Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Side 6
764
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
upp á því snjallræði, til þess að
losa konung við þann kostnað að
reisa nýa kirkju, að hann skyldaði
allar kirkjur á landinu til þess að
leggja fram fé til kirkjubyggingar-
innar eftir efnum og ástæðum. Var
þessi boðskapur tilkynntur á Al-
þingi og sýslumönnum falið að inn-
heimta gjaldið. Mæltist þetta illa
fyrir, en þó söfnuðust 400 dalir og
voru afhentir á næsta sumri.
Þá kom og út viður til hinnar
nýu kirkju og lét Juren Danielsson
þegar byrja á því að reisa hana.
Var þetta mikið hús og hávaxið,
en engir voru í því bitarnir, held-
ur skástífur úr stoðum á sperrur.
Þótti íslendingum þetta byggingar-
lag harla ótrútt, en það vildi Juren
ekki heyra og sagði „að slíkt hús
kynni ekki að forganga“. En það
fór á annan veg, eins og Islend-
ingar höfðu spáð. Rúmu ári seinna
gerði mikið veður, og þá brotnaði
þessi háreista kirkja. Segja íslenzk-
ir annálar að „íslenzkur byljavind-
ur hafi ekki sætt raupi“ Jurens,
heldur brotið kirkjuna svo hún
hrundi í grunn. Þetta er þó ekki
með öllu rétt, því að hinn 12. júlí
1619 fór fram skoðunargerð á kirkj-
unni. Segja skoðunarmenn að hún
sé „ekki embættisfær utan í mestu
stilluveðri“, böndin úr stöfum í
sperrur sé flest brotin og undir-
stokkar klofnir og sundur rifnir;
setja þurfi 13 bita í kirkjuna, en
það sé ekki hægt nema hún sé tek-
in ofan.
Og svo var þessi háreista timb-
urkirkja rifin, en Jakob Pétursson,
sem þá var orðinn umboðsmaður
á Bessastöðum, lét reisa torfkirkju
í stað hennar og notaði í hana við-
ina út hinni hrundu kirkju. Var
þá engin timburkirkja til í öllu
Kjalarnesþingi, og ekki einu sinni
timburþak á neinni kirkju þar.
Þessi nýa konungskirkja á Bessa-
stöðum var með torfþaki, torf-
veggjum og moldargólfi.
Ekki entist þessi kirkja lengi.
Sextán árum síðar segir Pros
Mundt að hún sé orðin svo léleg
að nauðsynlega þurfi að gera við
hana og mun þá einhver viðgerð
hafa farið fram, því að maður
nokkur er látinn greiða 200 dali
fyrir hjúskaparleyfi og á það gjald
að skiítast jafnt til viðgerðar á
kirkjunum á Bessastöðum og í
Viðey.
aá
Árið 1642 er komin ný kirkja á
Bessastöðum og hafði Jóhann
Klein látið reisa hana Var hún
12 stafgólf, með súð og þiljuð öll
nema gólfið í framkirkju, og á
henni voru 8 glergluggar. Senni-
lega hefir hún þó verið með torf-
veggjum, enda þarf fljótt á fé að
halda til viðgerðar. Árið 1652
keypti maður sig undan hýðingu og
var féð látið fara til þess að gera
við kirkjuna. Auk þess lagði kon-
ungur fram 200 dali, en þetta hrökk
ekki. Árið 1655 varð maður nokk-
ur að kaupa sér hjónavígslu leyfis-
bréf og kostaði það 100 dali. Þeir
dalir fóru til þess að gera við
kirkjuna. En mest áskotnaðist
henni þó 1661. Þá var dæmd bú-
slóð af Páli sýslumanni Torfasyni
í ísafjarðarsýslu fyrir það að hann
hefði átt kaupskap við útlendinga,
en konungur breytti dóminum
þannig, að Páll þyrfti ekki að láta
búslóð sína af hendi „heldur gjalda
eftir ýtrustu efnum til Bessastaða-
kirkju“.
Árið 1678 skoðar Þórður biskup
Þorláksson kirkjuna og segir að
hún sé orðin mjög hrörleg og alls
ekki embættisfær í stórviðrum.
Þarfnist hún bráðrar aðgerðar. En
þá er komið nýtt klukknaport, og
hefir Jóhann Klein látið reisa það.
Fimm árum síðar lætur hann svo
reisa nýan kór við kirkjuna og er
þess sérstaklega getið, sem ný-
lundu, að það hafi verið gert án
styrks frá öðrum kirkjum. Af
því mætti ráða, að jafnan hafi
verið leitað til annara kirkna þeg-
ar eitthvað þurfti að hressa upp
á konungskirkjuna. Tveimur árum
síðar lætur svo Heideman endur-
reisa kirkjuna að fullu og er hún
þá talin sterk og stæðileg.
En það er eins og álög hvíli á
þessari kirkju hvað hún endist
illa, enda mun hafa verið vanrækt
að halda kirkjum við. Árið 1697
fer fram skoðunargerð og segir þar
að kirkjan sé mjög léleg, þakið
lekt og hún hafi ekki verið bikuð
árum saman. Jón Vídalín biskup
skoðar kirkjuna 1703 og segir þá að
máttarviðir sé sterkir, en undir-
stöður fúnar, súðin í framkirkjunni
fúin og hrörleg, þakið að framan
með opnum rifum og rjáfrið opið
milli kórs og kirkju. Telur hann
kirkjuna alls ekki embættisfæra.
Eitthvað hefir máske verið dytt-
að að henni þá, en 1718 fer fram
skoðunargerð og segir þar, að
gluggar í kórnum sé brotnir, yfir-
þakið fúið og burt blásið, svo að
rigni og snjói inn. Framkirkjan sé
fúin og ekkert gólf í henni „og þar
vaða menn mold og aur í ökla þeg-
ar blautt er“. Er því ekki furða
þótt þeir dæmi kirkjuna óhæfa til
þess að þar fari fram guðsþjón-
ustugerð. Ekki er kirkjan þó rif-
in, heldur er tveimur árum seinna
lagður skattur á árstekjur allra
kirkna í landinu til þess að hægt
sé að þétta hana. Þó hefir það ekki
tekizt betur en svo, að 1722 er sagt
„að prestur og sóknarfólk verði
holdvott í kirkjunni þegar rign-
ir“.
Árið 1724 fer fram einhver við-
gerð á kirkjunni og þá eru meðal
annars notaðar 120 alnir af vað-
máli til þess að þétta þakið. Er