Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 643 yfirgefið hana. Þar með er lífið orðið henni einskis virði. Um allt ólánið kennir hún sér einni sam- an og fyrirlítur sjálfa sig. Þegar svona var komið, var það augljóst mál, að henni bar að fórna sjálfri sér, hversu mikil viðurstygð sem henni er að gera það á þenna hátt. Síðar sjáum við líka að Alee hefir staðið við orð sín og séð um að móðurina og börnin skyldi ekkert skorta. Þó að við leitum með logandi ljósi um allar bókmenntir verald- arinnar, finnum við ekki veglynd- ari konu en Tess — og enga hugar- hreinni. Á þetta síðara atriði lagði Hardy svo mikla áherzlu að þegar á titilsíðu bókarinnar nefnir hann hana „a pure woman“, sem bók- staflega þýtt er „hrein kona“. Það þurfti meira en miðlungs- mann til að skapa Tess, en þó hef- ir Angel verið stórum erfiðara hlutverk, svo tvískiptur sem hann er, og þó algerlega heill þegar nógu djúpt er grafið til þess að komizt sé niður fyrir klofninginn. Hann hefir að hálfu leyti brotizt undan oki almenningsálitsins og siðvenjunnar, en hyggur sig hafa gert það til fulls. Hversu mikið á það vantar, sjáum við fyrst gaml- árskvöldið raunalega 1887. Það væri grunnfærni að ætla að boð- ið sem hann gerir Izz þegarþauaka saman frá Wellbridge, benti á staðfestuleysi, veilu í skapgerð- inni. Hann gerir það boð í augna- bliksgremju yfir því, hve hart ör- lögin hafa (að honum finnst, þó að sjálfur eigi hann alla sökina) leikið hann, og hann er fljótur að átta sig á yfirsjón sinni þegar þessi hreinskilna og heiðarlega stúlka minnir hann á. hve einlæglega Tess elski hann. Þeir sem harðasta dóma hafa fellt yfir Angel, þeir hafa ekki skilið hann. Það er þó óþarft, svo mikla rækt sem Hardy hefir við það lagt, að ganga svo frá honum að hann yrði ekki mis- skilinn. Ófullkomleiki þessa manns er í rauninni einn þáttur áfellis- dómsins yfir aldarandanum. ★ Meðan við höfum ekki lesið ein- hverja bók, verðum við að taka ritdómarana fyrir leiðsögumenn, treysta á dómgreind þeirra, hjarta- lag og heiðarleik. Á sama hátt á að mega treysta auglýsingum heið- arlegs forleggjara. Því miður rek- um við okkur iðulega á það, að á ekkert af þessu má treysta. En sannfærður er ég um það, að þeir sem skrifuðu um Tess þegar hún kom út í vetur, gerðu það allir af heiðarleik og hver eftir sínum skilningi. Öllum vildi ég nú mega tjá þeim þakkir mínar. Fyrsta greinin birtist í Vísi 6. desbr., rétt um það leyti sem bókin kom út. Hún var nafnlaus og enn í dag veit ég ekki hver hana skrifaði, en hún var eftirtakanlega gagnorð og rökföst. Síra Benjamín Kristjáns- son skrifaði nálega heillar síðu grein í Morgunblaðið 9. desbr., en hann er sá maður, sem ég veit bezt lesinn í Hardy hér á landi síðan þann víðlesna, skarpgáfaða, og ágætlega menntaða mann Má Benediktsson leið. í Morgunblaðið skrifaði líka síra Sveinn Víkingur. Síra Jakob Jónsson í Tímann 19. desbr., en vestan hafs skrifaði Gísli Jónsson í Tímarit Þjóðrækn- isfélagsins, af mikilli hófsemi, eins og hans er vandi, en þar kló sá er kunni, því að bæði hann og kona hans voru einlægir dáendur Hardv’s. Höfðu þau lengi í huga að þýða einhverja bóka hans, en aldrei komst það í framkvæmd. Loks skal hér sérstaklega getið greinar, er Björn Þorsteinsson sagnfræðingur ritaði í Þjóðviljann 23. desbr. Ég hefi enn ekki séð svo neitt frá hendi þess manns, eða heyrt hann taka svo til máls, að hann hefði ekki eitthvað at- hyglisvert að segja, og alltaf mæl- ir hann af einurð. Svo gerðu líka ýmsir móðurfrændur hans. Vegna athugasemdar, er hann gerir við þýðingu mína, skal ég leyfa mér að taka hér nokkur orð upp úr for- mála fyrri útgáfu: „Önnur ástæða (þ. e. önnur en mállýzkan) mun líka ávallt valda nokkrum vanda við þýðingar sagn- anna, a. m. k. á íslenzku. Með þær verður að fara sem heimspekisrit, en þó má ekki þýða þær á mál slíkra rita, heldur sem sögur. Setn- ingaskipun höfundarins er gjarn- ast nokkuð þunglamaleg, setning- arnar flóknar og fleygaðar líkt og mjög hefir tíðkast í þýzku. Þetta fer ekki vel í íslenzku, en þó má ekki gera sér dælt við slíkan höf- und. í byrjun fylgdi ég hér setn- ingaskipun hans eftir því sem mér þótti frekast fært, en fór síðan að kljúfa þær meira.“ í grein sinni segir Björn: „Ég er ókunnugur stíl Hardy’s, því að ég hefi einungis lesið eina smá- sögu eftir hann á enska tungu, en grunur minn er sá, að þýðing Snæ- bjarnar veiti okkur lítið hugboð um stílsnilld Hardy’s, þótt Snæ- björn sé vel að sér bæði í ensku og íslenzku máli.“ Satt er það, að Hardy skrifar smásögur að jafnaði nokkuð öðru- vísi en langar sögur. Það gera yfir- leitt þeir skáldsagnahöfundar, er svo kunna vel til verks. En þó að þær séu orðnar ærið margar bæk- urnar og ritgerðirnar, sem ég hef lesið um hann og verk hans, hefi ég ekki fundið næsta mikið hrós um stílgáfu hans — nema hvað mál hans er alltaf ákaflega rökfast. Það viðurkenna allir. Svo hlaut það að vera, slíkur djúphyggju- maður sem hann var. Stíll hans er eins og ég hefi lýst honum í til- vitnuðum orðum hér að framan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.