Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Blaðsíða 14
' 564
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
upp á nýan leik, og þannig er
haldið áfram að drifta, þar til
tunnan — eða byttan, sem hún
vanalega er nefnd — er tóm. Þessi
fyrsta hálftunna, sem troðin er, er
nefnd fyrsta skarnbytta. Þær eru
4 alls, ef gengið er út frá því, að
einn sofn sé tvær tunnur af óverk-
uðu korni.
Þegar búið er að troða og drifta
skarnbytturnar, er farið að verka
tinann eða hið hálfhreinsaða korn,
sem hefur verið látið í poka jafn-
óðum og það hefur verið driftað.
Því er skipt í tvær byttur, sem
nefnast tinabyttur, og er að öllu
leyti sama aðferðin við hreinsun
þeirra sem við skarnbytturnar. —
Þessi seinni vinna er aðeins til þess
að fullkomna verkunina. Tekur það
mjög mislangan tíma að troða tina-
byttuna, sökum þess að það gengur
verr af t. d. grænu korni en því,
sem ornazt hefur í lönunum. Einn-
ig kemur það fyrir, að kornið er
lin-kynt, sem kallað er, og er þá
nær ómögulegt að ná af því sáð-
inni, einkum ef kornið er grænt
eða óornað.
Þegar aðeins tveir menn verka
kornið, skiftast þeir oftast á um
að troða og drifta, en annars er
hægara, enda fullt svo algengt, að
tveir troði til skiftist og einn drifti,
þannig að þrír vinni að verkun
sofnsins. — Töluverður vandi er
að drifta, og kunna það eigi allir,
þó þeir að öðru leyti séu vanir
sofnhúsverkum. Sáðin, sem kemur
af korninu, er lík, þegar á henni
er tekið, sagi, og má hafa hana til
eldsneytis með öðru, þegar kynt
er. Auk þess rýkur úr korninu,
þegar það er driftað, nokkuð, sem
nefnist dumba, sem er mjög létt,
Ijósleitt duft. Sezt það á sofnhús-
veggina í þykkum lögum í hvert
skifti, sem verkað er. Sömuleiðis
loðir hún mjög í fötum sofnhús-
\ manna.
Tirinn er grár að lit, þegar verk-
un hans hefur tekizt vel, en hafi
kornið verið blautt, þegar það var
sett í lanirnar, svo að hitnað hafi
í því, verður hann dökkleitur —
næstum brúnn — á lit og tapar þá
mjög í næringargildi. Nýverkaður
er tininn svo harður, að hann
hrekkur hæglega í sundur, en svo
linast hann smám saman upp við
geymsluna. Hvert tinakorn er nokk
-uru minna en rúgur og flatara,
með rauf í miðjunni eftir endi-
löngu.
NYTJAR KORNSINS
OG NOTKUN
AF framansögðu er það auðséð, að
allmikill tími og fyrirhöfn fer í að
skera upp og verka íslenzka kornið
til manneldis. Er mjög mikið álita-
mál, hvort slíkt myndi borga sig á
slægjujörðum, þar sem menn verða
að hætta við sláttinn nokkuru fyrr
en vanalegar heyannir eru úti til
þess að skera melinn, áður en hann
sáir sér. En hvað sem því líður,
hefur íslenzka kornið um langan
aldur verið mjög mikilsvert atriði
í afkomu og lifnaðarháttum íbúa
sveita þeirra í Vestur-Skaftafells-
sýslu, þar sem aðal-heimkynni þess
er, en þær sveitir eru einkum
Meðallandið og Áftaverið. Það er
álit margra gamalla og reyndra
manna á þessum slóðum, að eigi
yrði lífvænlegt í sveitum þessum,
ef melskurður yrði lagður niður
eða bannaður, eins og komið hef-
ur til tals í þeim tilgangi að hindra
sandfokið. Ég skal engan dóm á
leggja um það, hvort slíkt hafi við
rök að styðjast, en vil einungis
sýna fram á með tölum, hve mikið
einn meðal-bóndi fær af verkuðu
korni árlega. — Eftirtekjan eftir
hvern sofn er frá 40—50 pund eða
til jafnaðar 45 pd. Þegar vel lætur
í ári, kyndir meðal-bondi 8 sofna,
og verður eftirtekjan öll sam-
kvæmt því um 860 pund aí verkuou
korni.
Margir fátæklingar kaupa sára-
lítið korn til vetrarins, heldur láta
sér nægja hið íslenzka, og þótt það
auðvitað sé ekki jafngott í allan
mat og sé fremur hveitilítið, þá
virðist það vera mjög hollt. Til þess
virðist sú staðreynd benda, að ein-
stöku menn hafa lifað á því um
veturna, nær eingöngu, ásamt garð-
ávexti; mjólk og kjöt hefur hjá
slíkum mönnum verið af mjög
skornum skammti.
Matur sá, sem búinn er til úr
melkorninu ísíenzka, er einkum
brauð og hið svonefnda deig, en
það er þykkur jafningur úr mjólk
og tinamjöli. Bezt þykir að blanda
því saman við annan kornmat út-
lendan, t. d. þegar það er notað í
slátur eða brauð.
Bændur þeir, sem hafa íslenzka
kornið til búsílags og búdrýginda,
þurfa auðvitað minna að kaupa af
útlendum kornvörum en hinir, s^m
ekki eru þessara hlunninda aðnjót-
andi, og virðist sparnaðurinn í
fljótu bragði allmikill, en það er
þó aðgætandi, að heyskapurinn
getur oft og tíðum liðið töluverðan
baga við melskurðinn, svo að við
það tapar landbúnaðurinn nokk-
uru. Á hinn bóginn er þess að gæta,
að flestir þeir, sem melskurð
stunda í áðurnefndum sveitum,
hafa svo litlar slægjur, að oft er
sláttur hér um bil úti, þegar mel-
skurðartíminn byrjar, og bætir það
nokkuð úr skák, en þó eigi alger-
lega.
Það, sem þá er úti af heyi, hvort
sem það er mikið eða lítið, verður
að mestu leyti að eiga sig, meðan
á melskurðinum stendur, þar eð
eigi veitir af, að sem flestir starfi
að honum, og er þá undir hælinn
lagt, að það náist allt óhrakið. Væri
um góðar heyskaparjarðir að ræða,
þá mundi melskurðurinn því tæp-
lega svara kostnaði. — Hitt er ann-
að mál, að fyrr á tímum hefur mel-
kornið vafalaust oft forðað mönn-