Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 4
r 536 ---------- Hver eina&ti embættismaður þar, frá inum lægsta til ins æðsta, læt- ur múta sér til að gera rangt. Við erum ekki eins ruddaleg’’- og Þjóð- verjar að treysta aðeins a hnefann. Við skulum finna ráð til þess að leiðtogar Bandaríkjanna láti sér yfirsjást,- þegar það er okkur til gagns, Þess vegna óttumst við ekk- ert þótt Bandaríkin fari í stríðið. Allir sem treysta á þau munu verða fyrir vonbrigðum.“ ENGIN HÆTTA Á ÓFRELSI! Ég benti honum nú á það, að Lithaugaland hefði fengið sjálf- stæði sitt upp úr fyrri heimsstyrj- öldinni, og það mundi ekki sleppa frelsi sínu fyr en í fulla hnefana. „Þér megið ekki gleyma því,“ sagði Molotov, ,.að sovétlýðveldið hneppir enga þjóð í fjötra, heldur veitir þeim frelsi. Þess vegna er engin hætta á að þjóð yðar glati frelsi sínu. Þjóð yðar mun verða boðið að ganga í sovét-sambandið á jafnréttis grundvelli.“ Ég svaraði því að þjóð mín hefði fyrir löngu kosið að vera sjálfstæð og vera sinnar eigin gæfu smiður, og hún mundi ekki sleppa frelsinu nema hún væri valdi beitt. „Orðið valdbeiting hefur verið numið úr okkar máli,“ sagði Molo- tov stuttur í spuna. „Við ætlum ekki að beita valdi, en við munum sannfæra þjóð yðar um, að það er henni sjálfri fyrir beztu að sam- einast Rússlandi, því að á þann einn hátt kemst. hún hjá því að verða brytjuð niður í styrjöld.“ Ég kvaðst efast um að nokkur þjóð í víðri veröld vildi sleppa frelsi sínu til þess að geta lifað í skjóli erlends valds. Og Litháar hefði fórnað of mörgum mannslíf- um fyrir frelsi sitt, til þess að láta sannfærast af slíkum fortölum. „Þér skuluð sanna til, að innan fjögurra mánaða munu allar balt- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS nesku þjóðirnar hafa samþykkt að ganga í sovét-sambandið, og það mun ekki koma til neinna þeirra óeirða, sem þér eruð nú að hóta,“ sagði Molotov. ,,Og áður en við slítum talinu, vil ég ráðleggja yður einu sinni enn, að horfast rólega í augu við staðreyndirnar. Lithauga- land getur ekki haft neina sérstöðu. Framtíð þess veltur á framtíð Ev- rópu, og þetta verðið þér að skilja. Og það væri viturlegt af yður að beygja yður undir leiðsögn Komm- únistaflokksins, bví að hann er ein- ráðinn í því að sameina alla Ev- rópu og koma þar á nýju skipu- lagi.“ Ég kvaðst ekki hafa sannfærzt af orðum hans. Og nú gæti ég ekki lengur verið forsætisráðherra Lithaugalands, úr því að ég hefði látið blekkjast af fullyrðingum Rússa um að rússnesku hermenn- irnir væri aðeins sendir til Lit- haugalands til þess að gæta hlut- leysis þess, en ekki til að svifta landið frelsi. Ég sagði einnig, að ég kærði mig ekki um að vera við útför frelsis lands míns. „Á þessu stigi málsins væri það mjög óheppilegt að þér segðuð af yður, og ég vona að þér hugsið yður vel um áður en þér takið þá ákvörðun," sagði Molotov. Og svo kvaddi hann mig. ★ NÚ TÓKU AÐRIR VIÐ D A G I N N eftir, 1. júlí, hringdi Dekanozov til sendiráðs Lithauga- lands og óskaði eftir að fá að hitta mig og fara með mig á landbún- aðar sýninguna. Hann kom svo til sendiráðsins ásamt öðrum manni, sem hann sagði að væri Vasiliev aðstoðarmaður sinn. „Félagi Molotov er mjög óánægð- ur með yður,“ hóf Dekanozov máls formálalaust. „Ég fékk ávítur." „Haldið þér að ég hafi verið ánægður með Molotov?" svaraði ég. „Vitið þér hvað hann sagði mér?“ „Já, ég veit það,“ sagði Dekano- zov. „Ég vissi áður en þér fóruð að heiman hvað mundi verða sagt við vður.“ „Munið þér þá eftir því, Dekano- zov, hverju þér lofuðuð mér þegar þér fenguð mig til að mynda stjórn?“ „Stjórnmálaviðhorfið hefur breytzt síðan,“ svaraði hann í af- sökunarrómi. „Það er orðið gjör- brevtt.“ „Hver maður ber ábyrgð orða sinna, jafnvel stjórnmálamenn,“ sagði ég. „Og hver getur sannfært mig um að það hafi verið viðhorf- inu en ekki yður sjálfum að kenna, að þér luguð að mér að yfirlögðu ráði.“ Þetta kom sýnilega illa við Dek- anozov. Vasiliev tók eftir því og hann reyndi að miðla málum: „Fé- lagi Dekanozov og allir aðrir eru bundnir af þeim ákvörðunum er framkvæmdaráð flokksins tekur. Það er kommúnistaflokkurinn sem ræður ríkinu, hann einn tekur ákvarðanir, sem vér allir verðum að hlýða. Hvorki ég né félagi Dek- anozov getum tekið neinar ákvarð -anir. Við verðum að hlýða fyrir- mælum flokksins í blindni, og þess vegna er ekki hægt að ásaka okkur fyrir stefnubreytingar flokksins. Þegar félagi Dekanozov talaði við yður var hann einlægur, og við tölum í einlægni við yður nú.“ „Þér eigið við það,“ mælti ég biturlega, „að flokkurinn hafi ákveðið að endurreisa ið „eina og ódeilanlega" Rússland eins og það var á keisaratímabilinu. Græðgin vex við hvern bita.“ ÞRIÐJA HEIMSSTYRJÖLDIN ÁTTI AÐ FÁ RÚSSUM ALHEIMSYFIRRÁÐ „Þér megið ekki tala né hugsa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.