Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 2
C LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 534 r heldum að margar af þeim yfir- troðslum, sem vér áttum við að búa, væri framdar án vitundar og vilja stjórnarinnar í Moskvu“. Hann fór svo til Moskvu. Stjórn- arherrarnir þar heldu að hann væri sér hlynntur og kostuðu því kapps um að vinna hann algerlega á sitt band. Þeir leystu frá skjóð- unni og fóru ekkert dult með fyrir- ætlanir sínar. Próf. Kreve- Micke- vicius skrifaði hjá sér allar sam- ræður þeirra, og skal nú láta hann sjálfan segja frá: f ★ r \TRÐULEGAP MÓTTÖKUR ÉG KOM til Moskvu 30. júnf 1940. Á járnbrautarstöðinni tóku full- trúar rússnesku stjórnarinnar á móti mér með venjulegri viðhöfn. Yfir stöðinni blöktu fánar lands míns. Molotov veitti mér áheyrn klukk- an 11 um kvöldið og við töluðum saman fram til kl. 2,30. í löngu máli skýrði Molotov frá því, að Rússar hefði af „einlægni“ reynt að ná samvinnu við Breta, Frakka og Pólverja um að stöðva útþenslu Þýzkalands, en ekki hefði verið hægt að komast að neinum samn- ingum. Rússar hefði því orðið að snúa sér annað, og nú hefði þeir gert vináttusamning við Þjóðverja. Þennan samning mætti ekki skilja svo, að Rússar treystu Þjóðverj- um, og þess vegna yrði þeir að gera ýmsar ráðstafanir til að tryggja sig. Honn sagði að Rússar hefði kom- ízt að þvi, að stjórnimar í Eystra- saltslöndunum hefði verið í makki víð Þjóðverja, og jafnvel reynt að gera samning við þá, fjandsamleg- an Rússlandi. Þjóðverjar hefði þá 1 stungið upp á því, að Lithaugaland 1 gripi til vopna gegn Póllandi og ' læki Vilna. Þetta kom eins og 1 þruma úr heiðskíru lofti yfir okk- ^ ur, sagði Molotov, en okkur þótti vænt um að Lithaugaland skorað- ist undan þessu. Þrátt fyrir það yrði Rússar nú að breyta fyrirhug- aðri afstöðu sinni til Þýzkalands og Eystrasaltsríkjanna. Þeir gæti ekki treyst Þýzkalandi, þrátt fyrir vin- áttusamninginn og fögur loforð um að innlima ekki Eystrasaltsríkin, og þess vegna hefði Rússar ákveð- ið að hafa herstöðvar í Eystrasalts- ríkjunum. „Ég skil það vel,“ sagði Molotov, „að ykkur líki þetta illa, en þér megið trúa því, að þetta er betra fyrir ykkur heldur en okkur. Við efum ykkur tLI verndar gégn yfir- gangi Þjóðverja og tilraunum þeirra að draga ykkur inn i heims- styrjöldina." Ég vissi ekki hvers vegna hann sagði mér allt þetta. Var hann að undirbúa ákæru á Eystrasaltslönd- in, eða sagði hann þetta til þess að slá ryki i augu mér, svo að ég kæmi ekki með óþægilegar spurningar? En ég var kominn til Moskvu í ákveðnum erindum, og þess vegna skýrði ég Molotov frá því hve mik- il ólga væri í Lithaugalandi út af því sem þar hefði gérzt. ÞARF AÐ SEFA ÞJÖÐINA „Við vitum að þér hafið mikið fylgi,“ sagði Molotov, „og þér verð- ið að nota það til þess að sefa þjóðina.“ „Já, mér er kunnugt að ég hafði þar mikið fylgi,“ svaraði ég, „en það mun nú senn á þrotum. Nú er svo komið að velgengni Lithauga- lands hefur verið kollvarpað, fjár- rnálum þess og þjóðskipulagi, sem mönnum er heilagt Stjómin getur ekki stöðvað þetta hrun, vér höf- um ekki völd né efni til þess, en þjóðin kennir okkur um hvernig komið er. Þjóðin veit ekki að nú- verandj stjórn er valdalaus.“ „Hvað hamlar yöur fra að rifca gegn þeim er eyðíleggmgunm valda?“ sagði Molotov. „Refsið þeim.“ „Þá yrðum vér að byrja á út- sendurum ykkar og sendiráði,“ sagði ég. „Þeir taka ekki tillit til neins, þeir reyna að brjóta niður og halda uppi hættulegum áróðri, einkum meðal bænda. Vér ættum því að refsa stjórnarfulltrúum ykkar og þeim opinberum embætt- ismönnum, sem framkvæma fyrir- skipanir þeirra.“ „Við höfum ekki gefið neinar slíkar fyrirskipanir,“ hreytti Molo- tov úr sér, „og ég trúi því ekki að erindrekar okkar og embættis- menn geri sig seka um slíkt.“ „Ég bað yður um samtal tál þess að geta skýrt fyrir yður hvernig komið er. Ég efast ekki um góðan vilja rússnesku stjórnarinnar. En ég-lft svo á, að það sé eigí aðeins í okkar þágu, heldur ykkar einnig, að skerða ekki framleiðslumátt Lithaugalands, heldur að reyna að efla hann á allan hátt,“ Svo skýrði ég honum ýtarlega frá hvers land- ið væri megnugt, sagði frá inn- flutningi og útflutningi, útskýrði fjárhagskcrfi þess og þjóðskipulag. Molotov hlustaði á með athygli. ' „Mér hefur verið sagt að allt viðskiptalif ykkar sé í bezta lagi,“ sagði Tymn. „Herstjórn okkar er undrandi út af þvi að allt fjármála- kerfi ykkar gengur eins og sigur- verk.“ Hann kvaðst sjálfur undrast framleiðslugetu Lithaugalands. — Þetta litla land framleiddi og flytti meira út, heldur en in stóra. og frjóvsama Ukranía, Hann sagði að það væri fjarri Rússum að vilia spilla svo ágætu fjárhagskerfi, og erindrekar þeirra hefði ekki fengið nein fyrirmæli um það. Hann sagði að hér væri um misskilning að ræða, sem ekki stafaði af illvilja, lieldur af inu ólíka skipulagi i löndimum. Menn misskildu hver annan, ekki af því að þeir vlldu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.