Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Page 4
762 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ur mönnunum ljómaði dýrð Drott- ins. Ég hlusta á hinn himneska pré- dikara, sem segir: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögn- uð, sem veitast mun öllum lýðn- um. Fögnuður, sem er ætlaður öll- um. Hvílík prédikun. Söfnuðurinn ætti að gleðjast. Hver er söfnuð- urinn? Fátækir hirðar á erfiðri næturvöku. Fjárhirðum fluttu * fyrst þann söng Guðs englar, unaðssöng, er aldrei þver. Hversvegna var ekki farið til æðstu prestanna, öldunganna og hinna skriftlærðu? Hversvegna var ekki boðberi jólanna sendur inn í höll Ágústusar? Hversvegna fór hann ekki inn í gistihúsið til þess að halda þessa jólaprédikun fyrir gestgjafanum og gestunpm? Af hverju fór hann ekki þangað? Af því að þar voru menn ekki á hinni heilögu bylgjulengd. Þeir voru ekki hljóðnæmir fyrir jóla- boðskapnum. En orðið, sem kom frá Guði. leitaði þeirra, sem biðu eftir Guði. Fjárhirðarnir hlustuðu með eftir- væntingu eftir rödd frá himnin- um. Eilífðin var lögð þeim í brjóst. Hér var því trúað, að fylling' tím- ans væri komin. Hugurinn var næmur fyrir tign og friði eilífðar- innar. Þessvegna var fyrsta jóla- guðsþjónustan haldin hjá hirðun- um. Ef boðskapurinn hefði verið fluttur í musterinu, þá hefðu menn sagt: „Hér er allt eins og það á að vera, og hér er engrar breyt- ingar þörf“. í höll keisarans hefðu menn sagt: „Hér er nóg af öllu, og engin ástæða til þess að vera að tala um fögnuð og frið.“ í gistihúsinu leituðu menn hinna jarðnesku gæða og þráðu því enga fregn írá hinunsölum. Þeir höfðu nóg yndi af hinum jarðnesku fregnum. En engillinn kom til hirðanna. Þar var höndin, sem tók á móti gjöfinni. Þar var hjartsláttur trú- arinnar. Orð jólaprédikunarinnar náði að hjartanu. Ljósin voru tendruð í kirkjunni, þar sem vítt var til veggja og hátt til lofts, þar ljómaði dýrðarbirtan. Söfnuðurinn hlustaði með gleði á jólaræðuna. Nú varð að syngja sálm, sem væri í hinu nánasta sam- bandi við ræðuna. Þá var sung- inn hinn fyrsti jólasálmur, sung- inn af hinni beztu söngsveit, sálm- urinn um dýrð Guðs og frið á jörðu hjá þeim mönnum, sem áttu velþóknun Guðs. Þessi jólamessa hafði hin mestu áhrif. Hirðingjarnir sögðu ekki: „Þetta voru fögur orð. Vér skulum tala um þetta litla stund og geyma þetta sem fagra minning." Hvað sögðu þeir? Vér skulum fara rak- leiðis til Betlehem og sjá þennan atburð, sem orðinn er og Drott- inn hefir kunngjört oss. Hér var tekin heilög ákvörðun. Rakleiðis skyldu þeir fara, bejna leið að settu marki. Þeir fóru ekki að deila um þetta og spyrja: „Get- ur þetta verið rétt? Hefir oss ekki skjátlast?“ Þá hefði þeir aldrei far- ið til Betlehem. Lærum af hirðunum, hvernig vér eigum að halda jól. Vér eig- um að sjá það, sem Drottinn hefir kunngjört oss. Þetta hefir ekki komið upp í huga nokkurs manns. Þetta er jólagjöfin frá Guði, hin fullkomna gjöf frá honum, sem elskaði heiminn svo heitt, að hann gaf hið bezta og hið mesta, gaf son sinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Trúum Guði, og þá munum vér sjá þann atburð, sem orðinn er. Þá erum vér ekki í vafa, þegar vér vitum, að það er Drottinn, sem hefir kunngjört oss sannleikann. Sjáum þennan atburð, sem orð- inn er, að Guðs sonur gjörst hefir maður, að orðið varð hold. Þetta er hinn mikli leyndardómur, en ekki leyndarmál. Um þetta á ekki að þegja. En um þetta skal vitna. Hugsun mín grípur ekki leyndar- dóminn. En ég trúi með hjartanu, og ég játa með munninum. Jólin koma. Veri þau velkom- in. En aðalatriðið er, að Drottinn kemur. Göngum til móts við hann. Þá er hátíðin ekki aðeins hið ytra, þá er hún í hjartanu. Hirðarnir létu sér ekki nægja að tala um að fara. Þeir fóru með skyndi. Þeir fundu. Þeir leituðu til þess að finna. Þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Það skal enn sannast, að þeir sem leita sam- kvæmt bendingum Drottins, skulu finna. En þeir sem finna geta ekki þagað um hið sannasta og bezta. Hirðarnir hlutu að segja frá því, sem við þá hafði verið talað um hið nýfædda harn. Þannig hljóta þeir að fara að, allir þeir, sem halda jól með trú og lofgjörð í hjarta. Þessvegna opnast kirkjurnar. Þessvegna loga jólaljósin, þess- vegna er prédikað og sungið. Þetta skal kunngjört, að ljósið frá hæð- um hefir vitjað vor. Allir, sem heyrðu hirðana tala, undruðust. Barnið, sem horfir á jólatréð, undrast. Ættum vér ekki að undrast, er vér horfum á hina fullkomnu jólagjöf? Guð gefi oss hátíð heilagrar undrunar, og þá munum vér verm- ast af ástaryl Drottins. Ég bið þess, að jólaijósið megi reka myrkrið á flótta. „Óttist ekki, ég flyt yður boðskap um mikinn fögnuð.“ Þessa jólakveðju sendi ég þeim, sem glaðir eru og fagnandi, svo að gleðin lyftist í hærra veldi. Sú er mín jólabæn, að geislaskin jólastjörnunnar náj til þeirra, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.