Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 12
t 544 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Á aldarafmæli hans fluttu öll ensk stórblöð merkilegar greinar um hann, og þá sagði Manchester Guardian: „His style was often cumbrous in prose and contorted or ungainly in verse (í óbundu máli var stíll hans oft óþjáll og í bundnu máli snúinn eða staur- karlslegur).“ Þetta innan um allt hrósið. Við einu hnykti mér í grein Björns: „Tess er breysk kona, meira að segja morðingi.“ Aldrei fyrri hafði ég séð eða heyrt hana nefnda morðingja, og aldrei hafði mér sjálfum flogið þetta orð í hug. Satt er það, að hún réð mann af dögum, en ekki með þeim hætti að við mundum kalla morð — fyrr en þá nú á síðustu tímum, þegar hreínt er hætt að hirða um réttar merkingar orða. Því fer fjarri að hún hugsi sér nokkra launung. Og þegar Tess kom út, skrifaði höf- undinum sá nafntogaði lagamaður Sir Frederick Pollock og sagði að enginn kviðdómur mundi hafa sak- fellt Tess; með öðrum orðum að þarna hefði Hardy skjátlast. Því enskur kviðdómur verður að segja eitt af tvennu: sekur eða sýkn; meðalvegur er ekki til. Tess hefði vitaskuld verið ákærð fyrir morð, og af þeirri ákæru hefði, eftir full- yrðingu þessa lagamanns, kvið- dómurinn lýst hana sýkna. Og þetta á sjálfri Viktoríuöldinni. Svo hvað mundi nú? Þetta er ekki ádeila á ritdómar- ann, heldur aðeins skýring og at- hugasemd. Grein hans er einmitt merkileg og þess virði að þeir lesi hana, sem aðgang hafa að blaðinu. Forleggjurum væri sá lestur heilsusamlegur. Eitt varð ég að lokum að átelja. Sum blöð hafa leyft sér að nefna söguna Tess D’Urberville, en fyrir þeirri nafnbreytingu er engin heimild. Hún sýnir skilningsskort þeirra manna, er með hana fara. Og rétt er að geta þess, að í mæltu máh er sagan aldrei nefnd Tess af D’Urberville-ættinni, heldur að- eins Tess. Hinu er sleppt. Ýmsum hinna beztu af sögum Hardy’s hefir verið snúið í sjón- leika, Tess margsinnis. Höfundur- inn var meira að segja sjálfur á meðal þeirra, er það gerðu — fyrir þrálátar áskoranir. Það var í hans eigin „version“ af sögunni að Ger- trude Bugler vann sér þá frægð, sem ennþá sendir aðdáendur skáldsins úr fjarlægum löndum (vitaskuld allramest frá Ameríku) í pílagrímsferðir til hennar þar sem hún situr á búgarði sínum í Dorset, enn í dag drotning um- hverfisins, þessi hógláta, tígulega og gáfaða kona. En hún hlaut líka önnur laun, sem vera munu henni dýrmætari en öll frægðin: þá alúð- arvináttu hins aldurhnigna skálds, sem bókasafn hennar og bréfasafn bera ólygnastan vott um. Ekki skyldu þó lesendur ætla að þeir helgidómar væru til sýnis hverj- um gesti sem að garði ber. Gest- risin eru þau hjón, Mr. og Mrs. Bugler, en hún er ensk kona meir en að nafni, og mun til þess þurfa mikil kynni og áunnið traust að hún opni aðgang að minjasafni sínu. Það er henni helgara en svo. Aðeins einu sinni hefi ég séð Tess á leiksviði, í Piccadilly Theatre í London. Það var „adop- tion“ sú, er Ronald Gow leikhús- stjóri gerði — að sögn til þess að afla konu sinni frægðar, en hún lék aðalhlutverkið. Þótti hún gera það vel, þó að aðrar hefðu gert það með meiri ágætum. Hún var for- fölluð þa# kvöld, sem ég var í leik- húsinu og Jane Wenham lék þá Tess. Ekki get ég hrósað því, hvernig með söguna var farið, en aðsókn að leiknum var feiknamik- il. Sýningin var í þrem þáttum. Hún hófst gamlárskvöldið í Well- bridge og henni lauk í Stone- henge. Þá hefir sagan verið kvikmynd- uð, máske oftar en einu sinni, þó að ekki sé mér um það kunnugt. Ég dvaldi á Englandi sumarið 1925 og var þá verið að sýna myndina. Dómar um meðferð á sögunni voru ákaflega harðir; einkum voru svæsin mótmæli í bréfadálkum hinna betri blaða. Kölluðu sumir að það nálgaðist helgispjöll hvernig farið var með hið ágæta listaverk skáldsins. Ekki fór ég að sjá myndina; bæði var það, að ég bjóst við að hafa af því fremur raun en ánægju, og svo óraði mig þá ekki fyrir því, að ég ætti eftir að hafa af Tess svo náin kynni, sem síðar urðu. í dánarminningum íslenzkra blaða ríkir sú siðvenja að ljúka máh sínu með dálitlu kumpánlegu eintali við þann framliðna (aldrei svarar hann). Of gamall er ég til að læra þenna nýja sið, og ekki er ég í þetta sinn að rita dánarminn- ingu. En þó vildi ég nú að síðustu mega venda mínu kvæði í kross og ávarpa beinum orðum þá alltof fáu, sem hér lesa Thomas Hardy á frummálinu. Það sem ég vildi segja er þetta: Látið fyrir alla muni ekki staðar numið við sög- urnar hans, hversu ágætar sem þær eru. Lesið kvæðin. Byrjið á lítilli bók, Chosen Poems, úrvali er hann gerði sjálfur. Svo má halda áfram. Oft eru þau hrjúf, stundum alveg ótrúlegt hröngl. En hamingj- an góða, þau eru þess verð að lesa þau. Hvert orð er hlaðið merkingu, eins og í kvæðum Einars Bene- diktssonar. En Hardy er aldrei torskilinn, eins og Einar; hann er ljós eins og Grímur Thomsen. Og ekki eru þau öllsaman klungrótt, kvæðin hans. Ekki er það hnökrótt kvæðið ódauðlega sem hann orti á efri árum í minningu um „Lizbie Browne“, stúlkuna sem hann felldi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.