Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1955, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1955, Blaðsíða 1
Jörgen Bukdahl skrifar um i ; . . t IMóbelsverðlaun Laxness A X N E S S var ekki nema 17 ára er út kom fyrsta skáldsaga hans, Barn náttúrunnar. Svo fór hann utan og inn viðkvæmi og eirðarlausi andi hans fann um stund frið í klausturlífi. Árið 1923 gerðist hann kaþólskur, og fyrir meðmæli frá Johannes Jörgensen komst hann í klaustur í Belgíu. Þar skrif- aði hann skáldsöguna Undir Helga- hnjúk. Svo ferðaðist hann til Par- ísar, Lourdes og heimsótti ensk klaustur. Þegar hann kom heim til íslands aftur var hann því al- vopnaður til þess að ganga á hólm við inn byltingarsinnaða „ex- pressionisma“ og skjaldsvein hans, Þorberg Þórðarson. Þorbergur hafði með bókinni Bréf til Láru hafið óvægilega árás gegn kirkju, venjum og þjóðernishugsjón. í bæklingnum Kaþólsk viðhorf, ræðst Laxness svo gegn þessari byltingarsinnuðu raunsæisstefnu. En jafnframt heillast hann af inum nýa stíl ádeilunnar og hvernig hann leysir úr læðingi. Og með stílnum koma ný efni og umhugs- unarefni. Upp af þessu sprettur svo Halldór Kiljan Laxness skáldsagan Vefarinn mikli frá Kashmir 1927, þar sem Laxness lætur fyrst að sér kveða. Hér stendur hatröm barátta milli allra þeirra skyndiáhrifa er hann hefir orðið fyrir af bókmenntum og á ferðalögum um meginlandið, og ís- lenzkrar menningar á hinn bóginn. Hér er sannarlega barátta milli himins og jarðar, milli lífsnautnar og sjálfsafneitunar. Bókinni lýkur með því að hann gengur í klaustur. En í raun og veru fer hann þveröf- uga leið. Yfir ina eilífu Róm, hvítu páfaborgina, gnæfir in rauða Moskva. Hann fer nú til Ameríku. Upton Sinclair beinir huga hans að félags- hvggiu. Upp af því kemur svo Al- þýðubókin 1929. Þar hefir hann snúist til Marx-trúar, en hvllir Jónas Hallgrímsson fyrir að hafa í ljóðum sínum sameinað li«t og félagshyggju. Nú koma þær skáldsögur, sem eru undirstaðan að frægð hans. Salka Valka kom út á dönsku 1934. Hún sýndi, svo ekki varð um villst hve háfleyg, víðfeðm og sérstæð list hans var, enda þótt hann hefði eigi enn skafið af sér áhrif frá Hamsun og Hemingway. f grein- um, sem ég ritaði þá í „Politiken" sýndi ég fram á að ið einstaka við skáldsagnagerð hans væri nú sam- bland af bitrum lýsingum illrar meðferðar á fólki og heiðbláma skáldskapar, er nálgaðist að hafa á f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.