Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Qupperneq 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Qupperneq 17
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 775 Gangan umhverfis Kaaba Nú lá næst fyrir það, sem kallað er „tawaf“, en það er að ganga sjö sinnuiyi umhverfis Kaaba. Þetta verður hver hadji (pílagrímur) að gera þrisvar sinnum að minnsta kosti, í fyrsta skifti þegar hann kemur til Mekka, í annað sinn þeg- ar hann kemur frá Steinkastinu og í þriðja sinn áður en hann kveður staðinn. Fyrstu þrjá hringana á maður að hlaupa við fót, en ganga síðan hægt. Ég vissi ekki hvaða bænir lesa skyldi á þessari göngu, en ég las þær bænir, er mér komu í hug. — Þessar hringferðir umhverfis Kaaba eru táknrænar og eiga að þýða leit sálarinnar að guði. Þúsundir árrisulla pílagríma voru komnar inn í forgarðinn og höfðu hafið gönguna umhverfis Kaaba. Menn tróðust og enginn hugsaði um annan. Sumir þuldu bænir, aðrir voru grátandi, en sum- ir voru sem í leiðslu þarna við helgidóminn. Ég lenti inni í þröng- inni og barst með straumnum Ég hafði verið svo varkár að fá leyfi hjá yfirvöldunum til að taka myndir. Fyrir fáum árum hefði verið óhugsandi að fá slíkt leyfi og ég hefði átt á hættu að vera grýtt- ur af ofstækisfullum pílagrímum. Sanutrúaðir pílagrímar keppast um að fá að þreifa á tjóldum Kaaba og kys&a þau. Kaaba, sem sagt er að Abraham hati reist. Hér sést er verið er að breiða hin glitofnu tjöld yfir hana. __________^ -tjaldinu svo að það lagðist í fell- ingar. Ég fann til blygðunar, eins og allir sannir Múhamedsmenn, þegar þeir standa frammi fyrir helgidóminum, en að nokkru leyti var það þó því að kenna, að ég hafði lofað að taka myndir af helgi- athöfnunum og hinum helgu stöð- um, sem fáir höfðu dirfzt að gera. En tilgangur minn með þessu var hreinn. Ég vildi flytja Vestur- löndum nánari þekkingu'á helgi- siðum vorum og þýðingu þeirra. Fyrir rúmlega 370 milljónir Mú- hamedsmanna, hefur „hadj“, eða pílagrímsgangan djúpa og lifandi merkingu. Og ég hugsaði sem svo: Ef ég get komið með lýsingu og myndir, er að einhverju leyti gæti sýnt umheiminum hverja þýðingu öll þessi viðhöfn hefur fyrir trú- bræður mína, þá hef ég gert mitt til að auka skilning meðal þjóð- anna. Hvers vegna? í fyrsta lagi vegna þess, að Múhamed bannaði allar eftirlíkingar af mönnum, svo að Arabar freistuðust ekki til þess að taka upp skurðgoðadýrkun. í öðru lagi vegna þess, að það hefði verið talið guðlast að koma með mynda- vél inn í helgidóminn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.