Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Síða 6
556
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Eftir fjögur ár í Ethiopíu
ETHIOPÍA er fjarlægt land og vissum vér íslendingar fátt um
það áður en ítalir gerðu þar innrás og lögðu landið undir sig.
Með fréttunum, sem af stríðinu þárust, komu og ýmsar upplýs-
ingar um land og þjóð. Og nú er land þetta mörgum af oss hug-
stæðara en fyr, þar sem ung íslenzk hjón hafa farið þangað í
trúboðserindum og hyggjast dveljast þar um nokkur ár. — Eftir-
farandi grein gefur nokkra hugmynd um hvernig ástandið í land-
inu er nú. Höfundur hennar, William H. Sees, er nýlega kominn
þaðan eftir fjögurra ára dvöl.
ÉG er nýkominn heim eftir fjög-
urra ára dvöl í Ethiopíu. Þrjú ár
var ég skólastjóri í Dessye, sex
mánuði var ég sjúklingur og í sex
mánuði var ég að reyna að koma
á fót fréttablaði. — Það reyndist
ógerningur vegna ritskoðunar,
þrátt fvrir það að sjálfur keisar-
inn, Haile Selassie, reyndi að
styrkja mig til þess. Ég hafði feng-
ið ýmsar upplýsingar um landið
áður en ég fór þangað og reynslan
afsannaði þær ekki, en margt var
þó öðruvísi en ég ætlaði.
Innlen'd stjórn þarf ekki endilega
að vera betri né frjálslyndari held-
ur en útlend stjórn eða nýlendu-
stjórn. Og hin ríkjandi stefna, að
þjóðum þeim, sem dregizt hafa
aftur úr, eigi að gefa kost á því
að stjórna sér sjálfar, er ekki alltaf
til góðs fvrir þessar þjóðir. Allt er
undir stjórninni komið, hvort sem
hún er innlend eða útlend.
Það er annars ekki hlaupið að
því að kynnast Ethiopíumönnum,
því að þeir eru orðvarir við útlend-
inga, og jafnvel innbvrðis. Sem
dæmi um það má nefna þessa sögu,
sem Hassas Mazhar Bey, sendi-
herra Egypta hefur sagt. Það hafði
fjölgað í konungsfjölskyldunni og
hann kvaðst hafa farið til hallar-
innar að óska til hamingju. Kvaðst
hann þá hafa spurt hvort það væri
prins eða prinsessa, sem hefði
fæðzt. „Ég veit það ekki“, var hon-
um svarað, og þar við sat.
Manntal hefur aldrei verið tekið
í Ethiopíu. Enginn hefur hugmynd
um hve mörg börn fæðast þar á
ári, hve margir deva árlega, né
hver íbúatalan er í landinu. Ekkert
er heldur vitað um það hve mann-
margir hinir ýmsu þjóðflokkar eða
trúarbragðaflokkar í landinu eru.
Og mjög fáir Ethiopíumenn hafa
hugmynd um hve gamlir þeir eru.
Ekki má taka þar ljósmyndir af
neinu því, er yfirvöldin ætla að
sýni fátækt og ómenningu. Ferða-
maður, er reyndi að taka myndir
til að sýna fátæktina í lapdinu-eða
veikindi, mundi tafarlaust vera
settur í fangelsi og allar myndir
hans gerðar upptækar.
Ritskoðun er ströng. Strykað er
út úr leikritum Shakespeares og
fræðslukvikmyndir KFUM eru
bútaðar niður eða bannaðar með
öllu. En keisarinn er af mörgum
dýrkaður sem guð, líkt og á sér
stað um helztu menn einræðisríkja,
enda þótt honum falli það illa
sjálfum.
Hvítir menn og hinir fáu mennta-
menn Ethiopíu telja að keisarinn
sé framfaramaður. — Hann hefur
unnið sér það til ágætis að banna ’
þrælahald, hann hefur bannað að
menn sé handhöggnir eða fót-
höggnir fyrir smáþjófnað, eins og
áður var títt, og hann hefur lög-
leitt fræðslukerfi, sem líklega er
mesta framförin, enda þótt því sé
mjög óbátavant í framkvæmd. En
hann er umkringdur af afturhalds-
seggjum, sem gæta þess vel að
hann frétti ekki neitt, nema það
sem þeim sjálfum þóknast að láta
hann vita, og gæta þess vandlega
að ekki sé framkvæmdar neinar
fyrirskipanir hans, sem þeim sjálf-
um eru þvert um geð.
Meginþorri Ethiopíumanna er
mjög fáfróður og hjátrúarfullur og
kann hvorki að lesa né skrifa. —
Fræðslukerfið snertir ekki almenn-
ing. Nokkrir hálfmenntaðir menn
þykjast þó eiga rétt til þess að
komast í opinberar stöður, og má
það að vissu leyti teljast sann-
gjamt En þess verður langt að
bíða að þeim takist að skáka höfð-
ingjunum, sem hvorki eru læsir né
skrifandi.
Allur þorri almennings býr í
stráþöktum leirkofum, sem kallast
„tukals". Gólfið í þeim er annað-
hvort gert af leir eða kúamykju.
Um hreinlætistæki er ekki að
ræða. Moldarbekkur er hringinn í
kring í kofunum og á honum sitja
menn á daginn og sofa á honum
um nætur. *
Á daginn má sjá konur fyrir utan
kofana vera að vefa í handvefstól-
um eða mylja korn í trogum. Sum-
ar eru að snyrta sig eða þær greiða
hver annari og tína jafnframt varg-
inn úr höfðinu. Þær þvo sér mjög
sjaldan og þá helzt upp úr rign-
ingarpollum, eða þá í ánni um leið
og þær þvo þvott sinn. í öllum
borgum er fullt af betlurum, sem
eru kaunum hlaðnir og sjúkir.
Búskapurinn er afar langt á eftir
tímanum. Bændur nota tréplóga og
beita uxum fyrir þá. — Aðalfæða
fólksins er hin svokallaða „injera“,
súr kaka, sem gerð er úr margs
konar kornmeti. Kjöt er óhófsfæða
og sést ekki nema í veizlum höfð-
ingjanna og þar er það borið hrátt
á borð.