Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Qupperneq 29
787
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
JÓL
Strákur ætlaði að leika á biskup
ÞAÐ er sögn Lambkárs Gunnsteins-
sonar að Guðmundur biskup góði gisti
i Galtardalstungu á Fellsströnd. Þá
varð sá atburður þar, að hann stóð
upp um morguninn og gekk til annars
húss og klerkar nokkurir með honum,
og var hann varla klæddur. Þá varð
það til tíðinda, að sveinn einn fátækur
kemur hlaupandi til biskups, alnakinn,
svo að hann hafði ekki klæði á sér.
Hann biður biskup að hann gefi sér
föt að klæðast.
Biskup hyggur að sveininum og
mælti svo: „Áttu enga klæðaleppa,
sonur?“
„Nei, alls enga,“ segir strákur.
„Allóbirgur þykir mér þú vera, son-
ur minn,“ segir biskup, „og má eigi
það vera að eg ráði ekki úr við þig.
Nú mun ég vísa þér á fataleppa, sem
María mey hefur sent þér og eru þeir
niðri á mýri undir torfstakki þeim, sem
lengst er frá bænum.“
Sveinnin varð fár við og kvaðst eigi
Er hækkar sól um liiminhvel,
ég hátíð ljóss í minning fel,
þá lék ég barn við Iegg og skel;
þau leikföng dugðu furðu vel.
Börnmn smáum yndi ól
engin stund sem heilög jól.
Pabba og mömmu áttum ást,
og aldrei þeirra liðsemd brást.
Enn eru blessuð börnin lík,
brosa, er gefst þeim skrautleg flík,
meta hjartahlýu og yl,
hlakka sífellt jóla til.
Á jólaboðskap hlusta hljóð
um hann, sem annast börnin góð,
um stjörnu, er lýsti í austurátt,
um englasöng og drottins mátt.
Á liðnum öldum ávallt jól
í önnum dagsins reyndust skjól,
þegar margs kyns mæða og stríð
mæddi hér á frónskum lýð.
ÓLAFURJÓNSSON
frá Elliðaey
fara þangað allsber. Biskup bað þá tvo
presta sína að fara með honum, og fór
hann mjög nauðugur með þeim.
Nú koma þeir til torfstakkanna og
leita undir öllum, en í þeim, sem
lengst var frá bænum, fundu þeir fata-
ræfla. Þeir spyrja nú piltinn hvort
hann kannist nokkuð við fataleppa
þessa.
„Já, víst kannast eg við þá,“ segir
hann, „því að eg hef átt þá og þótti
mér þeir ónýtir, og helt eg að biskup
mundi gefa mér aðra betri. Og ekki
hefur María mey sent mér þessa tötra.“
Nú láta þeir hann fara í fataræflana
og var hann þá heldur leppalúðalegur.
Spyrja þeir þá hvort hann vilji finna
biskup.
„Ekki þori eg nú að finna hann,“
segir strákur.
Þeir mæltu: „Það er þó ráð að þú
farir og finnir hann og segir honum
hreinskilnislega frá öllu.“
Hann fer nú með þeim og er mjög
raunamæddur. En er þeir hitta biskup
segja þeir honum hvernig farið hefur.
Biskup mælti þá: „Hví vildir þú,
kollur minn, skrökva að okkur M..ríu?“