Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 5
tr LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ^mw 537 þannig,“ sagði Dekanozov og stökk á fætur. „Vér erum ekki að hugsa um ið „eina og ódeilanlega“ Rúss- land, heldur allt mannkynið, ör- eiga allra landa. Vér verðum að koma hverri þjóð undir fána vorn, og vér skulum gera það. Að lok- inni þessari styrjöld mun öll Ev- rópa falla oss í hendur. Og þriðju styrjöldinni munum vér ekki reyna að afstýra, því að hún mun færa oss sigur yfir öllum heiminum.“ „Ég efast um það,“ sagði ég. „Fé- lagi Molotov var mér sammála um að Bandaríkin mundu ganga í þann hildarleik, sem nú er háður. Og enginn þarf að efast um hvorum þau muni lið veita. Ég efast stór- lega um að þau muni að unnum sigri leyfa ykkur að gera alla Ev- rópu að kommúnistaríki.“ „Bandaríkin munu ekki berjast gegn oss, vegna Evrópu“, fullyrti Dekanozov. „Og enn síður munu þau vilja berjast fyrir Eystrasalts- löndin, sem eru gagnslaus í þeirra augum. Hafið þið kannske olíu- námur eða gullnámur að bjóða? Eða hafa Bandaríkin lagt fé í fyrir- tæki ykkar? Hafa þau kannske stóran markað fyrir vörur sínar hjá ykkur?“ „Ég skal útskýra þetta blátt áfram fyrir yður,“ sagði Vasiliev. „Foringjar vorir eru mjög varkárir stjórnmálamenn. Flokkurinn at- hugar öll mál nákvæmlega og tekur ákvarðanir sínar eftir vand- lega yfirvegan. Þegar vér búumst við því að þurfa að hafa einhver mök við eitthvert land, þá er byrj- að á því að kynnast landinu ræki- lega, þjóðinni, eiginleikum hennar, venjum og tilfinningum. Ég get sagt yður það, að nú eiga sovét- ríkin aðeins tvo óvini svo teljandi sé: Þýzkaland og Japan. En Þýzka- land verður gjörsigrað og því kom- ið á kaldan klaka án þess að vér komum þar nærri, og Japanir hafa þegar flækt sig í vandræðum. Þið treystið mjög á Bandaríkin, en vér erum hvergi smeikir við þau. Það er að vísu satt að þau virðast öflug, en þessi þjóðajötunn gengur með ólæknandi sýki. Þér hljótið að vita, að hver einasti maður þar, hvort sem það er stjórnmálamaður eða verkamaður, hugsar ekki um neitt nema peninga. Enginn ber virð- ingu fyrir öðrum, enginn kann að meta þar gáfur, listir og vísindi, heldur aðeins peninga. Dollarinn er guð Bandaríkjamanna, og þeir munu ekki hika við að fórna hags- munum þjóðarinnar, vinum sínum, foreldrum og börnum og heiðri þeirra fyrir dollarann. En hvað er ég að tala um heiður hjá þeim, því að þeir þekkja engan annan heiður en dollarinn. Bandaríkjamönnum lætur að tala um lýðræði, jafnrétti og frelsi og monta af því. En eng- inn veit nema vér að þar ríkir inn viðbjóðslegasti nazismi og ójöfn- uður. Þeir, sem eru af engilsax- neskum stofni, eru sannfærðir um að þeir sé útvalin þjóð og allar aðrar þjóðir sé aðeins vinnudýr, ætluð til erfiðisvinnu. Þeir sem eru af þýzku bergi brotnir, og þeir eru margir, fyrirlíta alla aðra. í fám orðum sagt, þjóðin skiftist í ótelj- andi flokka eftir þjóðernum, og hver hatar annan. Hvergi í heimi er stéttarmunur jafn mikill og slíkt hyldýpi milli stétta eins og í Banda -ríkjunum. En þessi stéttaskifting miðast líka við dollar. Þeir sem eiga hundrað þúsund dollara, vilja ekki eiga neitt samneyti við þá, sem eiga minna. Og þeir sem eiga milljónir, vilja ekki sjá þá, sem ekki eiga nema hundruð þúsunda. Menn hata þá, sem hafa auðgazt meira en þeir sjálfir, og þeir fyrir- líta alla, sem eiga minna. í stuttu máli, kapphlaupið um dollarinn, hatrið og öfundsýkin eru þjóðar- einkenni Bandaríkjamanna. Slíkt ríki er sovétríkjunum ekki háska- legt, og það er heldur ekkert gagn í vináttu þess. En það kemur aldrei til þess að vér verðum að heya stríð við Bandaríkin. Og séu ein- hverjir þar vestra, sem vilja óvæg- ir stríð við oss, þá höfum vér ráð til þess að koma í veg fyrir að vonir þeirra um það rætist. Þegar tími er til kominn, munum vér láta þetta ríki hrynja innan frá fyrir atbeina borgaranna og með aðstoð ins almáttuga dollars. 1 Um Breta er það að ségja, að þótt þeim standi ógn af oss, þá vita þeir vel að þeir geta ekki farið með ófriði á hendur oss, því að einir hafa þeir ekkert að gera í hendurn- ar á oss. Eina ríkið, sem gæti verið oss hættulegt, er Þýzkaland, en nú verður Þýzkaland molaö og fellur sjálfkrafa oss í hendur. Frakkland er þegar hrunið og verður aldrei herveldi framar.“ „Auk þess hefur Frakkland lengi verið á okkar bandi,“ greip nú Dekanzov fram í. „Fimmtíu þús- undir kennara vinna þar fyrir okkar málstað. Unga kynslóðin í Frakklandi fylgir okkur. Það er langt síðan að við gátum tekið völdin þar, og við gerum það þegar þörf gerist.“ EKKERT RÍKI í HEIMINUM GETUR VARNAÐ ÞVÍ AÐ RÚSSAR LEGGI EVRÓPU UNDIR SIG „Þér sjáið á þessu,“ tók Vasiliev aftur til máls, „að það er ekkert ríki í heiminum sem getur varnað því að vér leggjum Evrópu undir oss. Og um leið hljótið þér að skilja hvernig á því stendur að afstaða flokksins til Eystrasaltsríkjanna hefur breytzt. Fyrsta skréfið er að innlima þessi lönd. Flokkurinn get- ur ekki skotið því á frest, því ekki er víst að jafn gott tækifæri til þess bjóðist aftur. Vér viljúm koma þessu í kring þegjandi og hljóða- laust. Lithaugaland er kaþólskt og íbúarnir eru æstir gegn kommún-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.