Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
vinstri í því næsta, og þannig til
skiptis úr því, þar til fláttan er
orðin nógu löng. Meðalflátta er hér
um bil 2 álnir. Flátturnar má vefja
upp í stöngla, þegar þær eru ekki
í notkun, og eru þær ekki ósvip-
aðar gluggaskýlum (Jalousier).
íslenzka kornið er verkað á vet-
urna í sofnhúsunum. Aðallega má
skifta sofnhúsverkunum í þrennt:
1) Það er kynt undir korninu til
þess, er það álízt nægilega heitt til
þreskingar, en hún fer fram á þann
hátt að: 2) hið hitaða korn er
troðið og 3) það er driftað. — Vil
ég nú leitast *við að lýsa þessum
verkum hverju fyrir sig.
Áður en byrjað er að kynda er
röftum og fláttum í sofnstæðinu
komið í lag, og er það nefnt að búa
um sofninn. Er svo borið á, sem
kallað er, þ. e. kornið er tekið úr
lönunum og borið í pokum að sofn-
húsinu. Síðan er því hellt um gat,
sem er á þekju sofnhússins, niður
á sofnstæðið og jafnað um það eða
breitt úr því. Vanalega eru bornar
á ca. 2 tunnur af komi í einu, og
nefnist það sofn. Sá, sem kyndir,
fer vanalega á fætur um miðja nótt
í skammdeginu, — því að á þeim
árstíma var algengast, að unnið
væri að verkum þessum, — og var
byrjað svo snemma, til þess að
dagurinn entist til að verka sofn-
inn. Kyndir hann nú bál mikið
undir sofnstæðinu og heldur því
áfram í klukkutíma eða vel það.
Til eldsneytis brúkast þurrkaður
melur, sef og skógarviður, ef til er, i
o. s. frv. Síðan lætur kyndarinn
eldinn dvína og reykinn rjúka út,
(gatið á þekjunni er einnig til þess
að reykurinn komist út, og er hurð
höfð fyrir skjól), en fer svo upp á
sofnstæðið til að hræra í korninu,
svo að það hitni jafnt, og er það
nefnt að snúa á. Þetta er endur-
tekið 4—5 sinnum, og er jafnan
kynt og snúið á á víxl. Er það nefnt
ein hita, sem kynt er á milli þess
Grunnflötur sofnhúss. Sporaskjan í
innri kró á að tákna eldstæðið, en
hringurinn treðslubyttuna.
að snúið er á. Nokkuð tekur það
misjafnlega langan tíma að kynda
hvern sofn eftir því, hvernig kornið
er. Hafi hitnað í korninu, meðan
það var í lönunum, útheimtist
skemmri tími til þess að fá það
full-kynt. En sá galli fylgir því
aftur á hinn bóginn, að þá verður
það ekki eins kjarngott, eins og ef
það er „grænt“ og óornað, þegar
það er tekið til kyndingar úr lön-
unum.
Sá, sem kyndir, reynir, hvort full
-kynt er, með því að taka dálítið af
korni og núa það milli handanna.
Losni sáðin (þ. e. hýðið, sem hylur
kornið) utan af og tininn — en
svo nefnist ávallt hið verkaða ís-
lenzka korn — kemur í ljós, þá er
álitið, að kornið sé full-kynt, og
látið þar við sitja. Lægðin, þar sem
eldurinn var, er svo fyllt upp og
tyrft yfir. Þegar því er lokið, er
farið að taka ofan sofninn, þ. e.
korn það, sem búið er að kynda, er
látið í poka, þannig að gert er dá-
lítið op á sofnstæðið og korninu
síðan sópað um það niður í poka-
opið, sem haldið er í sundur þar
fyrir neðan. En til þess að korn
það, sem fer utan hjá, þegar því er
sópað niður, og það, sem loðir í
fláttunum, fari eigi til ónýtis, eru
breidd á gólfið fyrir neðan sofn-
fZZ: 563
stæðið brekán, pokar eða því um
líkt. Er því síðan safnað saman og
það látið saman við hitt kornið.
Síðan er kornið troðið. Fer það
verk fram í tunnu þeirri, sem áður
er lýst og nefnist bytta eða treðslu-
bytta. Er hún hér um bil hálf-fyllt
af korni því, sem nýbúið er að
kynda. Við verkun kornsins þurfa
að vinna auk kyndarans a. m. k.
tveir menn. Fer nú sá, sem treður,
ofan í tunnuna á nærklæðum og
berfættur og hrærir í korninu með
fótunum sitt á hvort, svo að það
er á einlægri hreyfingu í byttunni.
Styður hann sig við barmana á
henni, og er verk þetta líkast því,
sem verið er að þæfa voð, en þó
ennþá erfiðara, enda er sofnhús-
verkum yfirleitt við brugðið fyrir,
hvað þau séu lýandi og óholl. Við
núninginn, sem kornið mætir á
þennan hátt í byttunni, losna sáð-
in (þ. e. hýðið) utan af því.
Þegar búið er að troða nokkura
stund, er farið að drifta, þ. e. að-
skilja tinann eða hið hreina korn
frá sáðinni eða hýðinu utan af því,
og er það gert þannig: Sá, sem
driftir, notar til þess trog, álíka að
stærð og venjulegt mjólkurtrog og
í engu frábrugðið nema að því leyti
að á göflum þess eru handföng, sem
eru negld á eftir endilöngu, og
er haldið um þau, þegar driftað er.
Sá, sem treður, eys nú korni úr
byttunni með höndunum upp í
trogið, meðan hinn heldur því upp
við tunnubarminn, þar til trogið er
vel hálft. Að því búnu fer sá, sem
driftir, inn í innri kró sofnhússíns
og hristir til trogið ótt tig'títt, svo
að kornið, sem í því er, lyftist dá-
lítið upp frá botninum í hvert
skipti, sem hrist er. Sáðin, sem er
miklu léttari í sér en tininn, sezt
því smátt og smátt ofan á í trog-
inu, og af loftsúginum, sem mynd-
ast við hina snöggu^hreyfingu, fýk- *
ur hún út yfir trogbarminn. Síðan
er tininn látinn í poka og byrjað