Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1955, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS '
509
„Anda djúpt!“
Hér er fylgzt með
heilsufari apans, sem
komizt hefur hærra
en nokkur maður.
því, sem hærra er farið. í 30.000
feta hæð mundi hver meðalmaður
missa meðvitund eftir tvær mínút-
ur. Og í 50.000 feta hæð mundi
hann missa meðvitund á 11—17
sekúndum. Heilinn mundi verða
fyrir skemmdum af skorti á súr-
efni, og eftir fáar mínútur væri
maðurinn dáinn. En ef maður kæm
ist í 63.000 feta hæð og væri hlífð-
arlaus, færi blóðið í æðum hans að
freyða og frumurnar í líkamanum
slitna sundur.
Við þessum hættum kunna
læknavísindin ráð, Þéttleika lofts-
ins er haldið við inni í flugvélun-
um. Þetta er nú meira að segja gert
í hinum stóru farþegaflugvélum,
svo að það er alkunnugt. En til-
raunaflugvélar fljúga nú æði mikið
hærra heldur en farþegaflugvélar.
Og þessi aðferð mundi ekki duga
þegar komið væri upp í 34.000 feta
hæð. En vísindamennirnir hafa séð
við þessu. Þeir láta flugmennina
hafa súrefnisgrímur, og þegar loft-
þrýstingurinn að utan er orðinn
hættulega lítill, þá taka við dælur
og dæla súrefninu ofan í lungun
og því örar sem loftið verður
þynnra.
Og ef nú svo skyldi fara þegar
komið er í 48.000 feta hæð, eða
enn hærra, að þessi útbúnaður dugi
ekki, þá hafa vísindamennirnir séð
ráð við því. Þeir hafa fundið upp
sérstakan fatnað handa flugmönn-
unum og þennan fatnað kalla þeir
„Marzbúaklæði“. Þessi föt eru ým-
ist svo þröng að þau halda ákveðn-
um þrýstingi að líkamanum, eða þá
að þau eru blásin upp með lofti og
líkaminn' hefur þannig ávallt sinn
ákveðna þrýsting. Þegar flugmað-
ur er í þessum fatnaði, þá getur
hann dregið andanh og engin hætta
er á því að blóðið fari að krauma
í æðum hans.
Þegar fljúga skal í 80.000 feta
hæð eða hærra, verða flugmenn að
vera í algerlega loftheldum klefum.
Og þannig var klefinn í flugvélinni
hans Murray. En þessir klefar eru
enn aðeins fyrir skyndiferðir upp
í háloftin. Svipaðir munu þó verða
klefar þeir, sem menn verða í, þeg-
ar alvara verður gerð úr því að
fljúga út fyrir gufuhvolfið.
Eðlisfræðingar hafa reiknað út
að örlítill vottur af lofti nái allt að
960 km. út fyrir jörðina, en þetta
er svo hverfandi lítið, að þess gætir
ekki. Þegar menn eru komnir nær
200 km. út fyrir jörðina eða. í
630.000 feta hæð, hafa þeir þegar
komizt í kast við geimgeisla, út-
flæði útblárra geisla, loftsteina,
kolmyrkur geimsins og upphafinn
þunga. Þar bærist ekki nokkur
blær, því að sameindir og frum-
eindir eru þar allt of strjálar til
þess að geta myndað nokkurn loft-
straum. Má því segja að þar byrji
tómið. En sérfræðingar gera stóran
greinarmun á því að geta flogið út
í tómið og hinu, að geta flogið í
tóminu.
Er nú mikið um það rætt að
koma upp stöð í geimnum, þar sem
aðdráttaraflið og miðflóttaaflið eru
jafnsterk, svo að þessi stöð haldist
alltaf í sömu hæð og gangi um-
hverfis jörðina eins og einhver
fylgihnöttur. Verður hann í fyrstu
óbyggður, en vísindamenn segja að
síðar muni menn hafa þar aðsetur.
Og nú er keppzt við að rannsaka
háloftin með mannlausum rákett-
um. Ráketta, sem nefnd er „V—2“
komst upp í 400 km. hæð og náði
hraða, sem nema mundi 5765 km.
á klukkustund. Flugskeytið „Vik-
ing“ hefur komizt í rúmlega 250
km. hæð, og með öðrum flugskeyt-
um er alltaf verið að gera rann-
sóknir í 120—160 km. hæð. Flug-
skeyti þessi eru með alls konar vís-
indaleg áhöld til mælinga og þau
falla aftur til jarðar í fallhlíf.
Með flugskeytinu „Aerobee"
voru sendir tveir apar til reynslu
og komust þeir í 58 km. hæð. Þeir
voru hafðir í hólfi fremst í broddi
flugskeytisins, og sveif broddurinn
síðan í fallhlíf til jarðar. Aparnir
voru báðir við beztu heilsu þegar
þeir komu aftur til jarðar og er
annar þeirra enn lifandi og er
geymdur í dýragarði Smithsonian