Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Síða 22
780
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
eða úlfalda og gefa fátækum kjöt-
ið. Þeir, sem hafa brotið boðorð
Kóransins, fórna oft tveimur eða
þremur kindum til þess að frið-
þægja fvrir yíirsjónir sínar. Þessi
íórnarhátíð stendur í þrjá daga.
En áður en þeir þrír dagar eru
að iuiiu liðnir, verður pílagrímur-
inn að hverta tii Mekka til þess að
fara aðra hringgöngu sína um-
hveriis Kaaba. Faðir minn vildi að
ég iæri í bíl, en ég kaus heldur að
ganga.
Vér hrepptum sandstorm á leið-
inni og hann ætlaði að gera út af
við oss. Það var íarið að halla degi
og ég var orðinn hræddur um
að ég mundi ekki komast nógu
snemma til Mekka til þess að ljúka
göngunni umhverfis Kaaba. — Ég
stöðvaði því bíl og bílstjórinn
leyfði mér að sitja hjá sér, en ég
varð að greiða honum 5 „ríjals“
fyrir það (einn ríjal jafngildir hér
um bil 5 íslenzkum krónum). Hann
kom mér nógu snemma til borg-
arinnar, svo að dagur var enn eigi
af lofti þegar ég hafði lokið hring-
ferðinni, og síðan hljóp ég sjö sinn-
um milli Safa og Marwa og lét að
því búnu laga hár mitt á ný, eins
og siðirnir mæla fyrir um. En þá
var ég líka orðinn þreyttur og
hlakkaði til að koma heim til föður
míns og fá að hvílast þar í næði.
Lagt á stað til Medína
Það var ekkert um næði heima
hjá föður mínum. í garðinum hafði
hópur Javamanna slegið tjöldum
sínum og þar voru þeir að elda
mat. Inni í stofunum á neðri hæð
haíði hópur írakmanna búið um
sig, og í stiganum sátu stórir svart-
ir menn frá Afganistan. — Ég
smeygði mér fram hjá þessum
óboðnu gestum og komst upp á
loft. Þar lagði ég mig á dýnu, með
handlegg undir höfðinu og sofnaði
L þegar. _ ________
Medina, næsthelgasta borg Múhamedsmanna
í sólarupprás vaknaði ég við
morgunkallið: „Bæn er betri en
svefn!“ Á þeirri stundu fannst mér
það mjög vafasamt. En ég gat ekki
hallað mér á vangann aftur, því
að nú kallaði faðir minn:
„Sabah el-kkeir, Abdul Ghafur.
Góðan dag. Ertu vaknaður?“
Að loknum morgunverði töluð-
um vér um hvað nú lægi næst fyr-
ir. Hinni miklu pílagrímsgöngu var
lokið, en ef vér vildum gátum vér
tekið þátt í „ziyarat“, eða pílagríms
göngu til Medina. Mig langaði mik-
ið til að fara þangað, en þá varð
ég að hafa hraðan á, því að ég
varð að vera kominn til Bandaríkj-
anna eftir vissan tíma. En nú vor-
um vér allir pílagrímarnir gestir
Feisals prins, undirkonungs í Hed-
jas og máttum ekki yfirgefa borg-
ina fyr en vér höfðum fengið leyfi
til þess. En yfirvöldin voru treg á
leyfi, vegna þess að Jidda var ekki
tilbúin að taka á móti öllum píla-
grímaskaranum. Ég gekk skrifstofu
úr skrifstofu til að reyna að fá
burtfararleyfi. Ég var með bréf í
höndunum, þar sem embættismað-
ur nokkur í Jidda hafði skrifað á
nafn Feisals prins og að hann ætl-
aði að veita mér viðtaL Að vísu
var þessu viðtali lokið, en mér
fannst ástæðulaust að geta þess.
Og svo fann ég að lokum embættis-
mann, sem helt að prinsinum lægi
á að finna mig, svo að hann gaf
mér skriflegt leyfi til þess að fara
þegar frá Mekka.
(★}
í Medína
Þegar ég kom til Medína rakst
ég þar á ungan mann, sem hafði
verið leikbróðir minn á fyrstu píla-
grímsgöngu minni. En nú var hann
orðinn stór maður með mikið
skegg og hinn tígulegasti í Araba-
búningi sínum. Þarna varð fagna-
fundur og hann bauðst til að fylgja
mér til grafar Múhameds, sem er
í Masjid-al-Nabi (Musteri spá-
mannsins). Musteri þetta er reist
einmitt á þeim bletti þar sem úlf-
aldi Múhameds lagðist fyrst, er
hann flýði til Medína.
Múhamed brýndi það fyrir læri-
sveinum sínum að ekki mætti til-
biðja sig, því að hann væri ekki
heilagur, heldur væri hann aðeins
dauðlegur sendiboði guðs. Og hann
gaf þessi fyrirmæli um seinasta
hvílustað sinn: „Látið aldrei til-
beiðslu fara fram við gröf mína“.