Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Síða 8
FYRSTA FLUGSLYS Á ÍSLAIMDI
SAGA flugmálanna hér á landi er
ekki löng. Hún nær yíir rúmlega
30 ár. Það var hinn 3. september
1919 að flugvél hóf sig í fyrsta skifti
til flugs aí íslenzkri grund. Þetta
var leiguflugvél og stýrði henni
llugmaður sá er f’aber hét.
Sumarið eitir var svo flugi hald-
ið áiram hér í Reykjavík og var
amerískur ilugmaður af íslenzkurn
ættum, Frank Fredriksson, fenginn
til að stjórna flugvélinni. — Hafði
hann með sér enskan vélamann
sem Turton hét.
Engir flugvellir voru þá til á
landinu og var hér því ekki um
neina samgöngubót að ræða í bili.
Til flugsins var stoínað í því skyni
að vekja áhuga manna íyrir ilug-
listinni og var það gert með því að
hafa flugsýningar og leyfa mönn-
um að koma upp í flugvélina og
fljúga yíir bæinn og nágrennið, svo
að þeir sannfærðust um hve ágætt
þetta nýa samgöngutæki væri.
Flugvélin hafði bækistöð sína á
túni, sem Eggert Briem í Viðey
átti suðvestast í Vatnsmýrinni. —
Þetta var flugvöllurinn, þar tók
hún sig upp og þar settist hún.
Syðst og vestast var flugskýlið, en
leiðin inn á túnið lá frá Laufásvegi
eftir troðningum suður mýrina, á
svipuðum slóðum og nú er Njarð-
argata. Túnið var umgirt gadda-
vírsgirðingu og var hlið þar sem
troðningarnir lágu að henni. Þessa
leið íór fólk suður á völl, þegar það
fór að horfa á flugsýningar, eða
fljúga.
Nú var það 26. júní að listflug
skyldi sýnt í fyrsta skifti og mönn-
um síðan gefinn kostur á að fljúga.
Streymdi þá múgur manns suður
á völlinn. Veður var gott, norð-
Sigurberg H. Gislason
vestan andvari en skýað loft. Hófst
svo listflugið og stóð um stund og
dáðust menn mjög að leikni flug-
mannsins og hreyfingum flugvél-
arinnar. Gekk það mjög að óskum
og síðan átti farþegaflug að hefjast.
Flugvélin varð alltaf að stefna upp
í vindinn, þegar hún tók flugið eða
settist og varð því að renna ská-
hallt yfir túnið. Hafði því áhorf-
endum verið strengilega boðið að
standa sem næst flugskýlinu, eða
vestan við sjálft flugtúnið að sunn-
anverðu. En nú fór eins og oft áð-
ur, að menn hlýða ekki settum
reglum. Og undir eins og flogið var
með fyrsta farþegann, þyrptist
fólkið inn á túnið, vegna einhverr-
ar heimskulegrar ímyndunar um,
að það mundi sjá betur ef það stæði
sem næst. Stóð það nú í þyrpingu
beint fyrir þeirri stefnu, sem flug-
vélin þurfti að hafa þegar hún hóf
sig til flugs með farþega í annað
skifti. Flugtakið varð ekki svo gott
að flugmaðurinn treystist til að
fljúga yfir hópinn og var um stund
ekki annað sýnna en flugvélin
mundi þeysast beint á manngrú-
ann, og hefði það valdið stórkost-
legra slysi en maður vill gera sér
í hugarlund. — í dauðans ofboði
sveigði ílugmaðurinn því ílugvél-
ina til hliðar. Flugvéhn renndi
yíir túnið og beint á skurð, sem
þar var, hoppaði yfir hann og lenti
á gaddavírsgirðingu og sleit hana.
Ekki sakaði þá, sem 1 flugvélinni
voru, en á braut hennar yfir túnið
lágu tvö lítil börn í valnum, 10 ára
telpa, sem Svava hét og bróðir
hennar, Sigurberg Hafsteinn, fjög-
urra ára. Þau höíðu staðið þar ein
sér og haldizt í hendur þegar flug-
vélin kom brunandi og lauzt þau
til jarðar. Telpan var örend þegar
að var komið, en drengurinn var
með lífsmarki. Var hann íluttur
heim og lá þar milli heims og heljar
í tvo mánuði. Síðan fór hann að
hressast og komst á ról. Hann er
enn á lífi, en aldrei hefur hann
beðið bætur þessa áfalls.
Þetta var fyrsta flugslysið á ís-
landi. Það var átakanlegast vegna
þess að lítil börn skyldi verða fyrir
því. Æska landsins hlaut fyrsta
skellinn af samgöngutæki framtíð-
arinnar. Enginn sakaði flugfélagið
um slys þetta né heldur flugmann-
inn. Það var eingöngu áhorfendum
að kenna. Þeir höfðu ekki fylgt
settum reglum, steypt sjálfum sér
í voða með heimsku sinni og dregið
börnin með sér út á völlinn, þar
sem enginn mátti vera. Vanþekk-
ing almennings á hinni nýu tækni
og þeim hættum, sem henni fylgja,
olli þessu átakanlega slysi.
Foreldrar barnanna voru þau
Gísli trésmiður Gíslason og kona