Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 12
770 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS geymdi það allt, sem búið er að yrkja um Lindina á Garði. Þennan dag var hópmynd tekin af stúdentunum undir linditrénu. Sjálf stóð Lindin í hvað mestum blóma, þó orðin væri hálfr- ar annarrar aldar gömul og gaf ekki eftir fegurstu skógartrjám á mörk- inni úti í guðsgrænni náttúrunni. Á sumarhátíðinni á bjartri júninótt var dansað í laufskálum við Lindina, er var öll ljósum og litskrúði prýdd. — Fleiri tré voru í garðinum og upp eftir tígulsteinsveggjunum vöfðust þéttir vafningsviðir og fléttuðu sam- felldar sígrænar breiður. Á bekkjum undir linditrénu sátu piltar í frítímum með löngu reykj- arpípurnar, er við góða hefð voru lengi á Garði. Þær voru oft fagurlega gerðar og silfri slegnar, og skrambi gátu menn orðið brýstnir með þessar myndarlegu pípur framan á sér og minntu á herralega embættismenn. Þær fóru betur við andlit, sem eigi báru mjög smáskorinn svip. Fær- eyskur stúdenl einn skildi pípuna sjaldan við sig, hann bar hana og allra manna bezt. Inni í garðinum var nægilegt rými fyrir útifundi, er oft var efnt til í félagasamtökum stúdenta, og stjórnmálafundi. Hér undir laufgreinum Lindarinnar stofn uðu Garðstúdentar danska stúd- entafélagið árið 1820. Ferðamanna- hópar fóru hér um og skoðuðu Garð og skólafólk, úr lýðháskólum og kvennaskólum og fleiri skólum víðs vegar að af landinu. kom í stórheim- sóknum á frídögum. Stúdentar sýndu útisjónleiki og heldu samsöngva hér. Mánudaginn fyrir hvíta týsdag var kötturinn sleginn úr tunnunni, og meira var hér um leika og íþróttir. Á Garði var næsta viðburðaríkt með köflum og menn kunnu að gera sér tyllidaga og lyfta sér yfir hvers- dagsstrit, en að jafnaði var langur vinnudagur hjá öllum þorra stúdenta. Vegna Garðstyrksins urðu menn að sýna áskilin námsvottorð missirislega og ljúka tilskildum prófum. Annan hátt gátu þeir haft að vísu, er eigi hugðust að dvelja hér nema stuttan tima og hverfa aftur heim. Þýðing Garðs fyrir íslenzkt menntalif Kaupmannshafnarháskóli var sem kunnugt er um langt skeið æðsta menntastofnun ístendinga og stúd- entum héðan að heiman með Garð- styrknum gert kleift að stunda þar nám, en ella myndi vist flestum hafa verið allar bjargir bannaðar til náms- iðkana við erlendan háskóla. Hlunn- indi þau eða sérréttindi, er íslenzkir stúdentar nutu. voru af konungi stofnuð; var það uppbót eða endur- greiðsla landsskylda m. a., er dregizt höfðu í konungssjóð, af klaustraeign- um vorum eftir siðabót. Stúdentar komu til Kaupmanna- hafnar til háskólanáms héðan að heiman á hverju hausti. Margir áttu hér þó stutta dvöl. Flestir þeirra, er fullnaðarprófum luku, hurfu og heim aftur, en þess voru og dæmi og eigi svo fá, að menn ílentust í Danmörku og komust í embætti í sínu nýa föður- landi. f þessum hópi átti ísland einatt trausta málsvara út á við. íslenzkir menntamenn. búsettir í Kaupmanna- höfn voru mikilvirkir þátttakendur í félagi íslenzkra stúdenta í borginni. En er komið var fram á 20. öldina sigldu utan nýbakaðir stúdentar frá Latínuskólanum í Reykjavík til náms við háskólann eða fjöllistaskólann í Kaupmannahöfn. Fjórir stúdentar af hverjum nýum árgangi stúdenta, er til háskólans komu, og allir að vísu nutu Garðstyrksins, skyldu hafa húsnæði á sjálfum Garði, af aðal- styrknum frádregið sem því svaraði mánaðarlega, eða kringum Vi hluta. — Ungu stúdentarnir munu flestir í fyrstu fremur hafa kosið að velja sér húsnæði sjálfir, heldur en vera á Garði, þar sem sagt var að væri fremur einskorðað og ófrelsi ríkti á ýmsum sviðum, sem þó eigi hafði við nein rök að styðjast. En á það mátti hins vegar líta, að stúdentar á Garði gátu sætt ónæði og lestrartöfum af hálfu annarra stúdenta, er hingað sóttp og auðvitað vel tekið sem aufúsugestum meðal landa sinna. Af stúdentaárganginum frá Latínu- skólanum vorið 1907, munu sjö hafa farið utan til náms um haustið og mættu þegar eftir komuna til Hafn- ar uppi á lestrarsalnum á Garði hjá garðprófasti, er þar veitti móttöku. Er prófastur hafði athugað skilríkin, er lögð voru fvrir hann vegna Garðs- styrksins, ir.nti hann eftir því. hverj- ir æsktu að búa á Garði, en lííið var um svör. Prófastur var þessu víst eigi óvainur og var eigi lengi að ákveða hverjir skyldu fara á Garð- inn og hlutu það fjórmenningarnir eins og hér hermir: Jón Jónasson af Fellsströnd, Ásgeir Gunnlaugsson af Akranesi, Sveinn Valdimar Sveins- son úr Reykjavík og undirritaður. — Fljótt munu menn hafa fundið sig heima á staðnum og sem Garðbúar vorum við Garðstúdentar í fyllstu merkingu. Gagngerar breytingar og miklar viðgerðir fóru fram á Garði um þessar mundir, svo húsnæði var miklu rýmra eftir það, og fekk hver eitt stórt herbergi eða tvö lítil. Úr sögunni var fyrir löngu, að tveir hlytu að vera saman um eitt herbergi. Á Garði komust nýu stúdentarnir í hóp eldri og þroskaðri stúdenta. — Hressandi og heilbrigt félagslíf með glæsibrag var meðal stúdentanna. Dönskum stúdentum var það mikið keppikefli að fá að búa á Garði og njóta Garðstyrksins, en það hnoss fell ekki öðrum í skaut en þeim, er sköruðu mest fram úr og mesta höfðu sýnt ástundun og kostgæfni við nám. Félagasamtök voru hér margs kon- ar og verður því eigi lýst hér nánar, en getið skal þess, að félag íslenzkra Hafnarstúdenta var stofnað 1893 fyr- ir atbeina íslenzkra Garðstúdenta og l

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.