Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hljóðveggur AÐ þótti mikið afrek þegar flug- vélum tókst að fliúga hraðara en hlióðið fer. Lengi höfðu vísinda- menn gert alls konar tilraunir og reynt að komast að því fyrirfram hver áhrif það hefði á flugvélarnar er þær færi fram úr hljóðhraðan- um, og hvernig þær þyrfti að vera úr garði gerðar til þess að þola þá árevnslu. Fyrstu flugmennirnir, er fóru fram úr hljóðhraðanum, sögðu að það hefði verið eins og reka sig 6 vegg, og upp úr bví kom nafnið hlióðveggur á máli flugmanna. Hlióðið fer með 760 enskra mílna hraða á klukkustund við vfirborð siávar, en það samsvarar 1216 km. Þessi hraði er á máli flugmanna nefndur Mach 1. Nú hafa margar tegundir flug- véla farið fram úr þessum hraða. Og nú kemur annar veggur, sem verður erfiðari viðureignar, en það er hinn svonefndi hitaveggur. Loft- ið er líkami og það veitir flugvélum mótstöðu. Mótstaðan brevtist í hita og því meiri sem hraðinn er meiri, og þessi hiti getur orðið svo ofsalegur, að engin efni fái staðizt hann. í háloftunum fer bensín að sjóða við hraðann Mach 1.5. Örvgg- isgler verða sem deig við Mach 1.6, nælon og ræon bila við Mach 2 og við sama hraða fer steinolía að sjóða. Smurolíur gera ekkert gagn við Mach 2.2 og í eldfimum efnum kviknar af sjálfu sér við Mach 3,5. Aluminíum bráðnar við Mach 5, stál við Mach 6. titanium og aðrir þekktir örvggismálmar bráðna und -ir Mach 8 og demantar verða að gufu við Maeh 10. Þetta er hinn svonefndi hitavegg- ur. Og nú leggja hundruð vísinda- manna á ýmsum sviðum höfuð sitt í blevti til þess að finna einhver ráð til þess að geta farið með hrað- og hitaveggur anum Mach 3,5, eða sem svarar 2,600 enskum mílum á klukku- stund. En þetta er of lítill hraði fyrir þá, sem hugsa sér að senda skeyti eða flugvélar út í geiminn. Vísindamenn segja að farartæki þurfi 10 sinnum meiri hraða ef það eigi að komast út fyrir gufuhvolf jarðar. Málmar breytast og missa þanþol sitt löngu áður en hitinn er orðinn svo mikill að þeir blátt áfram bráðni. En málma verður að nota, því að menn þekkja enn eigi neitt sterkara efni. Beztu málmamir, sem menn þekkja eru titaníum, aluminiumblendi og inconel, sem einnig er blendimálmur. Titanium brevtir sér lítt við hita, aluminium þolir betur þrvsting, en inconel bolir allt að 1800 stiga hita á Fa- hrenheit. án bess að brevta sér eða bráðna. Er sagt að einhver hrað- fleygasta flugvélin sé öll gerð úr inconel. En þótt fundið sé slíkt efni, sem þolir vel hita þá kemur annað til sögunnar. Tnni í flugvél- inni má ekki vera miög heitt vegna mannanna, og verður því að kæla loftið bar. En við betta revnir ákaf- lega mikið á grindina í flugvélinni, þar sem hún er köld en tengd við funheitan belginn. Á þessu hafa menn þó sigrazt með bví að hafa grindina úr nýum blendimálmi, gerðum úr stáli og nikkel. Til þess að draga úr hitanum á belgnum hafa menn sett á hann einangrun- arlag úr glerull og hefur það gefizt vel. Annars segia sumir að það væri bezt að þekia flugvélarnar með einhverju, máske brenndum leir. Þetta lag geti svo bráðnað ut- an af þeim, án þess að þær sjálfar saki, líkt og er um þá loftsteina. sem falla á jörð, því að utan af þeim hefur verið að smábráðna, en kjarninn þó komizt heill til jarðar. En það geti orðið nauðsynlegt að flugvélar geti haldið áfram flugi, enda þótt þær sé orðnar glóandi að utan. Þessar hraðfleygu flugvélar verða dýrar, og endingin engin. Hinar ágætu Douglas-flugvélar eiga að endast í 20 ár. En þaer flug- vélar sem etja kappi við hitavegg- inn, endast ekki svo lengi. Menn mega þakka fyrir ef þær endast 20 vikur, eða jafnvel ekki nema 20 klukkustundir. Brdgð i taflí RANNSÓKNASTOFUR þurfa að vera vel á verði, svo að bragða- refir noti þær ekki til þess að koma fram svikum. Nýasta sagan um það er á þessa leið: Efnarannsóknastofu MisSissippiríkis barst nýlega bréf og fylgdi með hnött- óttur steinn. Sendandinn sagði í bréf- inu að stór flæmi af landareign sinni væri þakin af svona hnullungum, en það væri skrítið að í hvert einasta sinn sem hann bryti einhvern hnullung í sundur, þá væri glóandi blettur inni í honum miðjum. Gat skeð að þetta væri gull? Það langaði hann nú til að vita, og eins hvers virði mundi vera hver ekra, sem þakin væri af svona steinum, ef þetta reyndist gull. Efnafræðinginn, sem fekk steininn i hendur, grunaði þegar að hér ætti að fá yfirlýsingu frá efnarannsóknastof- unni, er síðar mætti nota til blekk- inga. Samt sem áður klauf hann stein- inn. Hann klofnaði mjög auðveldlega um miðju og inni í honum miðjum var gulleitur blettur. Það reyndist vera hreint gull. Síðan bar efnafraeðingurinn hinn hluta steinsins að eldi, en þá kom upp þefur, sem hann kannaðist vel við. Það var sviðalykt af brenndu lími. Þi settist hann niður og skrifaði sendanda svolátandi bréf: „í sýnishom- inu var gull, en það getur varla borgað sig að kljúfa steinana, festa f sárið snifsi af gullpappír og líma svo steln- inn saman aftur.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.