Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1955, Blaðsíða 7
I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 227 nú með vissu hvernig það hefir verið notað. Máske þær hafi núið það og notað það svo til þess að ná fisum úr fötum sínum, í staðinn fvrir að bursta þau, eins og nú er gert. En hvar sem þessi moli hefir borizt, hefir hann eflaust vakið hina mestu furðu og athygli. Eng- inn hefir vitað hvaðnn hann var kominn né hvernig á því stóð, að maur skyldi vera innan í honum. Menn heldu jafnvel forðum, að rafið væri storknað þvag úr villi- dýri, eða þá drit úr einhverjum fugli, eða þá sviti af steinum. Það var ekki fyrr en á öldinni sem leið, að menn uppgötvuðu að rafið var steind trjákvoða. Þetta vissi þó forni gríski spekingurinn Pliny, en enginn vildi trúa honum. Hiá Grikkjum var sú trú, að rafið væri tár dætra sólguðsins Helios. Bróðir þeirra, Phaethon, ók sólvagninum yfir himininn og þrátt fyrir bann föður síns, lamdi hann hestana á- fram þangað til þeir tryltust. Fór þá sólvagninn út af braut sinni og svo nærri jörðinni, að flestar ár þornuðu. En þá laust eldingu í vagninn og Phaethon beið bana. En vegna þess að Heliosdætur höfðu hjálpað bróður sínum upp í vagninn, urðu þær að öspum. Þær gráta forlög sín og tár þeirra eru raf. Á miðöldunum þóttust þýzkir fræðimenn komast að því, að raf væri storknuð jarðolía og að nám- an væri á botni Eystrasalts. Þar kæmi jarðolían upp og flyti upp á yfirborðið, þar sem hún storkn- aði. Þess vegna væri f rafinu flug- ur og önnur skordýr og jafnvel smáfiskar, sem festust við jarðolí- una áður en hún næði að storkna. En fiskar og sjávardýr hafa aldrei fundizt í rafi. Einhver brellinn maður lék á vísindamennina með því að hola innan rafmola, setja þar í sjávardýr, fylla svo holuna f------------------------------> Snjómaður Præðir snæinn Snjómaður snið við bæi rómaður, honum næ?ia hæstu öll Ilimalayafjöll. \ Um lians hor os: þrelcið mest höeul sporin vitna bezt, öðru hvoru oft er sjást, en á vorin. mást. En hann má ei ei»-a si? einn á háum fjallastie-, ýmsir brá. en enpfhn kann, enn að ná í hann. Veiðihark ei hræðir Ás, honum markar enginn bás, Snæfell arka austræn má, aðrir slark er fá. Lítt þér félli landið hans, lykja fell um jökla krans, haldið velli hefur þó hann við svell og snjó. Eyði bruni okkar stað, einhvern gruna kynni það, af lians funa önnur þjóð erfa muni glóð. SIGURÐUR NORLAND »•_____________________________J með samlitri olíu og loka fyrir opið. Það eru nær eingöngu skordýr, sem hafa orðið innilukt í rafi. Þarna hafa þau geymst alveg eins og þau voru fyrir milljónum ára. Þau halda lit sínum og lögun, al- veg eins og þau séu lifandi, og þannig er maurinn í rafmolanum mínum. Og þegar ég horfi á hann í gegnum hið gagnsæa raf, þá horfi ég á einn af íbúum jarðarinnar, sem uppi var á dögum flugdreka og finngálkna og allskonar furðu- dýra, sem löngu eru liðin, en áttu heima á jörðinni aftur í grárri forneskju áður en hugsandi mann- verur komu til sögunnar. Og mér verður á að hugsa hvílíkar kynja- sögur maurinn minn gæti sagt af lífinu á jörðinni á sínum bernsku- dögum, ef hann aðeins hefði mál. (Þýtt). C_^'S®@®G\J> Eskimóar með gleraugu fjUNU SINNI var talið að Eskimóar *J sæi allra manna bezt, or þetta Var talið því að þakka, að þeir átu mikið af hrárri selslifur, sem er mjög auðug að fjörefnum og h'fefnum. En nú eru þeir sem óðast að tapa sjón, og er áhrif- um menningarinnar um kennt. Þéir hafa tekið upp mataræði hvítra manna og þykir nú dósamatur miklu betri heldur en þau matvæli er þeir lifðu á áður. Þeim hefur og verið kennt að lesa, en birtan í kofum þeirra er ekki hentug til þess, og með því að rýna í bækur hafa þeir ofreynt augun. Þetta á við um Eskimóana, sem eiga heima í heimskautslöndum Kanada. — Heilbrigðismálaráðuneytið í Ottava hefur talið að ráða verði einhverja bót á þessu, svo að það hefur sent augn- lækna út um allt og hafa þeir ferðazt á hundasleðum milli hinna dreifðu byggða Eskimóa til þess að úthluta gleraugum. Eskimóar hafa tekið þess- ari nýbreytni tveim höndum, aðallega af tveimur ástæðum. Hin fyrri er sú, að þeir telja að gleraugu fari sér vel, og vilja því allir fá gleraugu hvort sem þeir hafa þörf fyrir þau eða ekki. Hin ástæðan er sú, að þeir hafa komizt að því, að hægt er að nota gleraugun sem brennigler á sumrin, og að með hjálp þeirra er hægt að taka upp eld hvar sem er. C_^'ö®®®G'n^J> PRESTUR sér af stólnum ungan spjátr- ung reka höfuðið inn fyrir kirkjudyrn- ar og skyggnast um. Honum verður hermt við og segir upp úr miðri ræðu: „Þér er óhætt að fara út aftur, hún er ekki hér.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.