Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 225 Reynisfjall og Reynisdrangar. ið var fram að sumarmálum, og var þá alls staðar ófært nema á Oddsfjöru. — Hefur hann þá orðið að setja skipið framanundir fjall- inu, um annað var ekki að gera. Útlit er fyrir að hann hafi leikið þetta oftar, því á öðrum stað segir hann frá því, að hann hafi mætt svo stórum sjóum á boðanum aust- ur af Reynisdröngum, að menn hafi dottið undan árum. En yfir boðann gat hann ekki farið nema hann væri að fara inn á Oddsfjöru eða þaðan. Ég man eftir því einu sinni þeg- ar ég reri í Reynishöfn, ekki man ég hvaða ár það var, en líklega verið milli 1910—20, að á Góunni voru þrálátar vestanáttir, svo ó- fært var að róa í höfninni, því vestanáttin stóð þar upp á. Ennþá var róið í Vík og afli var góður. Þá var svo mikil fjara, að hægt var að setja skipin framan undir og var róið af Oddsfjöru í 3 eða 4 daga, en skipin skilin eftir, þar sem lent var. Sjór var þarna vatns- dauður. Síðast var róið þarna á Góuþræhnn, var þá komin veður- breyting, suðaustan átt með dálit- illi snjókomu. Voru því skipin sett vestur fyrir, en um nóttina gerði austanátt og brim, og eftir 2 daga var ekki sandkorn eftir af öllum þessum milljónum tonna af sandi. Hefði skipunum ekki verið bjargað burtu þennan dag, hefðu örlög þeirra áreiðanlega orðið hin sömu og skipsins hans Odds. Ég hef oft hugsað um það á síð- ari árum hver fífldirfska þetta til- tæki var. Úr fjallinu þverhnýptu er stöðugt grjóthrun og stundum svo stórar dyngjur að ekkert líf gæti bjargazt sem fyrir því yrði. En þarna voru 4 áttæringar með nær áttatíu manna áhöfn, sem í hættu voru hefði illa farið. En guð og lukkan bjargaði þarna eins og svo oft fyr og síðar, þó ekki vilji allir við það kannast nú á þessum síðustu og verstu tímum. Til þess að komast upp bjargið af Oddsfjöru er nú notaður stigi, sem er úr járnkeðjum með tréstig- um á milli og er hann 12 faðma hár. Upp að honum er sæmilegur vegur æfðum fjallamönnum. — í ungdæmi mínu var farið annars staðar, um svonefndan Bárðarhelli. Þá var notuð keðja í brúninni, 8—10 faðmar að lengd. Þar var ekki eins bratt, og þar sem stiginn er nú, en þó algjörlega. ókleift lausum manni. Þetta er nú hrapað sf. r. 6b sfíinBlq/ f‘)v ’l! Iíörn, sem naga neglur. RENGJUM hættir fremur til þess en stúlkum að naga á sér neglury eftir þvi sem komið hefur í ljós við atþugun á þessu í Englandi. Athuguð vcu;u rúm- lega 2000 börn á 12 ára aldri og reynd- ist svo, að 62% af drengjunúm og 50% af stúlkunum höfðu þennan leiða óvana. Um þetta hefur prófessor C. W. Valentine ritað grein í „British Journal of Educational Psychology". Segir hann þar að börn hafi í rauninni eðlilega tilhneigingu að naga á sér neglurnar, meðan þau sé á vissu aldursskeiði, en það sé leiðinlegt ef þetta verði að ávana hjá þeim, og sé því rétt að venja þau af því. Ráðleggur hann foreldrum að gefa dætrum sínum áhöld til nagla- snyrtingar, það muni venja þær af þessu. En um drengina sé allt erfðara viðfangs. Að vísu megi liklega venja þá af ósiðnum með því að gefa þeim gúmjórtur, en sá er gallinn á, segir prófessorinn, að jórtrið er engu minni ósiður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.