Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4W** 541 að því gert að kynna þetta skáld. Hvað varðar okkar um erlenda konunga í ríki andans? „Þursi, ver sjálfum þér nægur“, var heil- ræði Dofrakóngs. Það kom fleir- um en mér á óvart er frk. Ragn- hildi Steingrímsdóttur var hleypt þar inn með kafla úr Tess í sum- ar. Þegar ég sá þetta í dagskránni, beið ég þess með nokkurri for- vitni, hvaða kafla hún kæmi með, og þegar það varð ljóst, þá hvern- ig henni tækist með hann, því ekki hafði hún valið hið auðveldasta til flutnings. Mundi hún nú láta Tess klökkna er hún talaði um yfirvof- andi smánardauða sinn? Misskiln- ing hefði það sýnt, því þú sæir ei þær sjónir hika við sólarprestsins fórnarbál. Þegar Tess ræðir við Angel, ligg- ur hún einmitt á fórnaraltarinu í Stonehenge, þar sem ætla má að öld fram af öld hafi ungar meyjar verið sviftar lífi sólguðinum til þóknunar. Hún hefir þá einn um tvítugt, en svo er hún heilbrigð, að það er ekki meira fyrir hana að mæta dauðanum en að ganga inn í kirkju. Ragnhildur skildi það líka, að þarna átti enginn klökkvi heima. En þegar Angel leiðir hjá sér að svara spurningu hennar, hinni fornu spurningu Jobs, hvort líf muni eftir dauðann, þá var öðru máli að gegna. Hún skilur að þögnin táknar neitun og að engin von er því um, að þau fái að njótas\ hinu- megin grafar. Allt veit þessi ó- skeikuli maður. En ást hennar á Angel er henni miklu meira en líf og dauði. Því var það réttur skiln- ingur, sem nú lét merkjast klökkva í rödd þessarar stúlku, sem ekki kunni að hræðast. Ég átti tal við Ragnhildi eftir að hún hafði flutt þáttinn og fann þá, að flogið hafði henni í hug að taka þann kafla sögunnar, sem drama- tiskastur er og tíðast mun að finna í sýnisbókum. En það er frásögn- in um það, er Tess skírir barnið sitt að dauða komið. En hún hafði gert sér ljóst, hvað við það val hefði verið athugavert að þessu sinni. Ég jield að hún hafi valið rétt. En annars er það síður en svo erfitt að finna í Tess stutta og á- hrifamikla kafla, sem njóta sín sjálfstæðir, og það jafnt bjarta sem skuggalega. Því það er öðru nær en að öll sé sagan raunaleg. Hæpið er að margir hafi veitt því athygli að frásögn hliðstæð þessari um dauða Harms og greftr- un, sem svo er fræg, er til í ís- lenzkum bókmenntum, tekin út úr miskunnarlausum veruleika lífs- ins. Hana er að finna í hinni ágætu bók frú Katrínar Ólafsdóttur Hjaltested, Liðnum dögum. Eng- inn skyldi þó heimska sig á að geta þess til, að höfundurinn hafi leitað fyrirmyndar hjá Hardy þeg- ar hún skrifaði. Kona sem skrifar með hjartablóði sínu leitar engrar fyrirmyndar — og þarf engrar. ★ Ekki var það Tess, sem Hardy hafði mestar mætur á af sögum sínum, heldur The Woodlanders (Skógarfólkið), sem Jakob Smári hefir þýtt á íslenzku, en enginn forleggjari viljað taka að sér. Svona er nú bókmenntamat þeirra hérna á íslandi. Ekki er því að neita, að Jakob stendur höllum fæti til þess að þýða Hardy (sem Einar H. Kvaran taldi ekki sitt meðfæri, þó að hann þýddi eina smásögu eftir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.