Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Page 4
554 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS bókin, sem gefur hinum norrænu þjóðunum samfellt yfirlit um framsókn fslenzkrar menningar. Já, ég hef nú orðið margorður um þettaf en ég mátti til að segja það, því að það kemur einnig hand- ritamálinu við. Á grundvelli þess- arar starfsemi sinnar er það, að Bjarni hefur tekið handritamálið að sér, talað og skrifað um það i mörg ár, deilt og sannfært menn kvöld eftir kvöld í samkomuhús- um‘víðsvegar um Danmörk, skrifað um það í blöð og tímarit, fórnað öllu sínu fyrir hið mikla þjóðernis- mál: Öll íslenzk handrit eiga að sendast heim. Og ég get fullvissað alla ufn, að hann hefur sannfært fjölda danskra manna um að þetta sé sanngjarnt og réttmætt. En svo kom áróður prófessor- anna, sem er hættulegri en margur hyggur. Þá gekk Bjarni til vígs við þá, ekki aðeins með blaðagreinum, heldur með þessari bók, sem hann er að gefa út, þar sem saga hand- ritanna er rakin, og hinar fölsku og staðlausu staðhæfingar prófess- oranna reknar ofan í þá. Mér finnst að ísland megi metnast af að eiga svo hugrakkan og skeleggan son, sem alltaf er reiðubúinn til þess að fórna vinsældum sínum í Danmörk og á Norðurlöndum, þegar um heill og heiður íslands er að tefla. Mér fannst það skylda mín að segja þetta nú, úr því að mér gafst tækifæri til þess. Ég fullvissa menn um, að meðal norrænt hugsandi manna í Danmörk hefur Bjarni verið ímynd íslands. Og vegna rót- gróinnar þekkingar sinnar á nor- rænni menningu — eins og t. d. kemur fram í bók hans „Rejser blandt Frænder“ — leyfist honum að vera berorður. Allir vita, að hin eldheita barátta hans fyrir endur- heimt handritanna byggist á — og réttlætist af norrænni hyggju. Þetta þyrfti íslandsdeild Norræna félagsins að vita. Norræna félagið og Norðurlandaráðið eru hvorki hrá né soðin í þessu máli. Þau þora ekki að taka afstöðu, eru hrædd um að það spilli einingu Norður- landa og vináttunni við Danmörk. Ég vil gjarna brýna það fyrir deildum norræna félagsins á ís- landi og í Danmörku, að ef eining á að nást upp á þær sRýtur að kæfa niður réttlæti og heiðarleg reikn- ingsskil milli Danmerkur og ís- lands, þá hefur þessi félagsskapur fyrirgert tilveru sinni, þá er hann aðeins til tjóns, villir mönnum sýn eins og gamli „skandinavisminn", er „Lygin í veizluklæðum“. Ég beini orðum mínum til deildar Norræna félagsins á íslandi: Nú er stundin komin til að sýna hinn sanna norræna hug, og setja ís- lands vegna efst á stefnuskrána: Endurheimt allra handritanna! — Upplýsið málið, berjizt fyrir því, sendið út um öll lönd bæklinga um það, hvernig íslendingar líta á mál- ið. Og svo geta Danir komið með sínar mótbárur. Hið mikla félag ætti að þola slíkar rökræður án þess að eining Norðurlanda springi. Norræna deildin í Reykjavík á að gæta hagsmuna íslands. Hún á að vera rödd íslands. - - Ég stend hér mitt í slésvíksku baráttunni. Vér berjumst fyrir því, að danska þjóðarbrotið þar losni undan ánauð Þjóðverja og vér vilj- um breyta hinum þýzklunduðu Slésvíkurbúum í danska borgara. Þetta er aðalviðfangsefni mitt. Og af þessu hef ég skilið, að það er íslendingum jafn hjartfólgið mál að fá handritin heim til sín, eins og okkur er það að endur- heimta Suðurslésvík. „Vituð þér enn, eða hvat?“ eins og stendur í Völuspá. Hér skal svo staðar nema. Ég bið að heilsa íslenzku þjóðinni. Það hefur skeð margt og mikið í fram- þróun hennar síðan hún varð frjáls, sem ég skil ekki, en það er annað mál. En frelsisbarátta þjóðarinnar um aldaraðir hefur oft svalað og fróað sál minni. Þegar yfirstéttin eða leiðtogarnir brugðust eða vissu ekki hvernig þeir áttu að snúa sér, þá var það almenningur, sem bjargaði landinu með fastheldni sinni við fornan arf, það voru hinir mörgu og óþekktu, sem bjuggu á afskekktum bæum undir Helgafelli og Vatnajökli. Og svo voru það máske rímurnar, jú, og sögumar, Vísnabókin, Vídalínspostilla, Pass- íusálmarnir.... aðallega rímurnar og lausavísurnar, því að þær náðu til hjartnanna, hvort sem þær voru „lærðar lítt“ eða dýrt kveðnar. — Rímurnar voru bæði dægrastytting og menntandi. í þeim var málið meitlað, í þeim var það gert lipurt og létt, í þeim fekk það sérstakan hljóm og furðuleg geislabrot. Hugs- ið um Jón Hallsson. Munið hvað sjálfur Jón Arason sagði um hann: Hallsson hróðrar snilli hefir kunnað fyr sunnan. Rímurnar voru bæði fátæklegar og fjölskrúðugar. Ég hef aldrei getað fyrirgefið Jónasi fyllilega að hann réðist á rímur Sigurðar Breiðfjörð í „Fjölni“. Að vísu hafði hann rétt fyrir sér, en hann kom ekki auga á það, sem mestu máli skifti, að rímurnar höfðu bjargað tungunni á dönsku tímunum. Auðvitað var þeim það ekki eingöngu að þakka, en þær voru sterkasta vígið. Móð- urmálið var þjóðinni lífsins brauð í hungri og neyð, í eldgosum og harðindum. Miklu var hin varnar- lausa þjóð rúin: bjargræðisvegum og handritum, en aldrei var hægt að svifta hana móðurmálinu — móðurmálinu, sem er á hinum ís- lenzku handritum, ýmist í meitluðu mæltu máli eða í hrynjandi hátt- um. Sama málið, sem maður heyrir um þvert og endilangt ísland, hljómar einnig í handritunum í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.