Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Side 24

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Side 24
782 LESBÓK MORGUNBLAÐSIN3 Á söguslóðum Frá Medína íór ég út til vígvall- anna hjá Badr og Ohod, þar sem Múhamed átti orustur við Mekka- búa. Hann hafði orðið að flýa frá Mekka undan Koreish-þjóðflokkn- um, sem helt uppi skurðgoðadýrk- un hjá Kaaba. Þá leitaði Múhamed liðsinnis hjá Medínamönnum og þar gengu margir Gyðingar í lið hans. Þetta voru fyrstu hersveitir spá- mannsins, og þær sýndu það, að hugur ræður hálfum sigri, enda þótt við ofurefli sé að etja. Medína stendur hærra en Mekka og þar er loftslag betra. Að vísu fara þar sandstormar yfir, en þar er mikill gróður. Döðlupálmar gnæfa þar yfir veggi og í görðun- um er gnægð grænmetis. Þar er líka hægt að fá mjólk og kónga- epli, sem áður 9pruttu í aldingarð- inum Eden. (i; Onnur helgasta borgin Tíminn er ekkert í Medína, en eilífðin allt. Og það er talin hin mesta gæfa að fá að deya í þessari næst helgustu borg Islams. Það er mælt, að á degi dómsins muni spá- maðurinn rísa upp, vekja fjöl- skyldu sína og alla Medínabúa frá dauðum, og síðan fari allur skar- inn til Mekka til þess að vekja alla jarðarbúa frá dauðum. Þessi trú á enn mikil ítök í fólki. Ég bauð Zeyahodin, gestgjafa mín- um og vini, að heimsækja foreldra mína í Afríku. Ég lofaði honum því að hann skyldi fá að ferðast þar. skjóta ljón og jafnvel fíla og fá að ganga á fjöll. En hann hristi höfuðið og sagði: „En ef ég skyldi nú deya langt frá Medína, eftir að hafa verið hér svo lengi“. Ég svaraði: „Væri það þá ekki vilji Allah, eða efastu um að hann ráði öllu?“ Hann brosti: „Nei, ég efast ekki um það. En ég get ekki farið heð- an". Flestir pílagrímar, sem fara til Medína, lesa þar að minnsta kosti 40 bænir. Ef þeir lesa 5 á dag, þá þurfa þeir að vera þar í átta daga. Ég hafði ekki tíma til þess að vera svo lengi. Ég varð að fara eftir 10 bænir. — Vinir mínir voru mjög óánægðir út af þessu. En ég vissi að háskólarektorinn í Harvard mundi verða enn óánægðari, ef ég kæmi ekki á réttum tíma. Pílagríniur kveður Flestir pílagrímar, sem kveðja Mekka eftir seinustu hringferðirn- ar umhverfis Kaaba, eru klökkir í huga. Þeir geta ekki vitað hvort þeir muni nokkurn tíma framar á ævinni fá að sjá þennan helga stað. Ég kvaddi Mekka líka með trega, en það var af öðrum ástæð- um. Það er til arabiskt máltæki, sem segir: í fyrstu pílagrímsferðinni sér maður aðeins hús Herrans. í annarri ferð sér maður bæði húsið og Herrann. En í þriðja sinn sér maður aðeins Herrann. Þetta var nú þriðja pílagrímsför mín til Mekka, og mér varð á að spyrja sjálfan mig: Hafði ég með framferði mínu snúið þessu við þannig að ég hafði aðeins séð húsið en ekki Herrann, af því að ég var með hugann fastan við mynda- töku? Það veit Allah einn. Ég gekk enn einu sinni til musterisins og horfði á hina háu veggi þess og turnspírur. Og svo mælti ég fyrir munni mér þessa bæn, sem er kveðjubæn allra pílagríma: „Herra, lít þú í náð á pílagrímsför mína“. SAGA heimsins er þannig, að hinn fullkomni verundur leitast við að framleiða sjálfan sig í hinu ófullkomna efni, snúa hinu ófull- komna til fullkomnunar. Geislanin frá hinum fullkomna til „efnis- ins“ framleiðir ekki þegar í stað hann sjálfan, heldur hrindir „efn- inu“ fram á leið verðandinnar og kemur fram sem kraftur i ýms- um myndum; magnast þá efnið og fer að taka breytingum. Örlítilli ögn af hinu líflausa efni, er fyrir tilkomu kraftarins snúið til lifs. Hinn geislandi kraftur er alltaf hinn sami, en efnið, sem fyrir geislaninni verður, magnast lengra og lengra. Því lengra sem magnanin er komin, því fullkomn- ari afltegund getur hið magnaða tekið við. Þannig magnar hinn fullkomni hið ófullkomna til sín. Takmarkið er fullkomin „har- moni“, samstilling allra krafta og allra tilverumynda. Því nasr sem er fullkominni samstillingu, því fremur verður máttur alheimsins í hverri eind og hverjum einstak- lingi, lífskraftur allra í einum, og eins í öllum. Að vita þetta og lura að stefna í áttina að þessu tak- marki, er upphaf guðsrikis. Það er þessi „leyndardómur ,,guðsríkis“, víxlmagnanin og samorkan, sem Kristur talar um þar sem hann segir: „Verið í mér, þá verð eg líka í yður", eða þar sem hann talar um, að lærisvein- amir og þeir sem á hann trúa fyrir þeirra orð, geti allir orðið eitt, eins og hann sé í guði og guð í honum. Og þetta, að verða allir eitt, er einnig kallað að „vera full- komlega sameinaðir". Vér skiljum nú, hvers vegna Kristur er að brýna fyrir mönn- um boðorð, sem virðist eins fjar- staðlegt, eftir því sem hagar til á jörðu hér, eins og það, að menn eigi að elska náungann eins og sjálfan sig. Það er til þess, að menn geti „orðið eitt“, „sameinazt fullkomlegaorðið guðum líkir. (Helgl Péturss)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.