Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 761 Vér erum í þakkarskuld við þá, sem fluttu oss kveðjuna frá Guði? Leggur ekki enn birtu af því ljósi, sem þá var tendrað? Bar ekki litla jólakertið meiri birtu, er vér vorum börn, en þúsund kerta rafmagnsljós nú? Árin færast yfir. En ég sé enn bjarmann og fimm enn ylinn af jólakertinu. Oft náðu þessi orð að hjarta mínu, svo að ég tók við þeim með fögnuði: Hvert fátækt hreysi höll nú er, því Guð er sjálfur gestur hér. Blessum hinar hreinu minning- ar um jólin, sem vér áttum heima hjá föður og móður. Hvar gat há- tíðin verið bjartari? Blessuð jól, bjartari sól leiftrar frá ljósanna stól. Hlusta nú, jörð, á hin himnesku ljóð, helgandi, blessandi synduga þjóð. Guði sé dásemd og dýrð. Ég hugsa með þakklæti um þá, sem bentu mér á fegurð jólanna. En ég segði ekki allt, eins og var, ef ég aðeins segði, að mér hefði verið leyft að halda jól. Mér var sagt frá honum, sem fæddist á jólum. Það var indælt að mega halda jól. En það var aðalatriðið að fá að kynnast honum, sem kom í heiminn til þess að frelsa menn- ina. Ég hugsa um þessi orð: „Maður kom fram, sendur af Guði, hann hét Jóhannes. Þessi maður kom til vitnisburðar, til þess að vitna um ljósið, til þess að allir skyldu trúa fyrir hann. Ekki var hann Ijósið. heldur átti hann að vitna um ljós- ið. Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, var að koma í heim- inn.“ Ég blessa minningarnar um þá, sem vitnuðu fyrir mér um Ijósið. Þeir létu sér ekki nægja að gefa mér hátíð, er væri á enda eftir fáa daga. Þeim var um það hugað, að ég kæmist að innsta kjarnanum, að ég sæi hið sanna ljós. Þess- vegna fluttu þessir vinir mér boð- skap jólanna. Maður kom fram, sendur af Guði. Ég gæti nefnt mörg nöfn, nöfn þeirra sem vitnuðu fyrir mér um hið sanna ljós. Man ég, hvern- ig foreldrar mínir töluðu við mig. Ég geymi í huga mínum orð góðra kennara, ég hugsa með þakklæti um prestinn, sem fermdi mig. Aldrei mun ég gleyma, er hinar vitnandi raddir kölluðu á mig. Æskulíf mitt hefði orðið snauðara, ef ég hefði ekki notið blessunar af vekjandi boðskap þeirra. Ég hlustaði á menn, sem voru sendir af Guði, brennandi í anda kölluðu þeir á æskuna. Svo hug- fanginn varð ég af vitnisburði þeirra, að ég, andlega talað, lifi af því enn. Þá eignaðist ég þann fjár- sjóð, sem skal ekki verða tekinn frá mér. Það var vitnað fyrir mér um ljósið, er kirkjurnar enduróm- uðu af hinum þróttmikla lofsöng. Með gleði gat ég einnig sungið: Sæll er sá máður, er fögnuð þinn fær fundið, þú Guðsbarna lofsöngur skær. Maður kom fram. Vér minnumsc þeirra. Þeir könnuðust við það, að alla blessun fengu þeir frá honum, sem er ljós heimsins. Þeir trúðu, þessvegna töluðu þeir. Um hvað töluðu þeir? Þeir töluðu um hann, sem þeir trúðu á. En hann hafði talað til þeirra. Og upp frá því gátu þeir sagt: Mitt líf er sjálfur hann. En höfum það hugfast, að Guð talar til vor. Þetta skal brýnt fyr- ir oss. Hugsun Guðs skal opinber- ast. Orðið segir frá hugsuninni. Orðið frá Guði segir frá því, hvað Guð hugsar. Hugsun hans er lýst með orðinu, sem opinberast. Hlusta þú, himinn. Hlusta þú, jörð, því að Drottinn talar. Orðið var hjá Guði. En orðið var sent mönnun- um. Hlusta á þenna jólaboðskap: „Guð talar“. En um leið og hann talar, verður það, sem hann vill. Hvað vill Guð? Hann vildi, að kærleikur sinn næði til mannanna, hann vildi, að mennirnir kæmust að raun um, hvernig Guð er. En þá gerðist hið mesta undur kærleikans, hinn mesti viðburður, er orðið varð hold. Það heyrðust ekki aðeins skilaboð við og við. Orðið varð hold. Drottinn kom. Þetta sást og heyrðist. Þá brauzt vitnisburður trúarinnar fram: Vér sáum dýrð hans. Þetta er hinn sanni jólafögnuður, að menn sjái dýrð Jesú Krists. Þessvegna segi ég nú: Horfðu á hann, og þá sér þú dýrð Guðs. Þú skalt virða hann fyrir þér, og þá muntu sjá, hvernig Guð er. Beygðu þig niður að jötunni, og um leið og barnið snertir þig með fingri sínum, finnur þú kærleika Guðs. Fylg honum, sem var í jötu lagður lágt, og þú sérð fótspor Guðs. Nem staðar hjá krossi hans, og þú heyrir Guðs hjarta slá. Með gleði hugsa ég um þá, sem vitnuðu fyrir mér um ljósið. En þá vil ég líkjast þeim og vitna fyr- ir þér um hið sanna ljós. Þó að ég gæti kveikt á ljósum skynsemi, þekkingar og frægðar, og látið þig dáðst að þeim um stund, þá veit ég, að fljótt slokkn- ar á þeim ljósum. En aldrei bregst birtan frá ljósinu, aldrei hverfur bjarmi hinnar skæru Betlehems- stjörnu. Hugsun Guðs var lýst með skýru orði, því að orðið varð hold, og það sást, að Guð er kærleikur. Það sást, er sonur Guðs kom og bjó með oss. í?essi leyndardómur trúarinnar vekur enn undrun og tilbeiðslu. Um leið og vantrúin hneykslast, syngur kristinn söfnuður Guðs heilagan jólalofsöng. Þetta eru hin sönnu jól. Þegar þessi boðskapur var flutt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.