Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS jtiOfowf 559 '?r Mannfjöldinn á flugsýningunni, sem haldin var hér fyrir skemmstu. Nú er allt breytt frá því sem var 1920. Hér er kominn stór, nýtízku flugvöllur með mörgum rennibrautum, og þar er svo rúmt að mannfjöldi getur hafzt þar við án þess að nokkrum sé hætta búin. Þó mun hafa borið á því að þessu sinni, eins og áður, að fólk hlýðir ekki settum reglum, allra sízt unglingar. hans Kristbjörg H. Helgadóttir. Þau eru enn á lífi og eiga heima í Reykholti við Laufásveg og Sigur- berg sonur þeirra hefur alltaf verið hjá þeim. — - 4 Núna um daginn, þegar hin mikla flugsýning var haldin hér, varð mér sem öðrum, er svo langt muna, að bera saman í huganum hvernig nú er umhorís á sviði ílugmálanna, og hvernig var fyrir rúmum 30 ár- um þegar flug hófst hér á landi og aðeins íáa framsýna menn dreymdi um það að flugsamgöngur ætti mikla framtíð fyrir sér hér. Draum- ur þeirra hefur fyllilega rætzt og máske langt þar fram yfir. Eða skyldi nokkrum manni hafa komið til hugar þá, að eftir 30 ár hefði íslenzkar ílugvélar farið til Kal- kútta í Indlandi, Venezuela og nyrztu pólarhéraðanna á Austur- Grænlandi og allt þar í milli? Fyrir rúmum 30 árum þótti það ævintýr að fljúga upp undir Esju. Nú fljúga menn heimsálfanna milli og það er ekki talið til tíðinda. Fyrsta flugvélin gat borið einn farþega. Nú eru hér ílugvélar sem bera 50 farþega og farangur þeirra. Hér eru komnir nýtízku flugvell- if, þar sem alls öryggis er gætt. En út um land er flugvöllum víða áfátt enn, og oft er flug'vélum lent þar sem enginn flugvöllur er, heldur aðeins lendingarskilyrði gerð af náttúrunnar höndum. Þeim svipar til fyrsta ílugvallarins hér, eða flugtúnsins, sem kallað var. Og sem ég leit yfir þá staði í huganum, varð mér hugsað á þessa leið: Geta ekki skeð þarna sams konar flug- slys og skeði hér á Briemstúni í júní 1920? Getur ekki athugaleysi almennings enn, alveg eins og þá, orðið orsök slysa, þrátt fyrir alit öryggi í ílugsamgöngum? í sam- bandi við þetta fannst mér svo rétt að rifja upp fyrsta flugslysið á ís- landi, ef það mætti til varnaðar verða. _ - Ég fór að finna Gísla Gíslason til þess að spyrja hann um slysið. Gísli er enn sívinnandi, þrátt fyrir háan aldur. Hann starfar hjá bæn- um og ég hitti hann í smíðastofu í „Oturs“-stöðinni gömlu, þar sem er áhaldahús bæarins. Við gengum inn í kaffistofu starfsfólksins og ég sagði honum erindi mitt og bað hann að segja mér frá því með hverjum hætti slysið hefði viljað til. Hann setti hljóðan fyrst í stað og ég fann að ég hafði ýft upp gamalt sár, og hafði það þó ekki verið ætlan mín. Svo sagði hann: — Þótt langt sé nú um liðið, má ég aldrei óklökkvandi á þetta minn- ast. Og það er meðfram vegna þess, að mér hefur oft fundizt að ég geti kennt sjálfum mér um hvernig fór. Ég var umsjónarmaður á íþrótta- vellinum þetta sumar og það var víst vegna þess að ég var beðinn að halda vörð við hliðið á flugtún- inu og líta þar eftir. Við vorum fjórir saman þar. Áður en ég fór að heiman, spurði litla stúlkan mín, hún Svava, hvort hún mætti ekki koma út á völlinn til þess að horfa á. Og mér varð það á að segja henni að hún mætti koma, ef hún kæmi nógu snemma. Ég var þá viss um að ég mundi verða hennar var við hliðið og geta haft eftirlit með því, að hún færi sér ekki að voða. Við stóðum nú þarna við hliðið og fólkið streymdi inn, en ekki kom telpan. Svo sá ég að eitthvað þvarg varð við flugvélina og taldi mér skylt að hlaupa þangað til að greiða úr því. Ég bað mennina, sem hjá mér voru að taka á móti telpunni, eða börnunum ef þau kæmi og hleypa þeim ekki inn á völhnn á meðan ég væri burtu. Svo flýtti ég mér þangað sem flugvélin stóð. — Hreyfillinn var í gangi, en flug- vélin horfði beint við áhorfenda- hópnum. Ég kallaði til flugmanns- ins og bað hann um að færa sig lengra burtu, en hann hefur víst ekki heyrt það fyrir hvininum í skrúfunni. Ég tók þá í sporðinn á flugvélinni og sneri henni þarmig, að hún stefndi ekki beint á fólkið. Hún var lauflétt og þetta var ekki mikið átak. En svo kemur einhver strákur hlaupandi og snýr vélinni aftur eins og hún hafði snúið, beint á fólkið, og um leið fer hún á stað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.