Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Side 10
560
LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS
Ég lít í dalnum löngu horfna byggS,
þar liggja spor við götu mína falin.
Stígin af fótum þeirra er tóku tryggð
við túnið græna, bæinn sinn og dalinn. •
Um grænar hlíðar glitra daggar tár,
og gróðurmoldin fyllir loftið angan.
Þar hoppa lækir, hjala silungs ár,
og liljóður blærinn strýkur létt um vangann.
f hlíðar halla stendur bóndabær,
með hurstir vaxnar grænum mosa skófum.
í þýfðu túni þögull bóndinn slær,
hans þreyttar hendur bera sigg í lófum.
Hann glepur fátt en gleðst við þögn og starf,
sér gæfu leitar hann í verki þungu.
Með knýttar herðar kotungsneyð í arf,
en konungs lund er meitlar svip og tungu.
Það er svo margt, sem augun fyrir ber,
í undraheimi, dal við fjallarætur.
Við bæar vegg er barn og leikur sér,
af blautu grasi vökna smáir fætur.
Að laufi grænu lítil hönd er rétt,
og ljúfu auga brosir saklaus drengur,
er leitar gulls við hlaðna hellu stétt,
og hvar sem víðar lítill fótur gengur.
Þú horfna kynslóð, hljóð er dala byggð,
þinn hörpustrengur brostinn fyrir löngu.
Á guð þú lagðir bæði traust og tryggð,
með trú í hjarta þína vegagöngu.
Við drottins hönd var dagsverk unnið þitt,
við drottins borð var kropið hinzta sinni.
Af hjartans grunni litla ljóðið mitt,
skal lagt í sveig er helgast minning þinni.
VALDIMAR GUÐMUNDSSON
frá Högnastöðum.
— Flugmaðurinn sá sitt óvænna,
sveigði til hliðar — og þá urðu
börnin fyrir flugvélinni. Þau höfðu
komið að hliðinu rétt eftir að ég
fór þaðan og mennirnir höfðu
hleypt'þeim inn. Og svo fóru þau
að leita að mér og vissu alls ekki
að nein hætta væri yfirvofandi.
Svava litla beið bana samstundis,
en drenginn bar ég heim til Hall-
dórs læknis Hansens. Læknirinn
hugði honum ekki líf. Drengurinn
var ekki með mikla áverka útvort-
is, en hann hafði meiðst mikið í
höfðinu og innvortis.
Ég ætla ekki að lýsa því hvert
áfall þetta varð fyrir móður þeirra.
Þeir, sem börn eiga, geta bezt gert
sér það í hugarlund. Sjálfur var ég
varla mönnum sinnandi lengi á
eftir. Á mig sótti sífelt þessi ásök-
un: Ef þú hefðir verið kyrr við
hliðið, þá hefði þetta ekki komið
fyrir! Ég reyndi að þagga það niður
með því, að það hefði verið skylda
mín, sem eftiriitsmanns á flugtún-
inu, að fara frá hliðinu þegar ég
sá að eitthvað var að hjá flugvál-
inni. Þá kom önnur ásökunin: Þú
þurftir ekki að hlaupa út að flug-
vélinni, þú gerðir þar ekkert gagn!
Og aftur reyndi ég að svara, að það
hefði verið skylda mín. Þannig
barðist ég við sjálfan mig lengi, og
það er hvað þyngst í mótlætinu,
ef manni finnst sjálfskaparvíti eiga
þar sök á. Þetta voru þungbærir og
erfiðir tímar.---
Lífi drengsins var bjargað. Hann
er nú fullorðinn maður, en hann
býr enn að áfallinu. Já, og ég*held
að við foreldrarnir höfum aldrei
náð okkur eftir það.
----
Þannig var saga Gísla. Ég get
bætt því við, að þá voru engar al-
mannatryggingar og þau hjón hafa
ekki fengið neinar bætur. Flugfé-
lagið var fátækt, enda taldi það sig
ekki bera neina ábyrgð á slysinu.
Það auglýsti þegar á eftir aðvörun
til almennings um, að það tæki
enga ábyrgð á lífi og limum manna,
hvorki þeirra, semsfæri á loft með
flugvélinni né hinna, sem kæmi til
að horfa á flug. Ef menn vildu vá-
tryggja sig, yrði það að gerast sér-
staklega, og fyrir forgöngu þess var
það svo víst að rúmum hálfum
mánuði seinna var auglýst að
menn gæti tryggt sig hjá vátrygg-
ingarskrifstofu Gunnars Egilson.
En það gilti víst aðeins um þá, sem
flugu.
Einhverjir höfðu slasazt lítils-
háttar við það að gaddavír sveifl-
aðist á þá um leið og flugvélin sleit
girðinguna. Sjálf var flugvélin lítt
skemmd að öðru en því, að skrúfan
hafði brotnað. Var fljótt gert við
það og ný skrúfa sett á í staðinn,
og svo hófust farþegaflug að nýu
hinn 30. júní. Kepptust menn um
að fá að fljúga, eins og ekkert hefði
í skorizt. Litla stúlkan var jarðsett
8. júlí og síðan smáfyrndist þetta
sorglega slys hjá öllum nema þeim,
sem í 33 ár hafa borið harm sinn í
hljóði og mega ekki enn óklökkv-
andi á það minnast.
Á. Ó.