Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Qupperneq 28
786
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS '
Við fengum margar gjafir og eftir
át kl. 9 fórum við heim og háttuð-
um.
----★----
Gröndal var rúmlega fertugur
þegar hann trúlofaðist Ingigerði,
en hún var 20 árum yngri. Má
því vera að sumum hafi þótt
aldursmunur allmikill og Gröndal
ekki svo fastur í rásinni, sem vera
skyldi. Hann hafði lifað hálfgerðu
ævintýralífi fram að þessu og
hafði ekki atvinnu nema á hlaup-
um.
Þetta var ást við fyrstu sýn, seg-
ir Gröndal sjálfur, og hún hefir
gripið hann sterkum tökum. í 314
ár eru þau trúlofuð og hann getur
varla um annað hugsað en hana.
Ef til vill hefir það skerpt ástina
að tilraunir voru gerðar til þess
að stía þeim sundur. Og hann er
þegar ákveðinn í því að taka sér
fram. Þegar þau að lokum reisa
bú, hefir hann sæmilegar tekjur,
en Magdalena reyndist þeim þá sá
drengur að gefa þeim flest er þau
þurftu af innanstokksmunum.
Þeim líður vel þau árin, sem þau
áttu heima í Kaupmannahöfn, og
á öllu má sjá að Ingigerður hefir
verið hans góði engill. Hjúskapar-
líf þeirra varð farsælt, en stutt
því að hún andaðist aðeins 34 ára
að aldri. Hve mjög hann saknaði
hennar má sjá á þessum orðum í
ævisögunni:
„Eftir að ég hafði misst konuna
mína, þá hvarf mér sá engill, sem
hafði staðið mér við hlið og varið
mig þeim freistingum, sem áður
höfðu hvað eftir annað fellt mig
— nú var ég orðinn einn og að-
stoðarlaus, enginn hirti um mig
nema að amast við mér. Það var
nú horfið, sem hafði haldið mér
við heimilið, en nú átti ég eigin-
lega ekkert heimili. Mitt gamla
villilíf vaknaði aftur, og ég gat
ekkert við mig ráðið“. A.
Þ E G A R litið er á harmsögu
heimsins, er fyrst fór verulega
að sýna sig á striðsárunum 19H
og 1939 og enn heldur áfram og
undirbýr nýtt menningarhrun,
flótta, þrælabúðir, píningarklefa
og dauða grúa manna, þá er þar
umhugsunarefni fyrir hina há-
gáfuðu áhorfendur. Þeim ætti ekki
að dyljast hvað það er, sem að
mannkyninu gengur. Þeim er það
Ijóst fyrir löngu, að „stjómmál"
og „trú“ eru ekki sitt hvað. Trúin
er hin háleitasta þekkingarlind
þeirra hugsjóna og siðferðislaga,
sem allt hið daglega líf verður að
byggjast á. Sú trú, sem ekki ber
í sér þann vísdóm, hefur nnsst
sinn stjómmálalega kraft, það er
að segja hæfileikti sinn til þess að
vera leiðarvísir um réttlæti og sið-
gæði í lagasetningu, en það er
höfuðskilyrði i stjómarfari, sem
er mannúðlegt, framsækið og
gæfurikt. Að kasta trúnni fyrir
borð, ásamt lífsvísdómi liennar, er
sama sem að liella baminu út með
baðvatninu. Það er hið sama og
kasta fyrir borð náungans kær-
leik og siðgæði, en þá kemst ekk-
ert þjóðfélag hjá striði og menn-
ingarhmni.
tifr >
Þcgar mennimir hætta að við-
urkenna „andann, sem lifgar",
hafa þeir ekki að öðm en efninu
að hverfa. Og efnið var svo mælt
og vegið á allan hátt. Árangurinn
varð „nýtízku vísindirí'. Þessi vis-
indi em þrungin af þekkingu á
máli, vog, fyrirferð, stigum og
vegarlengdum, en em gjörsneidd
allri þekkingu á sjálfu lifinu. Þau
geta aðeins hugsað i tölum. Þau
geta ekki hrærst á því sviði sem
vér köllum andlegt, en á þessu
sviði er þó meðvitund mannanna,
hugsun og sálarlíf. En þegar vís-
indin sniðganga þetta þá fá þau
eigi skilið það sem er andlegs eðl-
is, og kalla það því óvísindalegt.
Reynslan hefur þá einnig sýnt að
réttarmeðvitundin, það er að segja
„náunganskærleiki", getur ekki
látið til sín taka á því sviði þar
sem allt er mælt á vog og kvarða.
En þegar menn hafa misst sjónar
á hinum æðstu réttlætishugsjónum
eða kærleikshugsjónum, þá hafa
þeir ekki neitt annað að byggja
tilveru sína á en „valdið“, eða
„rétt hins sterka“.
Slík stjómarstefna, sem afneit-
ar kærleikshugsjón trúarinnar, og
treystir eingöngu á „rétt hins
sterka“, valdboð í stað réttlætis,
hlýtur að leiða til menningar
hmns. Slík stefna hlýtur að leiða
til „allra stríðs gegn öllum“ eins
og nú er komið i Ijós, og milljónir
manna hafa sopið seiðið af.
En þar sem „stjómmálirí‘ em í
samræmi við heimsmyndina, hinn
fullkomna sannleik, þá byggja
þau á bróðurkærleik. Þar þjóna
allir öUum. Slíkt stjórruirfar er í
samræmi við hið eilífa lífslögmál.
Og þegar það samræmi er fengið,
þá verður fagnaðarboðskapur jól-
anna um „frið á jörð“, að vem-
leika.
Hin vísindalega efnishyggja
hefur ekkert fyrirheit handa
mannkyninu. Heimsmynd hennar,
sem byggist á hraða, bylgjulengd-
um, vegarlengdum, tíma, rúmi,
orkustigum o. s. frv. stefnir beint
til dauðans. í þessum gmndvallar-
atriðum er ekkert líf. Og þess
vegna geta þau ekki verið í sam-
ræmi við náttúmna og alheims-
lífið. Sannur vísindamaður hlýtur
að komast að raun um að hugsun
og vilji hlýtur að vera undirstaða
alls sköpunarverksins, alveg eins
og hugsun og vilji er undirstaða
alls þess, sem manninum tekst að
skapa. Og þá mun hann alls stað-
ar verða var við líf, í stað þess
að nú rekur hann sig alls staðar
á dauðann. Og þá mun honum
skiljast, að bak við þessa hugsun
og vilja lilýtur að standa ódauð-
legt „ég“, alveg eins og um allar
framkvæmdir hans eigin hugsunar
og vilja. Og þá fer honum að
skiljast að alheimurinn er lífs-
heild, sem lýtur hugsun og vilja
ósýnilegs stjómanda, alveg eins
og thverri armarri lífsheild. Hann
sér að alheimur er lifandi vera.
Og það er ekki undarlegt að mestu
spekingar og spámenn heimsins
hafa sagt, að í „honum lifum,
hræmmst og emm vér“ og áva/rpa
þessa lífvem með orðunum „Þú,
sem ert á himnum".
(Martinus)
<y