Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1953, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1953, Qupperneq 10
576 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Togarinn Bjarni Ólafsson .x-yi strandaði á Akram hvali á þessari vertíð. í sumar unnu á stöðinni og um borð í veiðiskipunum 125—130 manns. SLYSFARIR OG ÓHÖPP Karl Stefánsson lögregluþjónn í Hafnarfirði, drukknaði í Innri-Njarð- vík (2.) Erlendur starfsmaður á Keflavíkur- flugvelli varð undir vegþjöppu og bcið bana af (2.) Árekstur varð miili tveggja bifreiðá á Bústaðaholti í Reykjavík. Skemmd- ust báðar bifreiðarnar mikið, en fólk sakaði ekki (3.) Guðjón Jónsson yfirverkstjóri SR á Siglufirði slasaðist við uppskipun og varð að flytja hann með flugvél til Landspítalans (3.) Telpa á 4. ári, Daðey Pétursdóttir, aðkomandi á Hólmavík, viltist þaðan í góðu veðri. Var hennar lengi leitað af fjölda manns og fannst hún loks örend uppi á fjalli um 10 km. frá Hólmavík (5. og 8.) Bjarni Oddsson laeknir í Reykjavík fórst í bifreiðarslysi (8.) Þórarinn Sigvatsson, Höfða í Dýra- firði, slasaðist að vinnu við brú á Langadalsá og varð að flytja hann til ísafjarðar í spítala (11.) Vb. Mummi sigldi á lítinn trillubát frá Ólafsvík. Trillan sökk, en tveir menn, sem á henni voru, björguðust með naumindum (11.) Magnús Einarsson frá Nesi í Grunna- vík, var að vinna að sprengingum í Aðalvík. Flaug þá steinn frá sprer.g- ingu í fót hans og mölbraut hann. Maðurinn var fluttur til ísafjarð- ar (12.) Bíll með fimm mönnum fór út af veginum hjá Hvítárvöllum í Borgar- firði og fór þrjár veltur. Þrír menn meiddust nokkuð (13.) Þýzkur jarðfræðistúdent, sem var að rannsóknum hjá Síðujökli í sumar, drukknaði í Eiríksfellsá (16.) Kona varð fyrir bíl í Reykjavík og tognaði í baki (16.) Annar stýrimaður á dæluskipinu Sansu, sem var að vinna að dýpkun hafnarinnar í Hornafirði, beið bana af því að vír slóst' í höfuð hans (16.) Sænskur sjómaður hraut útbyrðis af skipinu Bláfell í Faxaflóa og drukkn- aði (22.) Björgólfur Sigurðsson klæðskeri í Reykjavik, varð fyrir bíl og fótbrotn- aði. Sama dag varð áttræð kona, Ketil- ríður Sveinsdóttir fyrir bíl í Reykja- vík og lærbrotnaði (22.) Ingvar Frímannsson bóndi á Ytri- Skógum í Kolbeinsstaðahreppi, fell af hestbaki og beið bana (24.) Sextán ára piltur, Baldur Erlends- son, hvarf heiman að frá sér í Reykja- vík og spurðist ekki til hans síðan (24.) Flórentinus Jensen bifreiðastjóri hvarf heiman frá sér í Reykjavík hinn 7. Lík hans fannst i höfninni hinn 25. Togarinn Bjarni Ólafsson strandaði á Langasandi á Akranesi, en náðist út aftur lítt skemmdur (26.) Sjávarflóð mikið varð á Álftanesi og olli nokkrum landspjöllum (26.) Mannlaus vörubíll rann niður Klapp- arstíginn í Reykjavík og skall á húsi á Laugavegi, þar sem tvær stúlkur voru að þvo búðargiugga og var mildi að þær sluppu lítt slasaðar (29.) Tveir menn, sem voru að vinna við gömlu bryggjuna í Hafnarfirði, slös- uðust nokkuð við það að staur fell á þá, laust annan til jarðar en hinn í, sjóinn (29.) MANNALÁT 1. Bergur Thorberg Þorbergsson, vél- stjóri, Reykjavík. 2. Eggert Magnússon, Tjaldanesi. 3. Chr. Fr. Nielsen umboðssali, Rvík. 3. Einar Benediktsson lofskeytamað- ur, Reykjavík. 5. Jón Jónsson frá Bóluhjáleigu, Rangárvallasýslu. 7. Stefán Sandholt bakarameistari, Reykjavík. 7. Sumarliði Guðmundsson póstur, Valshamri, Geiradal. 9. Helgi Ásbjörnsson í Njarðvík. 10. Frú Ragnheiður Jónasson Hall, Reykjavík. 13. Guðmundur Davíðsson kennari, Reykjavík. 16. Katrín Sigurðardóttir, Stardal, Kjalarnesi. 18. Jón Bergsveinsson verkstjóri, Reykjavík. 20. Óskar Thorarensen forstjóri, Reykjavík. Guðni Þorkelsson legsteinasmiður, Reykjavík. 22. Frú Regína Helgadóttir, Reykjavík. 24. Jóhann A. Bjarnasen, kaupmaður, Vestmanneyum. 25. Loftur Gunnarsson, kaupmaður, Reykjavík. 27. Björn Hallgrímsson kennari, Keflavík. 28. Kristín Sigfúsdóttir skáldkona, Akureyri. 28. Gísli Guðmundsson frá Sölva- bakka í Húnavatnssýslu. ELDSVOÐAR Eldur kom upp í efnalaug í Mjó- stræti í Reykjavík. Urðu miklar skemmdir á húsi, fatnaði og vél- um (1.) Stórbruni varð í Netjagerðinni Höfðavík við Reykjavík og er tjónið talið rúmar tvær milljónir króna. — Sjálfsikveikja olli (4.) Kviknaði í heyi að Lyngholti í Vest- mannaeyum og brunnu þar 600—800 hestar af töðu (5.) Kviknaði í heyi að Skálholti í Bisk- upstungum. Brann þar til ösku hlaða og fjós og mikið af heyi, en í hlöð- unni voru 8—900 hestar af heyi (6.) Eldur kom upp í birgðaherbergi verslunar Slippsins og urðu þar tölu- verðar skemmdir (20.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.