almenn-
ingsálit í Danmörku, þjóðarvilja.
Lýðskólamennirnir eru þar fremst-
ir í flokki, þeir hafa gefið út áskor-
un um að skila handritunum. Þess-
ir menn geta ráðið úrslitum, enda
þótt íslendingar og íslandsvinir í
Danmörku geri sér það máske ekki
Ijóst. En svo er það á hinu leitinu
andstaða prófessoranna. Hún getur
orðið hættuleg, vegna þess að al-
menningur heldur að þar tali þeir,
sem vit hafa á. Hér við bætist svo,
að öllum þorra manna er flest
ókunnugt um handritin og sögu
þeirra. — Hér verður að hefjast
handa ef þessu mikla máli á ekki
að vera ráðið til lykta á röngum
eða villandi forsendum. Þar er
hættan. Og eins er hættan sú, að
samið verði um að skila einhverju,
en það er verra en ekki neitt. Tak-
markið á að vera: Öllum íslenzkum
menningar verðmætum skal skilað.
- & -
Ég hef nýskeð frétt að Bjarni
Gíslason rithöfundur sé að vinna
að bók um sögu handritanna, þar
sem kenningar prófessoranna eru
skjallega hraktar. Hann hefur átt
heima hér í Danmörku í mörg ár,
og enn einu sinni gengur hann
fram fyrir skjöldu þegar föðurland
hans á í hlut. Ég gríp einmitt þetta
tækifæri til þess að benda íslend-
ingum á þennan ágæta forvígis-
mann og menningarboðbera, sem
þeir eiga hér í Danmörku. Hann
þekkir betur en nokkur annar ís-
lenzkur rithöfundur menningar-
tengsl Norðurlanda og hann hefur
notað hvert einasta tækifæri til
þess að vekja áhuga nirma Noröur-
landanna á málefnum íslands. —
Hann hefur flutt hundruð fyrir-
„HÉR er kominn Þórhallur,
sonur þinn, og liefur þegar vegið
víg, og er þetta skömm mikil,
ef hann einn skal hug til hafa
að hefna brennunnar".
(Njáls saga 145. kap.)
lestra í Danmörku — og einnig í
Noregi og Svíþjóð j>— um menn-
ingu íslendinga og áhugamál. Þeg-
ar ísland skildi við Danmörk 1944
þá var það nær einvörðungu starf-
semi hans að þakka, að danska
þjóðin misskildi þetta ekki hrapal-
lega. Hann gaf þegar út bókina „fs-
land under besættelsen og Union-
sagen“, sem sýndi Dönum fram á
að það var nauðsynlegt að svona
fór. Og sá skilningur sem hann hef-
ur vakið á íslandi í Danmörk hef-
ur orðið til þess að nú eru sam-
bandsslitin gleymd. Og hann kvað
niður þann óhug, sem hæðnis og
niðrunargrein Halldórs Kiljan Lax-
ness í „Land og Folk“, hafði vakið.
Þá hefur hann og unnið mikið
að því að kynna íslenzkar bók-
menntir í Danmörk. — 1 bókinni
„Glimt fra Nord“, sem komið hefur
í tveimur útgáfum, birti hann yfir-
lit um íslenzka framþróun. Og bók
hans „Islands Litteratur historie
efter Sagatiden“ veitti hinum'nor-
rænu þjóðum fyrstu yfirsýn um
samhengið í hinum auðugu ís-
lenzku bókmenntum. Þessari bók
var fagnað á Norðurlöndum og nú
er hún kennd í ýmsum skólum. —
Mér gremst það, að íslendingar
hafa ekki enn skilið og metið starf
Bjarna Gíslasonar hér. Það má
vera að þessi bók hafi sína galla,
að þar sé einhverju sleppt en öðru
við aukið, sem einhverjum rithöf-
undum líkar ekki, og að þar sé rit-
villur, sem menntamenn hneyksl-
ast á, en svo mikið þekki ég til
andlegrar íslenzkar menningar,
bæði í fortíð og nútití, að ég full-
yrði að þessi bok er sonn og eina