Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Qupperneq 15
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
565
NÝ BÆANÖFN
LESBÓK hefir borizt eftirfarandi
grein og þykir það orð í tíma talað.
Meðal hinna merkustu minja frá
landnámsöld eru bæarnöfnin. —
Flestir bæir á íslandi bera enn
þann dag í dag nöfn þau er land-
námsmenn gáfu þeim. En hvernig
heíir þessara minja verið gætt?
Ekki er mér kunnugt um, að neht
hafi verið gert til að íyrirbygg'ja
nafnbreytingar á bæum, þvert á
móti hafa nafnbreytingar átt sér
stað beinlínis vegna opinberrar til-
hlutunar.
Þegar lögin um nýbýli voru sett,
fengu engir nýbýlastyrk, nema
þeir reistu allt af grunni. T. d. var
ekki hægt að fá styrk til að byggja
upp fallin bæarhús. En bóndi, sem
svo var ástatt um, gat fengið ný-
býlastyrk, ef hann endurbyggði
bæ sinn í túnjaðri og gaf nýbýlinu
annað nafn, en gamli bærinn bar.
Ég var nýlega á ferð um Húna-
vatnssýslu og Skagafjarðarsýslu
með kunnugum manni. Hann
benti mér á nokkur nafnaskipti á
jörðum í þessum héröðum.
Fallandastaðir (í Hrútafirði)
heitir nú Brautarholt
Smyrlaberg (í Ásum) Sunnuhlíð
Kot (í Vatnsdal) Sunnuhlíð
Syðra-Tungukot (Blöndud.) Brúarhlíð
Ytra-Tungukot (Blöndud.) Ártún
Eiríksstaðakot (íSvartárdal) Brattahlið
Eyvindarstaðagerði (í Bl.d.) Austurhlíð
Hóikot (í Skagaf.) Birkihlíð
Lilla-Seyla (i Skagaf.) Birkihlíð
Skinþúfa (í Skagaf.) Vallanes
Úlfsstaðakot (í Skagaf.) Sunnuhvoll
Kúskerpi (i Skagaf.) ?
um frá hungri og' harðrétti, þegar
illa lét í ári, hvort heldur var af
völdum tíðarfarsins eða verslunar-
ánauðarinnar.
Lengra nær þessi upptalning
ekki, en hún ætti að nægja til að
sýna að hér er fullkomin hætta
á ferðum. Svo getur hver sem vill
skygnst um sína sveit. Jarðamats*
bókin síðasta getur um nokkrar
nafnbreytingar, en alveg virðist
það af handahófi.
Hin nýju nöfn eru flest eða öll
mjög hversdagsleg og ómerkileg.
Sama gildir um flest heiti nýbýla,
sem ég hefi heyrt. Það lítur út
fyrir að nútíma íslendingar séu
ekki eins orðhagir og mennirnir,
sem gáfu örnefni á landsnámsöld.
Nú heyrast ekki nýyrði á borð við
Glóðafeyki, Tindastól, Tröllakirkju
og fleiri fögur örnefni frá land-
námsöld, hvað sem því veldur.
En málið verður fátækara en
áður þegar hverfa bæanöfn eins og
Fallandastaðir, Smyrlaberg, Skin-
þúfa og Kúskerpi.
123.
★★★★★★
Flöskuskeyti
ENSKUR drengur, Robert Spinks,
fann í fyrra flösku rekna hjá Yar-
mouth, og þar sem hann var aðgæt-
inn, tók hann eftir því að bréfmiði
var í henni. Á þessum miða stóð, að
flöskunni hafi verið fleygt i sjó hjá
Melba í Ástralíu hinn 1. janúar 1949.
Hún hafði því vcrið rúmlega þrjú ár
á leiðinni „hálfan hnöttinn kring“.
Flöskur eru alls staðar á reki um
úthöfin. Sumar eru tómar, en sumar
eru boðberar frá mönnum, sem eru i
hættu staddir, eða frá vísindamönnum,
sem nota þessa aðferð til þess að kynn-
ast straumum í höfunum og fiskgöng-
um. En allur fjöldinn af flöskum þess-
um hefir ekki arrnað en eitthvert bull
inni að halda, því að ótölulegur fjöldi
manna gerir það að gamni sínu að
setja miða í flösku og fleygja henni í
sjó. Eru þær ekki til neins gagns nema
ef ráða má af þeim eitthvað nýtt um
hafstrauma.
Margar vísindastofnanir senda árlega
frá sér fjölda flöskuskeyta. Má þar
sérstaklega nefna tvær báðum megin
Atlantshafsins. Er það Marine Bio-
logical Association í Englandi og
Hydrographic Department bandaríska
flotamálaráðuneytisins. í hverri flösku,
sem þessar stofnanir senda, er miði
prentaður á nokkrum tungumálum
cg á finnandi að útfylla hann eftir
því sem til er sagt og senda hann síð-
an til viðkomandi stofnunar. Venju-
lega fá menn íundarlaun.
En það var sú tíðin, að mcnn máttu
ckki opna flöskurnar, heldur áttu að
skila þcim til yfirvalda, og gat líflát leg
ið við. Ástæðan til þessa var súaðá dög
um Elisabetar hinnar fyrri Englands-
drotningar, fann sjómaður flöskuskeyti
hjá Dover, og flutti það frétt, sem ekki
var ætluð almenningi. Þar sagði að
Hollendingar hefði tekið af Rússum
og lagt undir sig Novaya Zemlya land-
ið í íshafinu, 30.000 fermílur að stærð.
Út af þessu var þuð svo að enska
stjórnin skipaði sérstakan mann til
þess að opna hverja flösku, sem bær-
ist á land, og mátti enginn annar gera
það. Þetta fyrirkomulag helzt fram á
daga Gcorgs III.
Flöskur geta flækst lengi í hafi áð-
ur en þær ber að landi. Þannig var
það, að fyrfr nokkrum árum fann
rússneskur bóndi flösku rekna á land
á eynni Vikitshi, sem er norður í ís-
hafi. Hann opnaði flöskuna og náði
úr henni skeyti, en vegna þess að
hann var ekki læs, sendi hartn miðann
til yfirvaídanna i klurmansk. Kom þá
í ljós að þetta var neyðarkail, ritað á
norsku og ensku: „Fimm hestar og
150 hundar eftir. Vantar héy, fisk og
30 sleða. Verð að snúa við snemma í
ágúst. Baldwin.“ Þetta skeyti var 45
ára gamalt. Það var frá Evelyn Ba'.d-
win íshafsfara, en hann var lalinn
af 1902. Samt komst hann heim ásamt
fylgdarliði sínu cn hann var dáinn
eðlilegum dauðdaga löngu áður en
þetta neyðarkall hans kom í leitirnar.
Flöskuskeyti eru yíirleitt sein) í
ferðum. Er talið að meðalhraði þeirra
muni vera um hálf ensk míla á klukku-
stund. Ein flaska fór þó þúsund míl-
ur á tveimur mánuðum og önnur íór
á 33 dögum frá Newíoundland til
Donegal. Annars er ekki gott að ákveða
hve lengi flöskuskeyti eru á leiðinni,