Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 15
LESBÓK MÐRGUNBLAÐSINS 547 Augun okkar rKKERT visindalegt áhald er jafn ljósnæmt og augun okkar. Og furðulega eru þau sköpuð, að þola alls konar birtu. Þau geta þol- að birtu sem er á við milljarð kertaljósa, og þegar dimmir eykst næmleiki þeirra hundrað þúsund falt. Þá geta þau greint birtu, þótt hún sé ekki nema svo sem þúsund- ásti hlutinn af birtu eins kértaljóss, Og þau geta greint stjömumar, enda þótt naesta stjarnan sé í 384 milljóna kílómetra fjarska, Hvað haldið þið að við eigum sjóninni að þakka mikíð af þekk- ingu okkar? Sumir segja 9/10 hluta. En það er sjálfsagt of lágt reiknað, ef öll kurl ætti að koma til grafar. Augað er nokkurs konar mynda- vél. Það sem vér sjáum kemur fram sem mynd á sjónhimnunni og berst þaðan til heilans. Sjón- himnan er gerð úr örsmáum ljós- næmum frumum, og í hverri sjón- himnu eru um 130 milljónir slíkra fruma. Þær eru tvenns konar og eru kallaðar staíir og keilur, vegna þess að þær líkjast stöfum og keil- um þegar þær eru athugaðar í smá- sjá. Báðar tegundir eru ljósnæmar, en hafa þó mismunandi hlutverki að gegna. Stafirnir eru næman fynr veikri birtu, og það er undir þeim komið hvort menn sjá vel í myrkri. En keilurnar greina hti og allt það, ;>em smæst er. Þegar þú lest þessa grein, þá eru það keilumar sem greina sundur bókstafina og sýna þér lögun þeirra. Það eru að minnsta kosti 20 sinn- um fleiri stafir en keilur í sjón- himnunni, og þeir eru alls staðar í henni, nema á örlitlum bletti f miðju-. Þar eru eingöngu keilur og sem allra þéttast. Og einmitt á þessum bletti er sjónin allra skörp- ust Þér veitist auðvelt að sjá alla þessa blaðsiðu í einu, en þegar þú ferð að lesa, þá sérðu ekki nema eitt eða tvö orð i einu. Það er vegna þess að einungis miðdepill sjón- himnuiinar getur greint svo smátt sem stafimir eru. Það getur verið að þú gétir greint tvö stutt orð samtímis, ef þau eru ekki meira en tveir eða þrír stafir, en yfirleitt nemur sjóndepillinn ekki nema eitt átta stafa orð í senn. Við hvert orð verður því að breyta augnstill- ingunni, en þetta gerist svo snöggt, að menn taka ekki eftir því, heldur finnst þeim sem þeir renni augun- um jafnt eftir hverri línu. Stafafrumurnar, sem eru ljós- næmari, hafa í sér efni, sem nefn- ist „rhodopsia“, og er það purpura- litt í dimmu. Þegar ljós fellur á augað, upphtast það, verður fyrst gult og síðan htlaust. Þegar mjög er bjart, er því lítið af þessu efni í stafafrumunum. En undir eins og dimmir fer það að streyma að aft- ur, og við það verður augað ljós- næmara. Komi menn utan úr björtu sólskim inn í hús þar sem rökkur er, þá sjá þeir ekkert fyrst í stað. Þetta er kallað að mönnum sé dimmt fyrir augum. Þetta stafar af því, að þá er lítið af „rhodopsía“ í stafafrumunum. En smám saman streymir það að og þá er kallað að augun fari að venjast rökkrinu. Sumir halda að þetta stafi af því að augasteinninn stækki, en það er ekki rétt. Hann stækkar fljótt, en menn hafa þó ekki vanizt rökkrinu til fulls fyr en eftir hálfa klukku- stund. Augun hreyfast mjóg snöggt og eru á sífelldu iði. Þau eru sjaldan kyr lengur en 1/10 hluta úr sek- úndu, nema menn einsetji sér að einblína á eitthvað. Þá geta þeir máske haldið þeim kyrrum svo sem eina eða tvær sekúndur i senn, en þá munu þau fara að hreyfast alveg ósjálfrátt. Skilaboð tauganna til heilans fara með 300 feta hraða á sekúndu. Það er minni hraði heldur en hraði hljóðsins. En svo skammt er frá augum að heila, að segja má að mynd augans korai fram í heilan- um samtímis. (Úr bókinm „Our Wonderful Eyes“). Hver er sinnar geefu smiður VERNIG stendur á því að ekki skuli allir gáfaðir menn komast. vel áfram í heiminum? Sumum virðist heppnast allt, en aðrir verða ekki að manni. Dr. Harryson G. Gough sálfræðing- ur við háskólann í Kaliforníu, hefur reynt að greiða úr þessu. Hefur hann gert rannsóknir í þessu skyni um þriggja ára skeið og athugað 10.000 manna. Var þar gerður margs konar samanburður, meðal annars á gáfuð- um mönnum, sem alltaf gekk illa í skóla og hinum, sem alltaf stóðu sxg vel. Þá var og gerður samanburður á gáfuðum mðnnum, sem höfðu h»tt námi að stúdentsprófi loknu, og hin- um, sem heldu áiram námi við háskóla Allar þessar rannsóknir bentu i þá átt, að það væri komið undir innræti manna, hvort þexm gengur vel eða ílla í lífinu, hvort þsi-1 >'.unna að þroska hjá sér þá hæfi’eika sem gera þeim alla vegi faera Kn btir hæfileikar eru þolgæði, reglusemi, traust á öðrum mönnum og sannfænng um að vinna og áreynsla sé manmnum fyrir beztu. LEIÐRÉTTING í greininni um Garðakirkju i sein- ustu Lesbók varð villa i vísuhelmingi, en réttur er hann svo: Fram skal ganga haukur húna hvort ’hann vill eður ei.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.